Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 6. febrúar 2010 3 Verslunin Ísfólkið-ísbúðin okkar í Spönginni í Grafarvogi hefur verið opin í nokkra daga en um helgina verða opnunartilboð og annað húll- umhæ. Hjónin Jósep Grímsson og Regína Ómarsdóttir eru eigendur búðarinnar en þetta er frumraun þeirra í ísbúðarrekstri. „Við vild- um fara varlega af stað enda hefur hvorugt okkar komið nálægt svona rekstri. Við auglýstum lítið sem ekkert áður en við tókum úr lás síð- astliðinn sunnudag en viðtökurn- ar hafa verið framar vonum. Hér í þessu átján þúsund manna hverfi hefur aldrei verið alvöru ísbúð og er ljóst að íbúar eru ánægðir með framtakið,“ segir Jósep. Jósep og Regína leggja leið sína í Spöngina á hverjum degi og höfðu lengi horft á húsnæðið þar sem ÁTVR var áður til húsa standa autt. „Þegar ég missti vinnuna í vetur sem sölu- og markaðsstjóri hjá Ofnasmiðjunni með fimm börn á heimilinu rann á okkur eitthvað brjálæði og hófust samninga- umleitanir við húseigandann.“ Búðin var standsett á 28 dögum og þó hún sé öll hin glæsilegasta segjast þau hjónin hafa reynt að stíga varlega til jarðar. „Þótt afgreiðsluborðið, sem er kolsvart með glansandi plexí-plötum, líti út fyrir að kosta milljón þá er raun- in sú að ég smíðaði það ásamt vini mínum með umtalsvert minni til- kostnaði. Þá erum við með mynd- ir á veggjunum af fjölskyldunni að borða ís og reynum að hafa umhverfið persónulegt og hlýlegt en auk íssins verður hægt að fá sér kaffi, heimabakað bakkelsi og smurbrauð á staðnum.“ Jósep og Regínu langar sérstak- lega að bjóða þingmenn velkomna í búðina um helgina til að sýna þeim að enn sé framtakshugur í fólki. „Tveir þeirra, þeir Sigmund- ur Ernir Rúnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, búa í hverfinu og ætti þeim nú að renna blóðið til skyldunnar,“ segir Jósep og hlær. Samvinnan hjá þeim hjónum hefur gengið vonum framar en það eina sem þau gátu ekki komið sér saman um var nafnið á búðinni. „Ég vildi láta hana heita Ísfólkið en Regína vildi Ísbúðin okkar og varð lendingin sú að skeyta þessu saman.“ Ísfólkið hefur eflaust tvö- falda merkingu í huga margra og þá sérstaklega þeirra sem hafa spænt í sig bækur Margit Sand- emo um hina töfrum gæddu Ísfólk- sætt. Höfuð ætarinnar, Þengill, leikur þar stórt hlutverk og þegar ljósmyndari Fréttablaðsins mætti á staðinn vildi svo til að Þeng- ill nokkur Ólafsson var einmitt á staðnum. Hann fékk að sjálfsögðu ókeypis ís. vera@frettabladid.is Fyrsta ísbúðin í Grafarvogi Um helgina verður formleg opnun á fyrstu ísbúðinni í Grafarvogi en hún hefur fengið nafnið Ísfólkið-ís- búðin okkar. Nafnið hefur eflaust tvöfalda merkingu í huga sumra og er Þengill Ólafsson einn þeirra. Regína gefur Þengli Ólafssyni að smakka Ísfólksís en hann var mættur til að kynna sér nýja staðinn. Jósep, eiginmaður og með- eigandi Regínu, náðist ekki á mynd enda önnum kafinn við að afgreiða ísþyrsta Grafarvogsbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Æskulýðsnefnd hestamanna- félagsins Fáks stendur fyrir hesta nammigerðardegi á morgun. „Við stöndum fyrir þessari uppá- komu til að skemmta hestafólki framtíðarinnar. Krökkunum finnst þetta voða mikið sport,“ segir Bergljót Rist, sem situr í æsku- lýðsnefnd Hestamannafélagsins Fáks. Nefndin stendur fyrir hestanammigerðardegi á morgun annað árið í röð. Börn sem eru skráð félagar í Fáki geta mætt í félagsheimilið og búið til bollur handa hestum. Boll- urnar eru búnar til úr hráefni sem félagið útvegar, eins og til dæmis höfrum, vatni og fleiru. Nammi- gerðarfólkið tekur svo bollurnar heim með sér og eldar þær. Félag- ið hefur einnig fest kaup á litl- um boxum sem krakkarnir geta svo skreytt, málað á þau myndir, sett á þær límmiða, glimmer, slaufur, borða og þar fram eftir götunum. „Nammið er hugsað sem verð- laun fyrir hestana,“ segir Berg- ljót. Ef þeir hafa gert eitthvað vel þá er kjörið að verðlauna þá með smá nammi endrum og eins. Boxin sem krakkarnir skreyta verða per- sónuleg og flott og geta nýst undir eitthvað annað í framtíðinni, til dæmis kamba eða eitthvað slíkt.“ Bergljót segir mikinn áhuga á hestaíþróttum hjá ungu fólki í dag. „Það er dálítið magnað að geta iðkað svona sveitasport á höfuð- borgarsvæðinu. Það er líka mjög skemmtilegt hvernig hestarnir brúa kynslóðabilin. Krakkar geta auðveldlega farið á hestbak með ömmu sinni, en þeir fá ekki ömmu með sér út í handbolta svo glatt,“ segir Bergljót Rist. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið er að finna á www.fakur. is. - kg Búa til hestanammi Berljót Rist segir margt ungt fólk hafa áhuga á hestaíþróttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skákíþróttin á auknu fylgi að fagna hjá ungu kynslóðinni og stúlkum hefur fjölgað mjög í greininni. Einstaklingskeppni Íslandsmóts stúlkna í skák verður haldin í dag í Grunnskólanum í Borgarnesi og hefst hún klukkan 13. Á mótinu keppa stúlkur á grunnskólaaldri. Íslandsmót grunnskóla- sveita í stúlknaflokki fer síðan fram á sunnu- dag í Salaskóla í Kópavogi. Mótið hefst klukkan 14. www.skessu- horn.is MÖGNUÐ ÚTSALA Allt að 70% Kjóll kr. 9.900 Kjóll kr. 14.900 Leggings kr. 3.990 Ermar kr. 3.990 Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is VIÐ HÆTTUM MEÐ SUNDFATNAÐ OG ÞVÍ ER HANN Á HÁLFVIRÐI teg. Pina Colada - BH áður kr. 6.850,- nú kr. 3.425,- buxur áður kr. 3.990,- nú kr. 1.995,- ATH. AÐ MESTU BARA STÓRAR SKÁLASTÆRÐIR. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Þriðjudaga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.