Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 69

Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 69
LAUGARDAGUR 30. janúar 2010 41 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 30. janúar 2010 ➜ Tónleikar 16.00 Sinfóníuhljómsveit tónlistar- skólanna verður með tónleika í Lang- holtskirkju við Sólheima. Á efnisskránni verða verk eftir J. Haydn, Russell Peck, Snorra Sigfús Birgisson og F. Mendels- sohn. 16.00 Barokkhópurinn Custos heldur tónleika í Kópavogskirkju. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir G. Fresco- baldi, G. Ph. Telemann og C. Dieupart. 21.00 Gunnar Þórðarson heldur tónleika á Græna hattinum við Hafn- arstræti á Akueyri. Húsið verður opnað kl. 20. ➜ Uppákomur Listasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu verður með dagskrá kl. 14 í tengslum við sýninguna „Ljóslitlífun“ sem nú stendur þar yfir. Frítt verður í Víkina, Sjóminjasafn Reykjavíkur við Grandagarð, í tilefni af 50 ára afmæli varð- skipsins Óðins. Opið um helgina kl. 13-17. ➜ Myrkir Músíkdagar 14.00 Tinna Þorsteinsdóttir píanó- leikari flytur verk eftir íslensk skáld í Norræna húsinu við Sturlugötu. 17.00 Strengjaleikhúsið sýnir rafóper- una „Farfuglinn“ eftir Hilmar Þórðarson í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 21.00 Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kemur fram á tónleikum í Kristskirkju við Landakot. 23.00 Verk fyrir uppmagnaða kamm- ersveit eftir Daníel Bjarnason verður flutt á Sódómu Reykjavík við Tryggva- götu. Myrkir músíkdagar standa yfir til 31. jan. Nánari upplýsingar á www.listir. is/myrkir/. ➜ Kvikmyndir 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir kvikmynd Kenneth Branagh „Henry V“ (1989) sem gerð var eftir skáldverki Shakespeares. Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Íslenskur texti. Nánari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Tangó Tangóævintýrafélagið stend- ur fyrir milonga-kvöldi á veitingahúsinu Eldhrími að Borgartúni 14 kl 21-24. Nánari upplýsingar á www.tangoadventure. com. Sunnudagur 31. janúar 2010 ➜ Félagsvist Félagsvist verður spiluð í Breiðfirðinga- búð við Faxafen 14 kl. 14. ➜ Myrkir Músíkdagar 12.00 Hljómsveit Sigurðar Flosasonar flytur tónlist við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar á tónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. 14.00 Kammerkórinn Hymnodia held- ur tónleika á þjónustustöðinni Kvikkfix við Vesturvör 30c. í Kópavogi. 17.00 Tónlistarhópurinn Caput kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. 20.00 Lokatónleikar hátíðarinn- ar fara fram í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg og eru tileink- aðir Atla Heimi Sveinssyni og Þorkeli Sigurbjörnsyni. ➜ Kvikmyndir 15.00 Sovéska kvikmyndin „Brautar- stöð fyrir tvo“ (Voksal dlja dvoikh), frá árinu 1983 í leikstjórn Eldar Rjazanov, verður sýnd í MÍR-salnum við Hverfis- götu 105. Meðal leikenda eru Ljúdm- íla Gurtsjenko og Oleg Bashalishvili. Aðgangur er ókeypis. ➜ Uppákomur Í Listasafni Reykjavíkur við Tryggva- götu verður dagskrá kl. 15 í tengslum við sýningu Errós sem nú stendur þar yfir. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson flytur fyrirlestur og AlmaDís Kristinsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna. ➜ Leikrit 20.00 Leikverkið „Tilbrigði við stef“ eftir Þór Rögnvaldsson í leikstjórn Ingu Bjarnason verður flutt í Iðnó við Von- arstræti. Nánari upplýsingar á www. leikhopar.is. ➜ Leiðsögn 14.00 Hildur Bjarnadóttir verður með leiðsögn um sýninguna Carnegie Art Award 2010 sem nú stendur yfir í Lista- safni Íslands við Fríkirkjuveg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Í dag kl. 17 opnar Sigurður Örlygsson listmálari sýn- ingu á Gallerý-Bar, sem er til húsa á Hverfisgötu 46. Sigurður segir salinn risastóran og dýnamísk- an, en þar sé einnig hægt að spila billjard, taka í skák og fleira. Myndlist og billjard passar vel saman að hans mati. Sigurður seg- ist sýna samtíning, bæði nýjar myndir og gaml- ar, en öll verkin eiga það þó sameiginlegt að vera mjög stór. Sig u rðu r er fæddur árið 1946. Hann hefur haldið fjölda einka- sýninga og samsýningar jafnt hér á landi sem utan. Hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1971. Sýningin sem hefst á morgun er sölusýning. Allir eru velkomnir á opn- unina, en Sigurður sendi ekki út nein boðs- kort. Myndlist og billjard Á morgun kl. 14 verður Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna Carn- egie Art Award 2010 sem nú stend- ur yfir í Listasafni Íslands við Frí- kirkjuveg. Carnegie Art Award 2010 eru ein veglegustu myndlist- arverðlaun sem veitt eru í heimin- um í dag en sýningunni er ætlað að kynna norræna samtíma málara- list. Hildur ræðir um prjónuð mál- verk og beinir sjónum að einstökum listaverkum og höfundum þeirra út frá tengslum þeirra við aðra list- miðla svo sem textíl. Bók með ljós- myndum af öllum listaverkunum sem tekin voru til sýningar er sýn- ingin var opnuð í Charlottenborg er fáanleg í safnbúð Listasafnsins. Aðgangur er ókeypis. Prjónuð málverk HILDUR BJARNADÓTTIR SÝNIR STÓRAR MYNDIR Sigurður Örlygsson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.