Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 68
40 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Hinn 31. janúar sl. voru liðin 60 ár frá stofnun Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Af því tilefni verða haldnir afmæl- istónleikar í dag í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Haft var samband við flesta sem starfað hafa með lúðrasveitinni á liðnum árum og þeim boðið að taka þátt í þessum tón- leikum. Viðbrögð voru góð og hafa milli 50 og 60 manns æft stíft að und- anförnu. Afrakstursins fá tónleika- gestir að njóta á þessum tónleikum. Efnisskráin er fjölbreytt og spann- ar sögu sveitarinnar. Göngulög verða áberandi, ættjarðarlög og skemmti- músík verða leikin í bland. Stjórn- endur á tónleikunum eru þeir Stef- án Ómar Jakobsson og Hans Ploder. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og það er ókeypis aðgangur. Afmælisblástur SEXTUGSAFMÆLI Hér er mynd af æfingu á 6. áratugnum. Albert Klahn stjórnar af röggsemi. Enn heldur fjörleg myndlistar- starfssemin áfram í Havaríi í Austurstrætinu. Í dag opnar sýn- ing sex ungra kyndilbera íslensku myndlistarsenunnar. Sexmenningarnir eiga það nær allir sameiginlegt að hafa látið til sín taka á öðrum sviðum listar- innar. Það er eiginlega bara Davíð Örn Halldórsson, sem hefur ein- beitt sér að myndlistinni. Hans stóru litríku málverk hafa slegið í gegn að undanförnu. Nú má einn- ig sjá verk eftir hann á sýning- unni Ljóslitlífun í Hafnarhúsinu. Þetta er í annað sinn sem hann sýnir í Havaríi. Elín Hansdóttir er sístækk- andi nafn í hinum alþjóðlega listaheimi. Innsetningar henn- ar vekja athygli hvert sem þær fara. Eflaust kannast margir við við Elínu úr kvikmynd Dags Kára Sigurðssonar; Nóa albínóa, en þar lék hún sjoppustelpuna Írisi. Kvikmyndatengsl má einnig finna í Bjarna Massa. Hann er einn af meðlimum kvikmynda- grúppunnar Lortur. Massinn er þekktur fyrir ást sína á lands- byggðinni og nú er það Flateyri sem kallar. Fannst Massanum viðeigandi að henda upp nokkrum verkum til að minna á sig áður en hann lætur sig hverfa vest- ur í nokkra mánuði. Pétur Már Gunnarson er einn af heilunum á bakvið DVD tímaritið Rafskinnu. Hann sýnir skúlptúra og mynd- ir. Þá eru það poppararnir. Egill Sæbjörnsson átti stórleik á síð- asta ári. Gaf út plötu og hélt stóra einkasýningu í Listasafni Reykja- víkur. Þá kom út bók um verkin hans og RÚV sýndi heimildar- mynd um hann í desember. Hann sýnir fótósjoppaðar ljósmyndir af sjálfum sér á baðströndum. Örvar Þóreyjarson Smárason er öllu þekktari fyrir framlag sitt til íslenskrar dægurtónlistar, enda í múm og FM Belfast. Teikning- ar eftir Örvar hafa birst í bókum, á plötuumslgöum og á sýningum víða um heim. Og nú sýnir hann í Havaríi. - drg Sex á Havaríi Í HAVARÍ Verk eftir Elínu Hansdóttur. Tvær sýningaropnanir verða í Listasafni ASÍ kl. 15 í dag. Önnur þeirra er sýning Guðrúnar Gunn- arsdóttur, sem horfir á fífla frá ýmsum sjónarhornum. „Ég er að vinna út frá fíflum og þessu orðatiltæki að muna sinn fífil fegri,“ segir Guðrún. „Öll hugmyndafræðin í sýningunni er út frá þeirri setningu. Ég er að hugsa um íslensku þjóðina. Það er táknmál í þessu. Það er engin til- viljun að fífill verður stundum að fífli. Ég er samt ekki að vinna út frá neinni pólitík.“ Guðrún vinnur með ýmis efni; plast, vír, útsaum og klippir út úr landakortum. Henni finnst fífilinn vera vanmetinn. „Hann er fyrsta sumarblómið sem stingur upp koll- inum og við gerum varla annað en að tæta hann upp. Og þjóðin má svo sannarlega muna sinn fífil fegri. En fíflarnir koma samt allt- af stoltir upp á hverju vori sama hvað gengur á og þannig sé ég fyrir mér að þjóðin muni rísa upp. Það getur nú ekki annað verið.“ Hin sýningin sem opnar í Lista- safni ASÍ er sýning Guðmundar Ingólfssonar. en hann sýnir ljós- myndaröð af rýmum. Þá sýningu kallar hann Heimild um horfinn tíma. - drg Fíflarnir koma upp ÖLL Í FÍFLUNUM Guðrún Gunnarsdóttir. MYND/GUÐMUNDUR INGÓLFSSON > Ekki missa af Curver Thoroddsen listamaður fjallar um eigin verk í hádegis- fyrirlestri Opna Listaháskólans í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugar- nesvegi 91, stofu 024, nú á mánudaginn 8. febrúar kl. 12.30. Á undan fyrirlestrinum framkvæmir Curver hálftíma langan nektargjörning (sem hefst þá klukkan 12.00). > Í kvöld kl. 22 Höfundaforlagið Nýhil stendur fyrir opnum hljóðnema (open mic), ljóða- kvöldi, á barnum Bakkus sem stendur við Tryggvagötuna þar sem Gaukur á Stöng með sitt bjórlíki var áður til húsa. Vonandi verður þó ekkert ljóðlíki í boði. Þetta er fjórða ljóðakvöldið í röðinni og vandræðalegheita-stemningin hefur ítrekað vikið fyrir sannri raust ófor- skammaðra ljóðmælenda. Hljóðneminn er öllum opinn og enginn er aðgangs- eyririnn. Ársfundur Hins íslenska biblíufélags 7. febrúar kl. 12:30 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju Dagskrá 1. Ársreikningur 2009 2. Skýrsla stjórnar og stefnulýsing 3. Tillögur að lagabreytingum 4. Kjör í stjórn 5. Önnur mál MÁLÞINGIÐ VERÐUR SENT BEINT ÚT Á NETINU HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SENDIR Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni „Hugsaðu áður en þú sendir”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir opnu málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30. Á málþinginu verður m.a. fjallað um netið og: fólks fræðsluefnis um jákvæða og örugga netnotkun Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT (www.saft.is)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.