Fréttablaðið - 06.02.2010, Blaðsíða 34
4 matur
GULRÓTARBOLLUR MEÐ
GRASLAUK OG STEIN-
SELJU
1 kg hakkaður fiskur að eigin
vali
50 g hveiti
2 egg
2 dl súrmjólk
1 búnt söxuð steinselja
1 búnt graslaukur
4 gulrætur
2 tsk. salt
½-1 tsk. hvítur pipar
smjör eða olía til steikingar
Sláið saman egg og súrmjólk.
Blandið þurrefnunum í og hrær-
ið fiskhakkið saman við. Saxið
laukinn, steinseljuna og rífið
gulræturnar og blandið varlega
við deigið. Gott er að geyma
deigið í lokuðu íláti í um klukku-
stund áður en bollurnar eru
steiktar.
KÓKOS- OG SÍTRÓNU-
BOLLUR
1 kg hakkaður fiskur að eigin
vali
2 dl kókosmjólk
¼ bolli kókosmjöl
2 msk. mango-chutney
börkur af ½ sítrónu, rifinn
fínt
smá sítrónusafi
3 hvítlauksrif, marin eða rifin
fínt
búnt af fersku kóríander,
smátt skorið
1 rautt chili, fræhreinsað og
smátt skorið
1 tsk. salt
smjör eða olía til steikingar
Blandið vel saman kókosmjólk,
mango-chutney, hvítlauk,
kókos mjöli og sítrónuberki.
Hrærið fiskhakkið saman við
og setjið að lokum chili og
kóríander varlega saman við.
Steikið á pönnu; gott er að hafa
bollurnar eilítið flatar.
FISKIBOLLUR MEÐ FRAM-
ANDI KEIM
1 kg hakkaður fiskur að eigin
vali
50 g hveiti
4 msk. brauðrasp
½ bolli döðlur, saxaðar
3 msk. furuhnetur
1 egg
2 tsk. tabaskósósa
½ msk. arabískt krydd frá
Pottagöldrum
salt og pipar
smjör eða olía til steikingar
Blandið fiskhakki, hveiti og
eggi saman. Setjið því næst
döðlur, furuhnetur, tabaskó-
sósu og krydd saman við og
geymið deigið í kæli í um það
bil klukkustund. Mótið í bollur
og steikið.
OSTAFISKIBOLLUR FYRIR
FJÖRKÁLFA
1 kg hakkaður fiskur að eigin
vali
1 meðalstór laukur
1-2 egg
3-5 dl mjólk
3 msk. hveiti
3 msk. kartöflumjöl
sjávarsalt
svartur pipar
2 bollar af rifnum osti, Gotti
er til dæmis góður
Blandið öllu saman í skál nema
ostinum sem er hrærður síðast
varlega saman við. Geymið
deigið í um klukkutíma í kæli og
steikið svo loks. Gott er að bera
bollurnar fram með tómatsósu,
sinnepi eða chili-sósu fyrir fólk
með þroskaðri smekk.
FISKIBOLLUR Á FJÓRA VEGU
Döðlufiskibollur eru með arabískum keim. Diskurinn er úr Habitat og prjónar og dúkur úr Kokku. Kókos- og sítrónubollur. Í bollunum er kókosmjólk og kókosmjöl sem gerir þær einkar mjúkar.
Yngsta kynslóðin er mjög hrifin af
ostafiskibollunum, sérstaklega með smá
tómatsósu líka. Diskurinn er úr Habitat.
FRAMHALD AF FORSÍÐU
A
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N