Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 20
20 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR U ppsögnin kom mér ekki á óvart,“ segir Þóra Tómasdóttir yfir kúfuðum disk af heilsufæði þegar hún útskýrir hvern- ig henni leið við tíðindin að missa vinnu sína í Kastljósi RÚV fyrir tveimur vikum. „Ég vissi um fyrirhugaðan niðurskurð hjá RÚV og það lá ljóst fyrir að það var ekki úr mörgu að velja nema þessum þætti. Kastljósið hefur verið mjög plássfrekur þáttur lengi í sjón- varpinu og ég er reyndar þeirr- ar skoðunar að allt svona sem er dýnamískt eins og Kastljósið geti ekki enst að eilífu. Fyrir mig var kominn tími til að fara og skipta um umhverfi. Þetta var vissulega mjög krefjandi tími en þar á móti kemur að ég vil bara vera í krefj- andi vinnu. Ég held líka að sama tilfinning hafi verið til staðar hjá Þórhalli Gunnarssyni, að vilja hætta á réttum tíma til að snúa sér að öðru. Það kom mér þó vissu- lega á óvart að hann skyldi hætta en ég held að þetta hafi verið hár- rétt ákvörðun hjá honum.“ Þóra segir það vissulega hafa verið ákveðið áfall samt sem áður að fá uppsagnarbréfið og að tilfinning- ar hafi verið blendnar fyrstu tvo dagana á eftir. Henni varð strax hugsað til Noregs en hún ólst þar upp að hluta til, gekk í menntaskóla og sótti síðar nám í heimildar- myndagerð þar. „Mér bauðst strax vinna úti. Þetta gerðist í rauninni þannig að Þórhallur kallar mig á fund og segir mér upp, svo labba ég í hálfgerðu sjokki beint að tölv- unni minni en þar bíður mín tölvu- póstur frá Noregi þar sem ég var spurð hvort ég kæmist mögulega út í atvinnuviðtal.“ Þóra stökk til Óslóar í við- talið og landaði starfinu um leið. „Þetta er starf hjá Svensk Film- industri sem er mjög stórt fram- leiðslu- og dreifingarfyrirtæki og er meðal annars með starf- semi í Ósló. Ég verð framleiðslu- stjóri í framleiðsludeildinni þar og þetta er fyrir mér algjört drauma- djobb.“ Þóra bætir við að umhverf- ið í Noregi þessa stundina sé mjög skemmtilegt fyrir kvikmynda- gerð. „Sérstaklega fyrir jafnrétt- issinna eins og mig. Þarna úti er það stefna núna að leggja áherslu á kvenleikstjóra og bíómyndir sem segja sögu kvenna. Hingað til hafa norskar bíómyndir verið gerðar af körlum um karla. Það er fullt af klárum stelpum úti sem eru á kafi í kvikmyndagerð.“ Þóra hefur brennandi áhuga á heimildarmyndum og gerði mynd- ina Stelpurnar okkar í fyrra um kvennalandsliðið í fótboltanum sem fékk afbragðsdóma. „Myndin er núna í ferli þar sem ég er að reyna að koma henni inn á kvikmyndahá- tíðir og kynna hana. Ég hef þó allt- af vitað það að þetta er mynd fyrir Íslendinga, þetta er ekki mynd sem á breiða skírskotun til útlanda. Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum eins og frá Þýskalandi þar sem kvennaboltinn er mjög sterkur. Í nýja starfinu mínu verð ég meðal annars að vinna við tvær mjög spennandi heimildarmyndir sem eru í framleiðslu, meðal annars eftir Beate Arnestad, magnaða konu sem vílar ekki fyrir sér að stefna lífi sínu í hættu þegar hún er að gera heimildarmyndir. Hún gerði til dæmis mjög þekkta mynd sem heitir „Min datter terroristen“ og ég er mjög spennt að fá að vinna með henni. Ég fíla trylltar konur sem gera það sem þeim sýnist.“ Miðaldra karlar stjórna fjölmiðlum Spurð að því hvaða tilfinningar hún beri gagnvart RÚV á þess- um tímamótum segir Þóra vinnu- staðinn alltaf verða stór hluti í lífi hennar. „Ég er búin að vera þarna í sex ár, allt frá því að vera í ungl- ingaþætti, inni á fréttastofu og í Kastljósinu og þetta verður að ákveðnum kúltúr og hugsunar- hætti. Allt frá því að ég var lítil stelpa langaði mig að vinna á RÚV. En það er klárlega margt sem er ekki yfir gagnrýni hafið þarna. RÚV má alveg fá gagnrýni líkt og aðrir fjölmiðlar hér á landi fyrir að hafa glerþak yfir sér sem er ekki hægt að mölva. Það er alveg ótrúlegt að íslenskir fjölmiðlar, ljósvaka- og prentmiðlar, hafi allir miðaldra karlmenn við stjórnvöl- inn. Það er svo löngu kominn tími til að breyta þessu.“ Þóra nefnir Elínu Hirst sem var einnig sagt upp hjá RÚV sem dæmi um hversu erfitt er fyrir konur að brjótast í gegnum þetta þak og komast inn í þennan karllæga bransa. „Það er mjög auðvelt að rýna í tölur um hverjir eru viðmælendur fjölmiðla. Kynjahlutföllin eru langt frá því að vera jöfn. Viðmælendur í umræðu- þáttum sjónvarpsins eru um það bil 75 prósent karlmenn. Það er fullkomlega óásættanlegt.“ Því er oft haldið fram að konur vilji síður koma í viðtöl en karl- menn. Þóra segist ekki kaupa þá kenningu. „Hverjir segja það? Það eru karlmennirnir sem stjórna fjölmiðlunum sem segja það. Þeir hafa að sjálfsögðu skýringar á sínum göllum. Konur hafa alltaf verið tilbúnar að koma í viðtöl til mín. Reginmunurinn er kannski sá að konur eru með öðruvísi nálgun en karlmenn og eru varkárari. Þær eru ekki tilbúnar til þess að demba sér í að vera álitsgjafar hvenær sem er og hvar sem er, eða til þess að hafa skoðun á öllum fjandan- um, heldur koma þær frekar fram þegar þær eru kallaðar til sem sérfræðingar og það er einmitt það sem mætti gera meira af, því konur eru ekki síður menntaðar en karlar á Íslandi. Nú er ríkisstjórn- in einnig nokkurn veginn jafnskipt af kynjum og því engin ástæða til þess að tala bara við karlana þar. Þetta endurspeglar ekki þann veruleika sem við búum í.“ Útvarpsstjóri þarf að gera sér grein fyrir hlutverki RÚV Þóra telur ástæðuna fyrir því að konur eru ekki stærri hluti af viðmælendum inni á fjölmiðl- um meðal annars vegna vilja rit- stjórna þeirra. „Ég held að þegar það vanti viðmælendur sé hefð- in mun sterkari fyrir því að leita til karlmanna. Það er þessi hefð sem við þurfum að brjóta. Og það er brýnast að fréttamenn snúi sér að því að breyta þessari þróun.“ En var hlustað á hennar sjónar- mið á RÚV? „Já, ég tók að mér þetta hlutverk hvað varðar Kast- ljósið og ég skal viðurkenna það að hafa átt mjög margar rimmur við mína yfirmenn um þetta. Það er líka alveg ótrúlega pirrandi að sjá hvernig stjórnendur fjölmiðla velja sér sína eigin líka í kringum sig. Það er dásamlegt fyrirbæri að sjá þessa menn klappa sínum körl- um á kinn og líta fram hjá spreng- menntuðum og reyndum konum á sama fjölmiðli. Það virðist stund- um vera nóg að vinir stjórnenda fjölmiðla séu með þeim í AA eða spili með þeim fótbolta.“ Spurð um skoðun sína á núverandi útvarps- stjóra, Páli Magnússyni, segist hún efa það að RÚV myndi skaðast ef það yrðu skipti á útvarpsstjórum. „Það þarf að fá einhvern þarna inn sem gerir sér grein fyrir hlutverki stofnunarinnar. Ég myndi líka vilja að útvarpsstjóri leitaði til fólksins í húsinu og óskaði eftir hugmyndum að úrlausnum. Kraftaverkin gerast ekki á bak við luktar dyr hjá ein- hverjum körlum sem telja sig vera snillinga.“ Þóra segir þó misskilning að RÚV sé að fara á hliðina vegna kaupa á erlendum kvikmyndum og sjónvarpsefni. „Það er hins vegar grátlegt að sjá svo lítinn hluta af tekjum stofnunarinnar renna til íslenskrar framleiðslu. Þetta er vettvangur sem við Íslending- ar höfum til að endurspegla og rýna í samfélagið og það er hlut- verk ríkisútvarpsins að sýna þessa framleiðslu. Það má alls ekki skera svona harkalega niður á þessum vettvangi því íslenskir kvikmynda- gerðarmenn sækja mest allt sitt fjármagn til útlanda og stór hluti þess fer til ríkisins, meðal annars í formi skatta. Yfrlýsing RÚV um niðurskurð var stríðsyfirlýsing til geirans sem betur fer brást við og mun ekki láta bjóða sér þetta.“ Bara bretta upp ermarnar Þóra er systir Sóleyjar Tómas- dóttur sem er áberandi og oft umdeildur borgarfulltrúi Vinstri grænna. Hefur Þóra ekki orðið fyrir barðinu á fólki sem afskrif- ar hana sem „leiðinda femínista“? „Ég er ekki í Femínistafélaginu eins og systir mín og tel mig ekki þurfa að vera þar. En ég er femín- isti og styð feminíska baráttu. Ég veit alveg að femínismi er og verð- ur umdeildur en mér er skítsama um að vera umdeild. Ég víla ekkert fyrir mér að reyna að breyta hlut- unum þó svo að ég sé talin óþol- andi fyrir það. Það eina sem er nei- kvætt við að vera femínisti er að maður verður alltaf svo geðveik- islega pirraður á hvað hlutirnir breytast hægt!“ En hvað finnst þá femínistan- um um markaðsvæðingu fjöl- miðla þegar berbrjósta stjörnur með appelsínuhúð selja blöðin? „Ég held að markaðsvæðing fjölmiðla sé einfaldlega þróun sem er að gerast um allan heim. Berbrjósta stelpur selja örugg- lega blöðin og fá meiri lestur á vefmiðlana. Stóra spurningin hlýtur að vera hvort eigendur eða stjórnendur fjölmiðla vilji miðil með trúverðugleika eða miðil sem selur.“ Þóra segist vera að vissu leyti fegin að vera komin úr sviðsljósi myndavélarinn- ar. „Það er líka ágætt að komast burt frá kreppufréttunum þó svo að ég hafi nú alltaf reynt að finna fréttir með einhverjum jákvæð- um vinkli í Kastljósinu. En það er auðvitað brýnna að rýna í hver kom landinu á hausinn heldur en að beina athyglinni að sprota- fyrirtækjum í kreppunni.“ Eftir fáeina daga verður borgarlands- lag Þóru orðið að götum Óslóborg- ar þar sem hún ætlar að hefja nýtt líf með Kötlu dóttur sinni. „Katla er búin að læra norska afmæl- issönginn og verður örugglega enga stund að ná tungumálinu. Það hefur gengið betur en mér hefði nokkurn tímann dottið í hug að flytja á svona skömmum tíma. Þetta er ekkert mál ef maður brettir upp ermarnar. Sumum finnst Ósló vera lummó borg en mér finnst hún frábær. Ég verð að vinna alveg í miðborginni og er komin með íbúð á besta stað. Ég sé fyrir mér algjört draumalíf á næstunni.“ Kominn tími á breytingar Það var áfall fyrir Þóru Tómasdóttur að missa vinnu í Kastljósinu en líka léttir. Hálfum mánuði síðar er hún á leið til Óslóar með dóttur sína í nýja vinnu. Anna Margrét Björnsson settist að snæðingi með Þóru og ræddi um fjölmiðlaumhverfið á Íslandi. RÚV má alveg fá gagnrýni líkt og aðrir fjölmiðlar hér á landi fyrir að hafa glerþak yfir sér sem er ekki hægt að mölva. Það er alveg ótrúlegt að íslenskir fjölmiðlar, ljós- vaka- og prentmiðlar, hafi allir miðaldra karlmenn við stjórnvölinn. Það er svo löngu kominn tími til að breyta þessu. ÞÓRA TÓMASDÓTTIR KVIKMYNDAGERÐARKONA „Það eina sem er neikvætt við að vera femínisti er að maður verður alltaf svo geðveikislega pirraður!“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.