Fréttablaðið - 09.02.2010, Page 20
9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR4
„Ég mun keppa í svigi og stór-
svigi í flokki sitjandi en í honum
keppa bæði konur og karlar á sér-
hönnuðum skíðasleða, svokölluð-
um mono-skíðum,“ segir Erna
sem fæddist með klofinn hrygg.
„Keppendur sitja þá í stól og eru
á einu skíði en eru einnig með
skíðastafi sem eru með litlum
skíðum undir.“
Erna, sem er 22 ára, kynntist
skíðaíþróttinni fyrst þegar leið-
beinendur frá Challenge Aspen
voru með námskeið í Hlíðar-
fjalli árið 2000 en það var í sam-
starfi við Íþróttasamband fatl-
aðra og Vetraríþróttamiðstöð
Íslands. „Ég hef alla tíð stund-
að skíðaíþróttina með góðum
stuðningi frá foreldrum mínum
en pabbi minn lærði á skíði sam-
hliða og studdi mig við æfingar á
Egilsstöðum.“
Hvaða árangri gerirðu þér
vonir um að ná á vetrarólympíu-
leikunum í Vancouver sem hefjast
12. mars? „Það er erfitt að segja,“
segir Erna. „Eigum við ekki að
segja að það sé mikilvægast
að taka þátt. Ég er fyrsti kepp-
andinn sem tekur þátt í vetrar-
ólympíuleikum fatlaðra fyrir
hönd Íslands og að sjálfsögðu
ætla ég að gera mitt besta og vera
landi og þjóð til sóma. Þetta er
búið að vera mikið ævintýri. Hér
í Winter Park eru keppendur frá
ýmsum löndum og æfingar verið
langar og strangar. Nú er ég í 18.
sæti heimslistans í svigi og stór-
svigi og auðvitað vil ég gera betur
á vetrarólympíuleikunum.“
Erna segir að það sé Íþrótta-
samband fatlaðra sem sendi hana
á leikana en það og Vetraríþrótta-
miðstöð Íslands hafa haft mikið
og gott samstarf sín á milli og
við Challenge Aspen í Colorado
og NDCD á Winter Park í Color-
ado. „Þetta samstarf hefur meðal
annars gert mér kleift að stunda
æfingar erlendis.“
Telurðu að þátttaka þín muni
hvetja aðra með skerðingu til
þess að stunda skíðaíþróttina?
Það er ósk mín að það muni hvetja
þá til þess. Skíðaíþróttin hefur
veitt mér rosalega mikið frelsi
og er frábær afþreying. Ég hélt
að ég gæti þetta aldrei. Nú tel ég
að það sé bara örlítil trú á sjálf-
an sig, traust og geta sem þurfi
til. Næsta námskeið sem nokkrir
af ofangreindum samstarfsaðil-
um ætla að halda verður í Hlíðar-
fjalli 12. til 14. febrúar næstkom-
andi. Ég hvet alla eindregið til að
prófa,“ segir Ólympíufarinn Erna
Friðriksdóttir. unnur@frettabladid.is
Skíðaíþróttin veitti
ólympíufaranum frelsi
Erna Friðriksdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra en hún keppir í
alpagreinum og hefur æft stíft undanfarna mánuði í Winter Park í Colorado-ríki í Bandaríkjunum.
Erna í nýja keppnisgallanum við æfingar í Winter Park í Colorado. MYND/ÚR EINKASAFNI
Erna tekur þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra í Vancouver.
Can-Am Outlander
400HO EFI
1.684.000 kr.
Can-Am Outlander
650 MAX XT
2.690.000 kr.
Can-Am Outlander
800R MAX LTD
3.290.000 kr.
Can-Am Outlander
400 Max XT
1.990.000 kr.
REYKJAVÍK
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500
Íslenskar að
stæður krefj
ast krafts, en
dingar
og liðleika. C
an-Am fjórhj
ólin hafa ein
na
kraftmestu v
élarnar í hve
rjum stærða
rflokki,
eru hönn
uð fyrir erfið
ar aðstæður
og gerð
til að látið
sé reyna á þ
au.
Komdu í Elli
ngsen og
f
inndu krafti
nn í Can-Am