Fréttablaðið - 09.02.2010, Side 22
9. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● börn
Í eitt og hálft ár, eða frá því
að sonur Þóru Sigurðardóttur
rithöfundar var nokkurra
vikna, hefur Þóra verið að
hamra saman bók sem kemur
út hjá Sölku í vor. Vinnuheitið
er Foreldrahandbókin og er
heljarmikið verk sem fjöldi
manns kemur að.
„Bókin fjallar um flest allt
sem viðkemur lífi barns og for-
eldra fyrsta árið í máli og mynd-
um. Hugmyndin kviknaði þegar
ég var sjálf nýbúin að eignast
frumburðinn og áttaði mig á því
að í rauninni vissi ég óskaplega
lítið hvað ég var að gera. Mis-
vísandi skilaboð juku ekki á ör-
yggiskennd mína og ég upplifði
mig sem hálfmisheppnaða. En ég
spurði þá sem mér stóðu næst og
brátt áttaði ég mig á þeim fjár-
sjóði sem falinn er meðal for-
eldra allt í kringum okkur,“ segir
Þóra.
Fljótlega fór Þóra því að
punkta hjá sér. „Gömul húsráð og
ýmislegt sem foreldrar hafa lært
af reynslunni rak á fjörur mínar
og það var í rauninni kveikjan að
bókinni. Síðan vatt verkefnið upp
á sig eftir því sem barnið óx og
dafnaði. Ég fékk til liðs við mig
fjöldann allan af sérfræðingum
sem miðla úr sínum viskubrunn-
um varðandi ótrúlegustu hluti
auk þess sem ég sendi út könn-
un á yfir hundrað mæður. Mark-
miðið með því var að fá áhuga-
verða tölfræði og skemmtileg
ummæli og kannski ekki síst til
að varpa ljósi á þá staðreynd að
engar tvær mæður upplifa þetta
hlutverk nákvæmlega eins.“
Þóra segir að það hafi einmitt
verið það sem kom henni hvað
mest á óvart við vinnslu bókar-
innar hvað fólk upplifir foreldra-
hlutverkið á mismunandi hátt.
„Það sem sumum þykir smámál
vex öðrum í augum og þar fram
eftir götunum. Annars reyndi ég
að nálgast efnið á hreinskilinn
og hispurslausan hátt því það fór
mikið í taugarnar á mér sjálfri
á sínum tíma hvað foreldrahlut-
verkið var oft fegrað úr hófi
fram.“
Sjálf segist Þóra hafa vitað
lítið þegar á hólminn var komið
og hún eignaðist son sinn. „Ég var
greinilega ekki náttúrutalent á
því sviði, þrátt fyrir framúrskar-
andi barnapíuhæfileika. Þannig
er ég sérstaklega lagin við að gera
byrjendamistök og þar sem for-
eldrahlutverkið er síbreytilegt er
ég ávallt að reka mig á eitthvað.
Ég kveikti til að mynda næstum
því í húsinu þegar ég ákvað að
búa sjálf til barnamaukið hans,
klúðraði fyrstu afmæliskökunni
og fyrsta flugferðin var hryll-
ingssaga til næsta bæjar. Ég er þó
mjög dugleg við að læra af reynsl-
unni og í bókinni get ég miðlað
af reynslunni og það er einmitt
markmiðið. Þetta er bókin sem
ég vildi að ég hefði átt þegar ég
varð móðir.“ - jma
Fróðleikur úr öllum áttum
Þóra Sigurðardóttir er búsett á Bahama-eyjum ásamt eiginmanni sínum, Völundi
Snæ Völundarsyni. Þar ytra er hún að leggja síðustu hönd á handbók fyrir verðandi
foreldra.
„Þetta eykur meðal annars já-
kvæða tengslamyndun á milli
foreldra og barna,“ segir Þór-
gunna Þórarinsdóttir, nuddkenn-
ari og hómópati hjá Heilsusetrinu
á Egilsgötu 30 í Reykjavík, sem
kennir foreldrum nudd sem er sér-
staklega lagað að þörfum ungbarna
á aldrinum eins til tíu mánaða.
Kennsla í ungbarnanuddi er
fjögurra vikna námskeið, þar sem
foreldrar læra að nudda barnið sitt
með olíu frá tám að hvirfli. Nudd-
ið byggist á indverskum, kínversk-
um og sænskum nuddstrokum,
sem Þórgunna segir að hafi marg-
vísleg góð áhrif. „Það örvar blóð-
rásina og súrefnisflæði, losar um
spennu, örvar meltingu og hefur
hvetjandi áhrif á vaxtarhormón í
heiladingli, þannig að fyrirburar
stækka hraðar ef þeir eru nuddað-
ir. Kannanir hafa verið gerðar sem
sýna það.“
Nuddið er sem fyrr sagði ætlað
foreldrum barna á aldrinum eins
til tíu mánaða, en Þórgunna segir
heppilegast að mæta meðan börn-
in eru tveggja til sex mánaða. „Það
fær þau til að liggja frekar kyrr,
kynnast nuddinu og fá meira út úr
því.“
Börn hafa verið Þórgunnu hug-
leikin um langt skeið. Hún er
sjúkraliði að mennt, nam í Ljós-
mæðraskóla Íslands og rak á
árum áður leikskóla sem nú kallast
Sælukot. Ungbarnanuddið hefur
hún verið viðloðandi í meira en
tvo áratugi, eða síðan árið 1989, og
hefur ekki tölu á öllum þeim for-
eldrum sem hafa mætt á námskeið.
„Eitt veit ég þó fyrir víst og það
er að notagildi ungbarnanuddsins
hefur margsannað sig,“ segir hún.
„Ummæli þeirra sem hafa sótt þau
sanna það.“
Nánari upplýsingar eru á slóð-
inni www.heilsusetur.is og í síma
552-1850 og 896-9653. - rve
Veitir öryggiskennd og vellíðan
„Það losar um spennu, örvar meltingu og súrefnisflæði,“ segir Þórgunna um nuddið,
en hér sýnir hún foreldri réttu handtökin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fyrir mæður sem þurfa einhverra
hluta vegna að gefa börnum sínum
þurrmjólkurblöndu í stað brjósta-
mjólkur er vert að hafa í huga að
hreinlæti er afar mikilvægt við
meðhöndlun pela þar sem ung-
börn eru sérstaklega viðkvæm
fyrir matarsýkingum. Matvæla-
öryggisstofnun Evrópu (EFSA)
gaf fyrir nokkrum árum út leið-
beiningar um blöndun, meðhöndl-
un og geymslu þurrmjólkur fyrir
foreldra.
Í leiðbeiningunum er meðal
annars fjallað um mikilvæga
handþvotta, hreinlæti í eldhúsi og
nauðsyn þess að öll áhöld séu hrein
fyrir notkun. Einnig er mikilvægt
að blanda mjólkurblönduna stuttu
fyrir gjöf og ekki á að blanda fyrir
meira en eina gjöf í einu. Ávallt
skal nota soðið vatn fyrir hverja
blöndu eða vatn sem búið er að
sjóða og kæla, en þá þarf það að
vera nýlegt. Eftir hverja gjöf skal
hella niður afgangsmjólk. - jma
Hreinlæti skiptir máli
Þurrmjólkurmæður geta leitað til næstu
heilsugæslustöðvar og fengið ítarlegar
leiðbeiningar um pelaþrif.
● Á FERÐ OG FLUGI Þegar ferðast er með ungbarn í flugvél er að
mörgu að huga en langar flugferðir geta tekið á taugarnar ef barnið er
óvært. Skiptitöskuna er betra að hafa við höndina með aukafötum og
bleium. Ef barnið fær hellu í eyrun má reyna að fá það til að sjúga eitt-
hvað, leggja það til dæmis á brjóst eða bjóða því pela eða snuð. Ef það
er mögulegt getur verið sniðugt að miða flugferðina við þann tíma sem
barnið er vant að leggja sig og þá er líklegra að það sofi gegnum óþæg-
indin. Ef barnið er orðið nokkurra mánaða er nauðsynlegt að hafa með
sér leikfang til að hafa ofan af fyrir því. Passa þó að það sé ekki hávær
spiladós sem truflar aðra farþega. Ef flug-
ferðin er löng er um að gera að
ganga um í
vélinni með
barnið og
minna sjálfan sig á að
ferðin tekur enda um síðir.
● LÝSI FYRIR HEILANN Mjólk-
andi mæður sem taka reglulega lýsi
og borða mikinn fisk gera börnum
sínum gott, samkvæmt rannsókn
Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, matvæla-
og næringarfræðings hjá Manneldis-
ráði. Í lýsi og fiski eru nefnilega fitu-
sýrur sem gegna mikilvægu hlutverki
í þroska ungbarna, sérstaklega í heil-
brigðri þroskun heila og taugakerfis.
Þetta er meðal annars dókósahexa-
enóiksýra (DHA) en hlutur hennar og
skyldra fitusýra er hærri í brjóstamjólk
þeirra kvenna sem taka lýsi reglulega.
Þrátt fyrir þessar niðurstöður Önnu
Sigríðar er talið að hlutur D-vítamíns í
brjóstamjólk dugi ekki til að fullnægja
þörfum ungbarna. Því eru hinar sígildu ráðleggingar til foreldra ungra
barna um gjöf AD-dropa eða lýsis í fullu gildi.
Meðgöngu- og brjóstagjafahaldarar
Í mörgum gerðum
og stærðum 32–46,
skálar A–K
Móðurást, Hamraborg 9
s. 564 1451, www.modurast.is