Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 68

Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 68
40 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Hinn 31. janúar sl. voru liðin 60 ár frá stofnun Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Af því tilefni verða haldnir afmæl- istónleikar í dag í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Haft var samband við flesta sem starfað hafa með lúðrasveitinni á liðnum árum og þeim boðið að taka þátt í þessum tón- leikum. Viðbrögð voru góð og hafa milli 50 og 60 manns æft stíft að und- anförnu. Afrakstursins fá tónleika- gestir að njóta á þessum tónleikum. Efnisskráin er fjölbreytt og spann- ar sögu sveitarinnar. Göngulög verða áberandi, ættjarðarlög og skemmti- músík verða leikin í bland. Stjórn- endur á tónleikunum eru þeir Stef- án Ómar Jakobsson og Hans Ploder. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og það er ókeypis aðgangur. Afmælisblástur SEXTUGSAFMÆLI Hér er mynd af æfingu á 6. áratugnum. Albert Klahn stjórnar af röggsemi. Enn heldur fjörleg myndlistar- starfssemin áfram í Havaríi í Austurstrætinu. Í dag opnar sýn- ing sex ungra kyndilbera íslensku myndlistarsenunnar. Sexmenningarnir eiga það nær allir sameiginlegt að hafa látið til sín taka á öðrum sviðum listar- innar. Það er eiginlega bara Davíð Örn Halldórsson, sem hefur ein- beitt sér að myndlistinni. Hans stóru litríku málverk hafa slegið í gegn að undanförnu. Nú má einn- ig sjá verk eftir hann á sýning- unni Ljóslitlífun í Hafnarhúsinu. Þetta er í annað sinn sem hann sýnir í Havaríi. Elín Hansdóttir er sístækk- andi nafn í hinum alþjóðlega listaheimi. Innsetningar henn- ar vekja athygli hvert sem þær fara. Eflaust kannast margir við við Elínu úr kvikmynd Dags Kára Sigurðssonar; Nóa albínóa, en þar lék hún sjoppustelpuna Írisi. Kvikmyndatengsl má einnig finna í Bjarna Massa. Hann er einn af meðlimum kvikmynda- grúppunnar Lortur. Massinn er þekktur fyrir ást sína á lands- byggðinni og nú er það Flateyri sem kallar. Fannst Massanum viðeigandi að henda upp nokkrum verkum til að minna á sig áður en hann lætur sig hverfa vest- ur í nokkra mánuði. Pétur Már Gunnarson er einn af heilunum á bakvið DVD tímaritið Rafskinnu. Hann sýnir skúlptúra og mynd- ir. Þá eru það poppararnir. Egill Sæbjörnsson átti stórleik á síð- asta ári. Gaf út plötu og hélt stóra einkasýningu í Listasafni Reykja- víkur. Þá kom út bók um verkin hans og RÚV sýndi heimildar- mynd um hann í desember. Hann sýnir fótósjoppaðar ljósmyndir af sjálfum sér á baðströndum. Örvar Þóreyjarson Smárason er öllu þekktari fyrir framlag sitt til íslenskrar dægurtónlistar, enda í múm og FM Belfast. Teikning- ar eftir Örvar hafa birst í bókum, á plötuumslgöum og á sýningum víða um heim. Og nú sýnir hann í Havaríi. - drg Sex á Havaríi Í HAVARÍ Verk eftir Elínu Hansdóttur. Tvær sýningaropnanir verða í Listasafni ASÍ kl. 15 í dag. Önnur þeirra er sýning Guðrúnar Gunn- arsdóttur, sem horfir á fífla frá ýmsum sjónarhornum. „Ég er að vinna út frá fíflum og þessu orðatiltæki að muna sinn fífil fegri,“ segir Guðrún. „Öll hugmyndafræðin í sýningunni er út frá þeirri setningu. Ég er að hugsa um íslensku þjóðina. Það er táknmál í þessu. Það er engin til- viljun að fífill verður stundum að fífli. Ég er samt ekki að vinna út frá neinni pólitík.“ Guðrún vinnur með ýmis efni; plast, vír, útsaum og klippir út úr landakortum. Henni finnst fífilinn vera vanmetinn. „Hann er fyrsta sumarblómið sem stingur upp koll- inum og við gerum varla annað en að tæta hann upp. Og þjóðin má svo sannarlega muna sinn fífil fegri. En fíflarnir koma samt allt- af stoltir upp á hverju vori sama hvað gengur á og þannig sé ég fyrir mér að þjóðin muni rísa upp. Það getur nú ekki annað verið.“ Hin sýningin sem opnar í Lista- safni ASÍ er sýning Guðmundar Ingólfssonar. en hann sýnir ljós- myndaröð af rýmum. Þá sýningu kallar hann Heimild um horfinn tíma. - drg Fíflarnir koma upp ÖLL Í FÍFLUNUM Guðrún Gunnarsdóttir. MYND/GUÐMUNDUR INGÓLFSSON > Ekki missa af Curver Thoroddsen listamaður fjallar um eigin verk í hádegis- fyrirlestri Opna Listaháskólans í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugar- nesvegi 91, stofu 024, nú á mánudaginn 8. febrúar kl. 12.30. Á undan fyrirlestrinum framkvæmir Curver hálftíma langan nektargjörning (sem hefst þá klukkan 12.00). > Í kvöld kl. 22 Höfundaforlagið Nýhil stendur fyrir opnum hljóðnema (open mic), ljóða- kvöldi, á barnum Bakkus sem stendur við Tryggvagötuna þar sem Gaukur á Stöng með sitt bjórlíki var áður til húsa. Vonandi verður þó ekkert ljóðlíki í boði. Þetta er fjórða ljóðakvöldið í röðinni og vandræðalegheita-stemningin hefur ítrekað vikið fyrir sannri raust ófor- skammaðra ljóðmælenda. Hljóðneminn er öllum opinn og enginn er aðgangs- eyririnn. Ársfundur Hins íslenska biblíufélags 7. febrúar kl. 12:30 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju Dagskrá 1. Ársreikningur 2009 2. Skýrsla stjórnar og stefnulýsing 3. Tillögur að lagabreytingum 4. Kjör í stjórn 5. Önnur mál MÁLÞINGIÐ VERÐUR SENT BEINT ÚT Á NETINU HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SENDIR Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni „Hugsaðu áður en þú sendir”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir opnu málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30. Á málþinginu verður m.a. fjallað um netið og: fólks fræðsluefnis um jákvæða og örugga netnotkun Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT (www.saft.is)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.