Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 88

Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 88
DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 Mest lesið VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI Afmæli frestað vegna Icesave Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varð fertug- ur á þriðjudag og er rétt að árna honum heilla af því tilefni. Hann hugðist halda upp á afmælið í gær, í sal nýju Laugardalshallarinnar. En pólitíkin er viðsjárverð tík og Bjarni þurfti að fresta veislunni til að fara á fund í Haag með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Steingrími J. Sigfússyni. Hann ræddi því við Breta og Hollendinga um Icesave í stað veisluhaldanna, en þeim hefur verið frestað um viku. Þeir sem voru í vandræðum þar sem veislan stangaðist á við veislu Geira í Goldfinger, eigi það við um einhvern þingmann Sjálfstæðisflokksins, geta því andað léttar og farið í báðar veislurnar. Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% 195,- Jogastudio.org Árlegt þorrablót 101 Hið árlega þorrablót íbúa 101, Lopapeysan, fer fram í fjórða sinn á Prikinu fyrstu helgina á febrúar. Sindri Páll Kjartansson dagskrár- gerðarmaður er einn skipuleggjenda blótsins ásamt hárskeranum Stjúra. Sindri Páll, sem þekktur er fyrir röggsemi og dugnað, hefur ekki átt í vandræðum með að skipuleggja blót- ið samhliða tökum á sjónvarpsþætt- inum Rétti. Meðal þeirra sem staðfest hafa komu sína á Lopapeysuna eru leikararnir Jörundur Ragnarsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir, listamaður- inn Hugleikur Dagsson og tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson. Heyrst hefur að hinn eini sanni Gylfi Ægisson muni sjá um að skemmta gestum í ár. Enginn handbolti Katrín Jakobsdóttir mun ekki fara til Austurríkis til að fylgjast með „strákunum okkar“ berja á Frökkum í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik. Það er af sem áður var því forveri hennar í starfi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, var tíður gestur í handboltahöllum heimsins þegar landsliðið var að spila á stórmótum. - sm, fgg 1 Markús Máni Michaelsson á meðal þeirra grunuðu 2 Handtökur og húsleitir vegna gjaldeyrisbrasks 3 Gefur ekki upp hvað hann mun kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni 4 Efnahagsbrotadeild boðar til blaðamannafundar 5 Opinberum störfum fjölgaði um 5.000 á tíu árum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.