Fréttablaðið - 09.02.2010, Side 2
2 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Líf, verður borgin þá lífvæn-
leg?
„Ja, vonandi gengur hún í endurnýj-
un lífdaga.“
Líf Magneudóttir hreppti þriðja sætið
í forvali Vinstri grænna í Reykjavík um
helgina.
DÚBAÍ, AP Ferðamenn í Dúbaí hafa
orðið fyrir vonbrigðum þegar
þeir hyggjast heimsækja hæstu
byggingu heims, sem opnuð var
með pomp og pragt fyrir rúmum
mánuði.
Útsýnispallurinn hefur verið
lokaður síðan á sunnudag og
sömu sögu er að segja um lyft-
urnar sem flytja fólk þangað upp.
Skýringin er sögð vera sú að
rafmagnsbúnaði sé ábótavant,
en skortur á upplýsingum hefur
vakið vangaveltur um hvort fleiri
vistarverur stórhýsisins, sem enn
stendur að mestu tómt, kunni að
vera lokaðar. - gb
Vandræðagangur í Dúbaí:
Hæsta bygging
heims lokuð
AÐ MESTU TÓM BYGGING Stórhýsið í
Dúbaí er ekki opið ferðamönnum.
NORDICPHOTOS/AFP
FJÁRMÁL Árni Páll Árnason félags-
málaráðherra hyggst beita sér
fyrir lagasetningu sem kemur
böndum á starfsemi fyrirtækja
sem veita smálán. Hann segir lán-
veitingar til ungmenna með mörg
þúsund prósenta vöxtum siðlausa
sjóræningjastarfsemi. Frá þessu
var sagt í kvöldfréttum Stöðvar
2 í gær.
Árni Páll segir að því miður
séu smálánin á okurvöxtum, sem
fyrirtæki eins og Kredia hafa
verið að veita, lögleg atvinnustarf-
semi en það sé hins vegar mikil-
vægur prófsteinn fyrir samfélag
Íslendinga að taka fast á henni og
koma böndum yfir hana. Ráðherr-
ann hyggst beita sér fyrir laga-
setningu í þá veru. - þþ
Árni Páll Árnason:
Smálán siðlaus
okurstarfsemi
ÁRNI PÁLL ÁRNASON Hyggst beita sér
gegn smálánastarfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
EVRÓPUMÁL Stofnfundur nýrra
samtaka Evrópusinnaðra sjálf-
stæðismanna verður haldinn í
Þjóðmenningarhúsinu á föstudag.
Samtökin bera nafnið Sjálfstæðir
Evrópumenn.
Á meðal þeirra sem unnið hafa
að stofnun samtakanna er Bene-
dikt Jóhannesson ritstjóri. Hann
segir að nokkrir tugir manna hafi
komið að undirbúningsvinnunni.
Meðal þeirra eru Jónas Haralz
hagfræðingur, Þorsteinn Páls-
son, fyrrverandi forsætisráð-
herra, og Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir alþingismaður.
Benedikt segir að markmiðið
með stofnun samtakanna sé
að vekja upp jákvæða Evrópu -
umræðu innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Benedikt telur ekki tímabært
að upplýsa hvort fleiri sitjandi
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
en Ragnheiður standi að baki
samtökunum eða hvort vara-
formaðurinn, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, sé þar á meðal.
„Hún veit hins vegar af þessu“,
segir Benedikt. - shá
Hópur sjálfstæðismanna stofnar samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn:
Stofna samtök Evrópusinna
BENEDIKT
JÓHANNESSON
ÞORSTEINN
PÁLSSON
JÓNAS
HARALZ
RAGNHEIÐUR
RÍKHARÐSDÓTTIR
HEILBRIGÐISMÁL „Auðvitað eru það vonbrigði að
þeir skuli ekki finna aðrar leiðir til að fást við
sinn niðurskurð,“ segir Hermann Jón Tómasson,
bæjarstjóri á Akureyri, um þá ákvörðun SÁÁ að
loka göngudeild samtakanna á Akureyri í vor.
Hermann segir að SÁÁ sé vissulega að skera
niður á fleiri stöðum en lokun göngudeildarinnar
bitni harkalega á fólki á Akureyri. „Fyrst og
fremst er þetta vont út af þeim íbúum sem hafa
fengið þessa þjónustu að hún skuli ekki vera í
boði lengur. Ég vona að menn leiti allra leiða til að
koma í veg fyrir að þetta þyrfti að verða,“ segir
bæjarstjórinn.
Að sögn Hermanns hefur Akureyrarbær styrkt
starfsemi SÁÁ meðal annars með fjárframlögum.
Nú eigi að spara fimmtán milljónir króna með
lokun göngudeildarinnar. „Við munum að sjálf-
sögðu ræða við SÁÁ en það er samt alveg ljóst
að við getum ekki annast þetta verkefni fyrir þá.
Þetta er miklu stærri biti en svo að við getum
nokkurn tíma tekið við þessu,“ segir Hermann.
Bæjarstjórinn sér fyrir aukið álag á félagsþjón-
ustu bæjarins eftir lokunina hjá SÁÁ. „Þeir sem
fá aðstoð í gegnum viðtöl hjá SÁÁ munu væntan-
lega leita eftir sambærilegum stuðningi hjá
félagsþjónustunni,“ bendir hann á. - gar
Bæjarstjóri Akureyrar segir bæinn ekki geta hindrað að SÁÁ loki göngudeild:
SÁÁ er of stór biti fyrir okkur
HERMANN JÓN TÓMASSON Bæjarstjórinn á Akureyri sér fyrir
sér aukna aðsókn að félagsþjónustu bæjarins eftir lokun
göngudeildar SÁÁ. MYND/KK
BANDARÍKIN, AP Læknirinn Con-
rad Murray var í gær ákærð-
ur fyrir manndráp af gáleysi
vegna andláts poppstjörnunnar
Michaels Jackson.
Hann er sagður hafa sýnt
gáleysi þegar hann gaf söngv-
aranum svæfingarlyf í æð
að kvöldi 24. júní til þess að
tryggja honum nætursvefn,
eins og hann hafði reyndar gert
oft áður. Morguninn eftir tókst
Murray ekki að vekja Jackson.
Lögmenn Murrays segja hann
lýsa yfir sakleysi sínu og þeir
ætli að halda uppi harðri mál-
svörn fyrir hann. - gb
Læknirinn Conrad Murray:
Ákærður vegna
dauða Jacksons
Herforingi ákærður
Kanadíski ofurstinn Russell Williams,
sem er yfirmaður flotaherstöðvarinnar
í Trenton í Ontario, var handtekinn
á sunnudag og hefur verið ákærður
fyrir að myrða tvær konur og nauðga
tveimur öðrum.
KANADA
Lík í lendingarbúnaði
Lík fannst í lendingarbúnaði banda-
rískrar farþegaþotu eftir að hún lenti í
Tókíó í Japan. Vélin kom frá New York,
en ekki hafði tekist að bera kennsl á
líkið í gær.
JAPAN
Stríðsglæpaákæru vísað frá
Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag
vísuðu á bug ákærum á hendur Bahar
Idriss Abu Garda, uppreisnarmanni í
Darfúrhéraði í Súdan, sem hafði verið
sakaður um að hafa skipulagt og tekið
þátt í árás sem varð tólf alþjóðlegum
friðargæsluliðum að bana árið 2007.
HOLLAND
STJÓRNMÁL Stuðningsmenn fram-
bjóðenda í forvali VG fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar, meðal ann-
ars Sóleyjar Tómasdóttur, buðust
„ítrekað og sístematískt“ til að
koma með kjörseðla heim til kjós-
enda og skila þeim svo fyrir þá í
forvali VG, sem lauk á laugardag.
Formaður kjörstjórnar sagði hins
vegar við son Þorleifs Gunnlaugs-
sonar, nokkru fyrir kosningarnar,
að slíkt væri óleyfilegt.
Svo segir Þorleifur Gunnlaugs-
son borgarfulltrúi, sem kærði
þessa aðferð til kjörstjórnar VG
í Reykjavík á kjördag og ítrekaði
síðast í gær. Þorleifur vill að utan-
kjörfundaratkvæði verði dæmd
ógild og upplýst um hver raunveru-
legur atkvæðafjöldi var.
Þorleifur bendir á að það hefði
getað haft áhrif á kosninguna ef
hann hefði beitt sömu meðulum,
en einn stuðningsmaður frambjóð-
anda í forvalinu hafi boðist til að
fylla út seðil fyrir mann í Svíþjóð,
og koma til skila.
Kjörstjórn svaraði Þorleifi í gær
og segir að ekkert bendi til þess að
reglur póstatkvæðagreiðslu hafi
verið brotnar. Hún hafnar kröfum
hans. Formaður kjörstjórnar, Stef-
án Pálsson, segir að það sé vissu-
lega óleyfilegt að fylla út atkvæði
fyrir aðra, en engin dæmi séu um
að slíkt hafi verið gert. Hann við-
urkennir að hafa sagt í hugsun-
arleysi að óleyfilegt væri að fara
heim til kjósenda og skila atkvæða-
seðlinum fyrir þá.
„Ég verð þá að biðjast innilegr-
ar afsökunar á því ef ég hef vald-
ið einhverjum misskilningi,“ segir
Stefán. Þetta hafi verið netspjall
að nóttu til og hann hafi ekki talið
sig vera að svara formlegu erindi
sem formaður kjörstjórnar: „Þetta
er ekki brot. Reglurnar eru mjög
opnar, það er vandinn.“
Í kæru Þorleifs býðst hann til að
nafngreina brotlegan stuðnings-
mann Sóleyjar. Einnig talar hann
um kennara við Háskóla Íslands,
sem hafi farið heim til nemanda
með atkvæðaseðil. Blaðið hefur
fengið staðfest að umræddur kenn-
ari er Silja Bára Ómars-
dóttir, en hún vildi
ekki tjá sig um
málið í gær,
eða um hvort
þetta samrým-
ist reglum
Háskólans.
Spurður
hvort kjör-
stjórnin hafi
rannsakað meint
brot, segir Stef-
án að farið hafi
verið yfir
öll utan-
kjörfund-
arblöð og
undir-
skriftir.
En útilokað sé að leita af sér allan
grun. Ekki hafi verið haft sam-
band við meintan brotlegan stuðn-
ingsmann, en Stefán hafi upplýs-
ingar um að viðkomandi gangist
ekki við brotinu.
Þorleifur Gunnlaugsson segir
það skaðlegt fyrir flokkinn, ef litið
er framhjá kosningasvindli. Málið
snúist um heiðarleika í stjórnmál-
um. Hann íhugar nú næstu skref
sín í málinu. klemens@frettabladid.is
Telur litið framhjá
kosningasvindli
Stuðningsmenn Sóleyjar Tómasdóttur beittu aðferðum í forvali VG sem öðrum
frambjóðanda var sagt að væru óleyfilegar. Formaður kjörstjórnar biðst afsök-
unar á því. Þorleifur Gunnlaugsson segir þetta vera kosningasvindl.
FRAMBJÓÐENDUR OG FORMAÐUR KJÖRSTJÓRNAR
Hart var barist í forvali VG í Reykjavík á laugardaginn.
Sóley Tómasdóttir náði fyrsta sætinu af Þorleifi
Gunnlaugssyni. Það munaði um 40 atkvæðum.
Stefán Pálsson er formaður kjörstjórnar.
SPURNING DAGSINS