Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 80
52 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Borgarslagur Liverpool og Everton annars vegar og Chelsea og Arsenal hins vegar eru í fyrirrúmi þegar litið er yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Bæði Liverpool og Everton mega reyndar vissulega muna sinn fífil fegri þegar félögin mætast á Anfield-leikvanginum í hádeginu í dag. Liverpool er löngu búið að missa af lestinni í titilbaráttunni við Manchester United, Chelsea og Arsenal og Everton er rétt núna upp á síðkastið að rétta úr kútnum eftir vægast sagt afleita byrjun á tímabilinu. Liverpool hefur reyndar ekki tapað í síðustu sex deildarleikjum sínum en þrátt fyrir það hefur liðið ekki virkað sannfærandi og meðal annars þurft að sætta sig við jafntefli við bæði Stoke og nýliða Wolves á síðustu vikum. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó ærna ástæðu til bjartsýni fyrir heimsókn erkifjendanna því Evert- on hefur ekki unnið á Anfield- leikvanginum síðan í september árið 1999, tapað sex af síðustu tíu viðureignum félaganna þar og gert fjögur jafntefli. Knattspyrnustjórinn Rafa Ben- itez hjá Liverpool bindur vonir við að heimastrákarnir Steven Gerrard og Jamie Carragher gefi Liverpool neistann til þess að taka stigin þrjú gegn Everton. „Ég er mjög ánægður með að fyrirliðinn minn [Gerrard] sé heimamaður því hann þekkir Liverpool-borg út í gegn og veit hvað er í húfi í þessum granna- slögum. Hann og Carragher geta leitt hina leikmennina áfram í baráttunni og hjálpað okkur að ná fram sigri. Hvernig sem við förum að því þá eru stigin þrjú það sem skiptir máli,“ sagði Benitez á blaðamannafundi í gær. Barátta á Brúnni Toppliðs Chelsea bíður erfitt verk- efni á Stamford Bridge-leikvang- inum á sunnudag þegar Arsen- al mætir í heimsókn en sex stig skilja liðin að í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar. Chelsea hefur þó verið með nokkuð gott tak á grönnum sínum og hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu fimmtán viðureignum Lundúnafélaganna, gert fimm jafntefli og tapað átta. Knattspyrnustjórinn Carlo Ance lotti hjá Chelsea endurheimt- ir Ashley Cole og John Obi Mikel úr meiðslum fyrir leikinn og telur að Chelsea geti bundið enda á titilmöguleika Arsenal með sigri á sunnudag. „Ef við vinnum þennan leik verður mjög erfitt fyrir Arsenal að koma til baka. Þá yrði bilið á milli okkar og Manchester United og svo Arsenal of mikið. Við skul- um sjá til hvernig þetta verður en við þurfum að spila góðan varn- arleik og sækja hratt á þá, það er rétta leiðin til að vinna Arsenal,“ sagði Ancelotti í gær. Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal sér hlutina í öðru ljósi en kollegi sinn hjá Chel- sea án þess þó að gera lítið úr mikilvægi leiksins á sunnudag. „Úrslit leiksins gegn Chelsea hafa auðvitað mikið að segja upp á framhaldið að gera en hvernig sem fer þá tel ég að við séum enn samt sem áður í góðri stöðu. Ég er hins vegar sannfærður um að við höfum trúna, samheldnina og hungrið til þess að ná hagstæð- um úrslitum. Það hafa margar efasemdaraddir heyrst eftir tapið gegn United en við munum sýna hvað í okkur býr,“ sagði Wenger í gær. Englandsmeistarar Manchester United geta aftur á móti hirt topp- sætið í dag, tímabundið í það minnsta, með sigri gegn botn- liði Portsmouth á Old Trafford- leikvanginum en Hermann Hreiðarsson getur ekki leikið með gestunum vegna meiðsla. omar@frettabladid.is Rosalegir borgarslagir um helgina Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hæst ber borgarslagi Liverpool og Evert- on í dag og Chelsea og Arsenal á morgun. Meistararnir í Manchester United mæta botnliði Portsmouth. ALLT UNDIR Lundúnafélögin Chelsea og Arsenal mætast í mikilvægum toppbaráttu- slag á Stamford Bridge-leikvanginum á morgun. Chelsea hefur haft tak á Arsenal undanfarið en gestirnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda sér í titilbaráttunni. NORDIC PHOTOS/AFP LEIKIR HELGARINNAR: Laugardagur: Liverpool-Everton kl. 12.45 Bolton-Fulham 15.00 Burnley-West Ham 15.00 Hull-Manchester City 15.00 Manchester Utd-Portsmouth 15.00 Stoke-Blackburn 15.00 Tottenham-Aston Villa 17.30 Sunnudagur: Birmingham-Wolves 13.30 Chelsea-Arsenal 16.00 FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen mun líklega fá að spreyta sig í sínum fyrsta leik með aðalliði Tottenham síðan hann gekk í raðir félagsins á láni frá Mónakó á dögunum. Tottenham mætir Aston Villa á White Hart Lane-leikvanginum í dag í gríðarlega mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni en liðin eru í harðri baráttu um fjórða sætið í deildinni sem gefur þátt- tökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Eiður Smári byrj- ar leikinn að öllum líkum á vara- mannabekknum þar sem fram- herjarnir Jermain Defoe og Peter Crouch hafa verið að spila vel saman undanfarið. Eiður Smári lék með varaliði Tottenham á þriðjudag og skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri gegn Dagenham &Red- bridge. - óþ Eiður Smári Guðjohnsen: Byrjar líklega á bekknum í dag KLÁR Í SLAGINN Eiður Smári Guðjohn- sen er í leikmannahópi Tottenham sem mætir Aston Villa í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hápunktur innanhússtímabilsins í frjáls- um íþróttum á Íslandi verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í Frjálsíþrótta- höllinni í Laugardal. Keppni fer fram milli klukkan 12.30 og 18.00 í dag og á milli 11 og 16.00 á morgun. Frjálsíþróttadeild Ármanns sér um framkvæmd mótsins í ár í samstarfi við FRÍ. Það eru um 170 keppend- ur skráðir til leiks á mótið og eru þeir frá þrettán félögum. Besta frjálsíþróttafólk landsins mun taka þátt í mótinu og menn bíða spenntir eftir nokkrum einvígum. Vinkonurnar Ásdís Hjálmsdótt- ir og Helga Margrét Þorsteins- dóttir úr Ármanni munu berj- ast um sigur í kúluvarpi kvenna. Helga Margrét hafði betur í ein- vígi þeirra á Reykjavíkurleikun- um 16. janúar en Ásdís svaraði með því að vinna á Stórmóti ÍR 23. janúar. Ásdís á titil að verja frá því á MÍ fyrir ári en Helga Margrét var þá ekki með vegna meiðsla. Keppni Ásdísar og Helgu hefst klukkan 13.00 í dag. Í kúluvarpi karla keppa meðal annars félagarnir úr FH, Óðinn Björn Þorsteinsson og Bergur Ingi Pétursson, en þetta er fyrsta stórmótið sem þeir taka þátt í á árinu. Óðinn kastaði 1,4 metr- um lengra en Bergur á MÍ fyrir ári og tryggði sér gullið. Keppni Bergs og Óðins hefst klukkan 14.20 í dag. Þá má ekki gleyma þeim Þor- steini Ingvarssyni úr HSÞ og Kristni Torfasyni úr FH sem mætast í langstökkinu. Þeir hafa báðir stokkið vel yfir 7 metrana á árinu en Kristinn vann í fyrra með því að stökkva 7,20 metra. Keppni í langstökki karla hefst klukkan 14.10 á morgun. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort gulldrottning MÍ 15 til 22 ára um síðustu helgi, Stef- anía Valdimarsdóttir úr Breiða- bliki, geti bætt við einhverjum gullum um helgina en hún reyn- ir sig þá á móti reynsluboltum eins og Hafdísi Sigurðardóttur úr HSÞ. - óój Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum um helgina: Það verður fullt af flottum einvígum KEPPA UM GULLIÐ Ármenningarnir Ásdís Hjálmarsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir með þjálfara sínum Stefáni Jóhannssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Styrkir úr Forvarnasjóði 2010 Lýðheilsustöð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnasjóði Tilgangur sjóðsins er að stuðla að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna og eru styrkir veittir til verkefna eða afmarkaðra rannsókna. Skilyrði fyrir rannsóknastyrkjum til gagnaöflunar er að Lýðheilsustöð hafi aðgang að ópersónugreinanlegum frumgögnum og nauðsynlegum stoðupplýsingum ári eftir að gagnasöfnun lýkur. Í samvinnu við styrkþega getur Lýðheilsustöð einnig veitt þriðja aðila aðgang að gögnunum. Áhersla er lögð á að verkefnin séu samstarfsverkefni og að þau tengist börnum og ungu fólki í eða utan skóla. Í ár verða umsóknir sérstaklega metnar með tilliti til stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla heilsugæsluna og lýðheilsustarf og for- varnir á þeim grunni. Þá er mikilvægt að um sé að ræða stærri, umfangsmeiri og markvissari verkefni sem hægt er að fylgjast náið með hvað framkvæmd og fram- vindu varðar. Heilbrigðisráðherra úthlutar úr sjóðnum að fengnum tillögum áfengis- og vímuvarna- ráðs sem metur umsóknirnar í samstarfi við Lýðheilsustöð. Áskilinn er réttur til að senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila, óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. Einnig áskilja styrkveitendur sér rétt til að ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu hvers verkefnis. Sé sótt um styrk til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir. Mikilvægt er að í umsókninni sé gerð grein fyrir því hvernig verkefnið verður metið. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2010 og skal sótt um á eyðublöðum á vef Lýðheilsustöðvar, http://www.lydheilsustod.is/lydheilsustod/forvarnasjodur. Styrkir, sem veittir eru á árinu, skulu sóttir fyrir 31. desember 2010. Nánari upplýsingar fást í síma 5 800 900, johann@lydheilsustod.is eða á vef Lýðheilsustöðvar. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið johann@lydheilsustod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.