Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 56
6 matur Allir vilja kleinur Þær stoppa nú aldrei lengi,“ segir Helga þar sem hún stend- ur í eldhúsinu og hnoðar kleinudeigið við fagran undirleik frá Rás 1. „Ég hef bara aldrei hitt neinn sem ekki vill kleinu,“ heldur hún áfram og tekur upp kökukeflið og byrjar að fletja út deigið. Að gera kleinur er greinilega rútínuverk í eldhúsi Helgu enda segist hún alveg hætt að mæla hvað fari í deigið, hún finni það bara á sér, bætir smá meira hveiti hér og smá meiri mjólk þar. „Ég mæli með að hafa deigið ekki of stíft,“ tjáir hún blaðamanni og mundar meira en hundrað ára gamalt kleinujárnið sem hún erfði eftir mömmu sína sem einnig var lagin í kleinugerðinni. Hún ristir deigið fagmannlega og tekur því næst til við að snúa deiginu þannig að úr verður kleina. Helga kveikir undir pottinum en í honum er hún með feiti. Hluta af feitinni geymir hún í pottinum á milli steikinga. „Mér finnst betra að nota feiti en olíu. Maður verður til dæmis svo fitugur á puttun- um eftir kleinur sem keyptar eru í búðum,“ segir hún og setur var- lega eina kleinu ofan í heita feitina sem nú er farin að rjúka. „Þegar bubblar vel í feitinni þegar klein- an er sett ofan í þá er hún orðin nógu heit,“ upplýsir hún og árétt- ar að fara þurfi varlega í kring- um heita feitina. „Ég var nú eng- inn unglingur þegar ég fór að baka kleinur. Ég held að hún mamma hafi verið hrædd um að ég myndi brenna mig,“ segir Helga. Nú er kominn tími á að taka fyrstu kleinurnar upp úr. Þær eru fallega brúnar og eftir að hafa feng- ið að kólna aðeins fær blaðamaður að smakka. Þvílík sæla! - sg Helga hefur steikt ófáar kleinur í gegn- um tíðina. Það fúlsar enginn við þeim enda ljúffengar eins og blaðamaður fékk að reyna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Helga raðar kleinunum á hveitiborið fat. Hún lætur dagblöð í annað fat sem hún setur kleinurnar á eftir steikingu. Kleinurnar þurfa ekki langan tíma til að steikjast en það sést á litnum þegar þær eru tilbúnar. Deigið er skorið í ræmur með kleinu- járni. „Ég mæli með að hafa deigið ekki of stíft,” segir Helga. Ræmunum er skipt niður svo úr verði tíglar. Göt eru skorin í miðju tíglanna og svo er deiginu snúið svo úr verði kleina. Helgu Sigurbjörnsdóttur þykir ekki tiltökumál að steikja kleinur enda hefur hún gert það alloft um árin. Kleinurnar eru sérlega vinsælar meðal barnabarnanna. Kleinurnar hennar Helgu eru vinsælar meða barnabarnanna. Nammi namm! 300 g sykur 5 tsk. lyftiduft 2 tsk. hjartarsalt 2 msk. smjörlíki (eða 2 dl rjómi) 4 egg vanillu- eða kar- dimommu- dropar mjólk eftir þörfum Þurrefnum er bland- að saman og sett á hreina borðplötu. Þar er mótuð nokkus konar skál úr hveitinu þar sem eggin eru sett í. Helga hrærir þetta saman smám saman með skeið og bætir út í smjörlíki/rjóma og mjólk þang- að til úr er orðið gott deig. Það hnoðar hún og fletur út. Deigið er skorið í renn- inga og síðan í tígla með sérstöku kleinu- járni. Gert er gat í miðjunni á tíglinum og annar endinn dreginn í gegnum það til að mynda kleinu. Feitin er hituð í potti þangað til fer að rjúka úr henni (marg- ir geyma síðan hluta af feitinni til að nota síðar). Þá er prófað að setja eina kleinu út í. Ef feitan ólgar mikið er hún nógu heit. Klein- urnar þurfa að eins að vera í stutta stund í feitinni eða þangað til þær eru brúnar á báðum hliðum. Kleinurnar eru veiddar upp úr með fiskspaða svo feitan leki vel af og settar í form. Helga setur ávallt dagblöð í formið því þau draga í sig feitina. KLASSÍSKAR KLEINUR HELGU Fremur lítil uppskrift B Hollt og fljótlegt[ ]Gríms Nýtt Kveðja Grímur kokkur www.grimurkokkur.is Smáfiskibollur með sveppa, hvítlauks og Chilli fyllingu Grímur kokkur mælir með sem meðlæti: Hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði. Bollurnar eru einnig góðar sem pinnamatur og þá með t.d. Sweet Chilli sósu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.