Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.02.2010, Qupperneq 26
 9. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● börn „Ungbörn eru miklar skynverur strax við fæðingu og eru háð for- eldrum sínum til þess að lifa af. Það má segja að fyrstu vikurn- ar fari mikill tími í aðlögun bæði hjá foreldrum og barni þar sem tengslin eru að styrkjast og eflast. Þetta er ákveðið samspil sem felur í sér að hinn fullorðni skilji merki barnsins, túlki þau rétt og bregðist við þeim á viðeigandi hátt. Þetta samspil verður til þess að barnið fær sínum andlegu og líkamlegu þörfum fullnægt,“ segir Jóna Mar- grét Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og brjóstagjafarráðgjafi hjá Þróunarstofu heilsugæslunnar. Hún segir að heili ungbarna sé mjög óþroskaður við fæðingu. „Börn fæðast með milljónir af taugafrumum í heilanum sem síðan mynda trilljónir tenginga og gerast þær við jákvæð sam- skipti, eins og snertingu, bros og tal. Foreldrar eiga því að snerta börnin sín mikið, tala við þau, syngja fyrir þau og láta þeim líða vel. Það hefur til dæmis sýnt sig að ungbarnanudd gerir mikið fyrir börn. Það gerir einnig hin svokall- aða kengúrumeðferð en þá er barn haft bert við húð foreldra sinna. Það hefur jákvæð áhrif á þroska barnsins og líðan.“ Ungbörn skynja fleira, jafn- vel við fæðingu. „Talið er að þau þekki rödd foreldra sinna þegar þau fæðast. Barn sem er nýfætt snýr sér frekar að foreldrum sínum heldur en ókunnugri mann- eskju þegar báðir tala. Í kringum fjögurra til sex vikna aldur eru flest börn síðan farin að brosa til þeirra sem kjá framan í þau,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og bætir við að þetta séu aðeins nokk- ur atriði af mörgum sem hægt er að ræða í tengslum við skynjun og þroska ungbarna og barna fyrstu árin. - uhj Þekkkja rödd foreldra sinna Jóna segir mikilvægt að foreldrar skilji merki barnsins, túlki þau rétt og bregðist við á viðeigandi hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafar- sérfræðingur, segir snuð geta verið gott hjálpartæki fyrir for- eldra. Snuð uppfylli þó enga þörf hjá ungbörnum. Skiptar skoðanir eru á því hvort snuðnotkun barna sé til góðs. Sumir vilja meina að hún sé tilbú- in þörf. Samkvæmt sumum heim- ildum er sog nauðsynlegt nýburum og mikilvægt sálarþroska þeirra. Þegar börn eldast og eru farin að borða meira af fastri fæðu hverf- ur líkamlega þörfin fyrir sogið en sálræna þörfin getur varað leng- ur. Þar sem á þessu eru misjafnar skoðanir er góð regla að foreldr- ar fylgi sinni eigin sannfæringu í þessum efnum, því börn eru ólík- ir einstaklingar með mismunandi þarfir. Katrín Edda Magnúsdóttir, ljós- móðir og brjóstagjafarsérfræð- ingur, mælir með því að foreldr- ar bíði með að gefa barni snuð þar til það er farið að sjúga brjóstið vel. „Börn sjúga snuð öðruvísi en þau sjúga brjóst og þegar þau eru svona ung þá eiga þau erfitt með að skipta á milli þessara sogaðferða. Það er oft talað um að forledrar eigi að bíða með snuð þar til barn- ið er orðið þriggja vikna því þá er líklegra að þau geti skipt á milli þessara ólíku sogaðferða. Snuð getur þó verið gott hjálpartæki fyrir foreldra þegar börn eru óró- leg og eru þau oft gefin til að róa börnin á óheppilegum tímum, eins og þegar verið er að fara á milli staða,“ útskýrir Katrín Edda. Aðspurð segir hún snuðin í raun ekki uppfylla neina þörf hjá ungbörnum heldur séu þau notuð til að teygja tímann fram að næstu gjöf. „Ef barn vill sjúga þá vantar það næringu. Barn er ekki tilbúið til að sjúga ekki neitt í lengri tíma. Í rauninni er best að foreldrar meti hvert tilfelli fyrir sig því það er mjög einstaklings- bundið hvernig börn eru. Sum eru afskaplega róleg og þurfa einfaldlega ekki á snuði að halda á meðan önnur eru órólegri og kvarta mikið.“ Katrín Edda segir það ekki skipta miklu máli hvernig snuðið er í laginu eða úr hverju þau eru. Hún tekur þó fram að á seinni árum hafi ljósmæður varað við snuðum búnum til úr latexi. „Það er aukið latexofnæmi á meðal barna í heiminum og því hefur verið varað við snuðum úr latexi.“ - sm Gott hjálpartæki en uppfyllir enga þörf Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafarsérfræðingur, mælir með að foreldrar bíði með að gefa ungbörnum snuð þar til þau verða þriggja vikna gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● HLÝTT Í VETUR Janusbúðin á Laugavegi selur þægilegar og fallegar ungbarnaflíkur bæði úr bómull og ull. Ullarflíkurnar eru úr sér- stakri blöndu af ull og silki og eru því góðar fyrir viðkvæma húð ung- barna. Ungbarnalínan Tipsy hefur verið framleidd frá árinu 1970 og í línunni er að finna samfest- inga, húfur, samfellur, sokkabuxur og sokka í ýmsum litum sem henta íslenskri veðráttu. ● MIKILVÆGT AÐ SKORÐA SÆNGINA Íslensk- ar mæður, búsettar erlendis, hafa margar hverjar rekið sig á það að ljósmæður banna þeim að nota sængur fyrstu vikurnar í lífi ung- barna af ótta við að barnið dragi sængina upp fyrir haus. Hér á landi er rík hefð fyrir sængnotkun hjá börnum og ungbarnadauði lítill þannig að slíkt hefur aldrei komið til tals hérlendis. Vert er þó að minna á að búa þannig um að barnið geti ekki dregið sængina yfir sig, til dæmis með því að skorða sængina til fóta, undir dýnuna. Hér á landi hefur einnig verið nokkuð vin- sælt hjá mæðrum að strengja teppi yfir vagnopið, en passa þarf að tepp- ið sé ekki þykkt, svo það lofti í gegn og barninu hitni ekki um of, en sýnt hefur verið fram á tengsl ofhitnunar og ungbarnadauða. Aðeins það besta fyrir börnin! Því lengi býr að fyrstu gerð Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið www.barnamatur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.