Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 8
8 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR RANNSÓKN Atvinnulaus ungmenni sem voru rúmlega fimm hundruð í desember, standa fyrir utan kerfið að mörgu leyti, erfitt er að nálgast þau og þar sem hefðbundnar for- varnir, til að mynda gegn áfengi og vímu- efnum, fara að miklu leyti fram í framhalds- skólum þá ná þær ekki til hópsins. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, tóku til máls á fundinum og kom fram í máli þeirra áhyggjur af stöðu þessa hóps, sem fer stækkandi. „Þetta litla samfélag þolir ekki atvinnuleysi í þessum hópi,“ sagði Hanna Birna sem sagði mjög mikilvægt að ná til sem flestra, svo það gerð- ist ekki hér á landi sem gerðist til dæmis í Finnlandi þar sem atvinnulaust ungt fólk rat- aði ekki aftur á vinnumarkaðinn eða í skóla. Menntamálaráðherra var sama sinnis og sagði nauðsynlegt að rjúfa vítahringinn sem ungmennin væru stödd í. Niðurstöð- urnar væru einnig hvatning til foreldra til að fylgjast með og rækta samband við börn sín. Hún sagði og niðurstöðurnar kalla á að hlúð verði að óhefðbundnum námsleiðum. Einar Magnús Magnússon hjá Umferð- arstofu sagði menn á þeim bæ mikið velta fyrir sér hvernig ná eigi til þessa hóps í forvörnum þar sem hann kemur við sögu í mörgum alvarlegum umferðarslysum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri bentu á að verið væri að vinna að verkefn- um til að mynda hjá Vinnumálastofnun og Reykjavíkurborg sem hefði það að mark- miði að ná til þessa hóps. - sbt RANNSÓKN Viðamikil rannsókn á ungu fólki á framhaldsskólaaldri sem ekki stundar nám í framhalds- skólum leiðir í ljós að sá hluti hóps- ins sem er atvinnulaus hefur það miklu verr en jafnaldrar þeirra sem eru í einhverju námi eða vinnu. Rúmur þriðjungur hópsins sem tók þátt í könnun Rannsóknar og greiningar, rannsóknarstofnunar við Háskólann í Reykjavík, var í öðru námi en hefðbundnum fram- haldsskólum og reyndist sá hluti vera hliðstæður framhaldsskóla- nemum, jafn vel staddur félags- lega, í góðum tengslum við foreldra sína og svo framvegis. Hópurinn sem aðallega sagðist stunda vinnu var í flestum spurn- ingum mitt á milli þeirra atvinnu- lausu og þeirra sem voru í námi, en þó má nefna að ríflegur helm- ingur þeirra reykti dag hvern, rétt eins og atvinnulaus ungmenni. Einungis sjö prósent námsfólks- ins yngri en átján ára reykti dag- lega, en nítján prósent þeirra eldri en átján ára. Atvinnulaus ungmenni skera sig frá jafnöldrum sínum að mjög mörgu leyti, stórum hluta þeirra líður illa, segist vera einmana, mikill minnihluti þeirra segir að foreldrar viti af ferðum þeirra. Stór hluti atvinnulausu ung- mennanna hefur prófað hass og önnur ólögleg vímuefni og sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, sem stýrði rannsókninni, ekki hafa séð viðlíka tölur í rannsóknum undan- farin ár en Rannsóknir og grein- ing hafa gert margar rannsóknir á lífsstíl ungmenna undanfarin ár. Álfgeir benti á það á kynningar- fundi um rannsóknina í gær að atvinnulausu ungmennin stæðu mjög höllum fæti, þau væru ein- mana, þætti framtíðin vonlaus. Það væri afar mikilvægt að ná til þeirra. Nú um stundir væri litla vinnu að fá og hætta á að þau einangruðust væri veruleg, yrði ekkert að gert. sigridur@frettabladid.is 1. Hvað vill eigandi hússins við Barónsstíg sem áður hýsti Heilsuverndarstöðina gera við það? 2. Hvað á Höfðatún í Reykja- vík að heita samkvæmt tillögu skipulagsráðs borgarinnar? 3. Hvað ætlar Arion banki að gera við Haga? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 FYLGST MEÐ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri við kynn- ingu rannsóknarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ríflega 60 % yngri en 18 segja andlega heilsu slæma Hlutfall ungmenna sem meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Yngri en 18 ára 18 ára og eldri 70 60 50 40 30 20 10 0% Aðallega í námi Aðallega í vinnu Atvinnulaus Yngri en 18 ára 18 ára og eldri 50 40 30 20 10 0% Aðallega í námi Aðallega í vinnu Atvinnulaus Hlutfall ungmenna sem hafa notað hass, einu sinni eða oftar. Fyrir stuttu fékk ég fund með stjórnendum Múrbúðarinnar til að sýna hvernig fyrirtækið gæti náð miklu meiri sölu með nútíma marketing. Best ég komi mér strax að efninu: - öðrum eins hallærisgangi í markaðs málum hef ég aldrei kynnst og hjá Múrbúðinni. Samt er ég búinn að vera í sjö ár í bransanum og þar áður rak ég grill sjoppu. Ég hreinlega GAF Múrbúðinni uppskritt að topp árangri í markaðs - setningu. Vera með tilboð, útsölur, vask-free, súperdíla, sölusprengjur og verðhrun. Þannig smalar maður liðinu inn í búðina. Ég benti þeim á að hakka verðið og lakka það svo aftur. Þá halda allir að þeir séu að græða feitt. Andlitið hreinlega datt af mér þegar Múrbúðin sagði nei takk við tilboði mínu um markaðsráðgjöf. Í staðinn ætlar Múrbúðin að halda sig við gamla og myglaða hallærisganginn. Einga afslætti, bara gott verð alltaf og fyrir alla. Þeir sögðust ekki vilja hakka verðið til að lakka það svo aftur. Ég spurði hvort þeir ættu ekki skrújárn þarna í búðinni til að herða eitthvað af lausu skrúfunum í hausnum á sér. Marketing gengur nefnilega ekki út á að vera alltaf með gott verð, heldur að láta fólk HALDA að það sé að fá gott verð. Það er geðveikt lame að hjakka bara alltaf á sömu tuggunni, afslátt eða gott verð, afslátt eða gott verð. Vegna þess að einhverjir sáu bílinn minn fyrir utan Múrbúð- ina og hafa þekkt hann á einka- númerinu, þá vil ég taka fram að ég ber einga ábyrð á þessari hallæris- legu markaðssetningu fyrir tækis- ins. Einga. Markús Láki Salómonsson sexy@musko.is Höfundur er forstjóri Musko Marketing Myglaðar auglýsingar Múrbúðarinnar A U G L Ý SI N G Lífsstíll og viðhorf ungmenna á aldrinum 16 til 20 sem ekki er í framhaldsskólum hefur ekki verið kannaður á jafn umfangsmikinn máta áður og gert var í rann- sókn Rannsóknar og greiningar. Álfgeir Logi Kristjánsson, lektor við kennslu og lýðheilsudeild HR og stjórnandi rannsóknarinnar, greindi frá því í gær að mikið hefði verið haft fyrir því að ná til sem flestra úr hópnum. Fengust að lokum svör frá tæplega 800 ungmenn- um sem Rannsóknir og greining, rannsóknarmiðstöð við Háskólann í Reykjavík, hafa unnið úr. Það eru um 56 prósent þeirra ungmenna sem síðastliðið vor voru utan hefðbundinna framhaldsskóla. Af þeim sem tóku þátt í rannsókninni sögðust tæp 35 prósent vera aðal- lega í skóla, 42 prósent í vinnu en 23 prósent atvinnulaus. Fram kom á fundinum að ef hefði náðst í alla væri hlutur þeirra líklega hærri. Niðurstöðurnar verða aðgengi- legar á vef stofnunarinnar, öllum áhugasömum til frekari nota. ERFITT AÐ NÁ TIL HÓPSINS Standa höllum fæti Ungmennum á aldrinum sextán til tuttugu ára sem eru atvinnulaus líður verr en jafnöldrum þeirra sem eru í námi. Þau reykja frekar en jafnaldrar þeirra, neyta frekar vímuefna og stunda síður líkamsrækt svo fátt eitt sé nefnt. Atvinnulausir á aldrinum 16 til 19 ára voru rúmlega fimm hundruð í desember: Einangrun atvinnulausra ungmenna áhyggjuefni ATVINNULEYSISÁTAK HINS HÚSSINS Ungu fólki án atvinnu í Reykjavík hefur meðal annars staðið til boða að taka þátt í verkefni á vegum Hins hússins þar sem hug- myndafræðin er sú að allir geti fundið hugmynum sínum farveg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.