Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 72
44 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Hárnæringu sem bjargar þurru, lituðu og líflausu hári frá L‘Oreal. OKKUR LANGAR Í … Chloé-hönnuðurinn fyrrverandi, Phoebe Philo hefur sest við stjórnvölinn í hönn- unardeild franska tískuhússins Celine. Celine var mjög frægt á sjöunda og áttunda áratugnum en var farið að dala en nú er ljóst að ráðning Philo hefur borgað sig. Lína hennar fyrir vor og sumar 2010 vakti mikla hrifningu, sérstaklega hjá kvenpen- ingnum sem taldi þetta einstaklega klæðilegan og nútímalegan fatnað. „Mig langaði til þess að gera fötin meira straumlínulöguð, svona í naumhyggju- stíl samtímans fyrir konur á þrítugs- og fertugsaldri.“ Fötin voru í senn kynþokkafull og praktísk: mikið bar á aðsniðnum kápum og kjólum, stutt- um pilsum og fallegum skyrtum. Tískubloggarar sögðu margir hverjir fatnaðinn minna sig á erótískar ljósmyndir meistara Helmuts Newton, og þá sérstaklega leðurkjólarnir og pilsin. - amb PHOEBE PHILO SLÆR Í GEGN HJÁ CELINE Minnir á ljósmyndir Helmuts Newton TÖFF Flottur skyrtukjóll með reimum. SVART Skemmtilega einfaldur kjóll með leðurbryddingum. LEÐUR Fallegur stuttur kjóll. NÚTÍMALEGT Falleg hvít blússa við stutt A-pils. STUTT Ótrúlega fallegur leð- urkjóll með stuttum ermum. > SPENNANDI VÖRUR Á MARKAÐI Sjöundi „pop-up“-markaðurinn verður haldinn í dag og er í þetta sinn haldinn í Nýlenduvöru- verslun Hemma og Valda. Meðal hönnuða sem verða með varning til sölu eru Serendipity, Eight of Hearts, Varius, Anna Soffía og AC Bullion. Æðislegt heklað hálsmen frá Elvu. Fæst á Pop-Up markaðnum í Hemma og Valda í dag. Mannfræði er fræðigrein sem kannar alla kima samfélagsins og mann- legs eðlis. Í raun mætti flokka allt sem viðkemur lífi mannsins undir mannfræði. Mannfræðingar kynna sér lifnaðarhætti fólks og í dag hafa mannfræðingar í auknum mæli sýnt vistarverum og tísku manna auk- inn áhuga. Sumir vilja meina að tískubloggarar heimsins séu „sjónrænir mann- fræðingar“ þar sem þeir fylgjast með og skrásetja tísku- strauma og klæðaburð manna víðs vegar um heiminn og gera svo „rannsóknir“ sínar aðgengilegar öllum með hjálp netsins. Vegna þess- ara „rannsókna“ hinna „sjón- rænu mannfræðinga“ get ég fylgst með tískustraumum í löndum víðs fjarri Íslandi. Með þessum hætti get ég nú kynnt mér klæðaburð íbúa Brasilíu, Suður-Kóreu og Lettlands án þess að þurfa að hafa fyrir því að ferðast sjálf til þessara landa. Þegar þessi tískublogg eru skoðuð kemur það eflaust fáum á óvart hversu keimlíkur klæðnaður fólks er orðinn. Vissulega er einhver herslumunur á þeim fatnaði sem Íslending- ar klæðast og þeim sem íbúar í brasilísku borginni Sao Paulo klæðast en ég held að sá munur stafi heldur af loftlagsástæðum en einhverju öðru. Að auki eru íbúar hins netvædda heims óþreytandi við að skrásetja sitt eigið líf með aðstoð alheims- vefjarins og má þar nefna samskiptasíður líkt og Facebook í þeim efnum og ljósmyndasíðuna Flickr. Enn aðrir halda sérstaka tískudagbók þar sem fata- samsetningar hvers dags eru skrásettar á síðum líkt og Lookbook.nu. Í fyrsta sinn í sögu mannkyns er fjöldi fólks meðvitað að deila lífi sínu, áhugamálum, hugleið- ingum og fatasmekk með hvað öðru á bloggum, sam- skiptasíðum eða Youtube. Og að sama skapi getum við nú skyggnst inn í líf fólks í öðrum heimsálfum án þess að þurfa nokkurn tímann að ferðast þangað. Sjónrænir mannfræðingar SEXÝ Þröng aðsniðin leðurkápa með belti. Nýtt varagloss frá Bobbi Brown sem lætur varirnar líta þrýstnari út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.