Fréttablaðið - 09.02.2010, Side 29

Fréttablaðið - 09.02.2010, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 9. febrúar 2010 5 FYLGISEÐILL LYFS er yfirleitt laust blað í lyfjapakkningunni. Mikilvægi þess að notendur lyfja kynni sér vel upplýsingar á seðlun- um verður aldrei ofmetið. Ef þörf er fyrir frekari upplýsingar er mikil- vægt að leita til læknis eða lyfjafræðings. Sængurkonur á Selfossi þurfa framvegis að koma með eigin föt og bleiur á fæðingardeild Heil- brigðisstofnunar Suðurlands en það er í samræmi við það sem tíðk- ast hefur á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi frá áramótum. Ákvörðunin er liður í sparnaðar- aðgerðum stofnunarinnar en að sögn Sigrúnar Kristjáns- dóttur yfirljósmóður fylgir því mikill kostnaður að endurnýja barnafatalagerinn. „Bleiukostn- aðurinn er þó ekki jafn mikill og á Landspítalanum enda tals- vert minna rennsli hjá okkur. Það safnast þó þegar saman kemur.“ Sigrún segir að breytingunni verði komið á hægt og bítandi og að ætlunin sé að koma skilaboð- um inn hjá mæðraverndinni. „Við eigum enn þá bleiu- og barnafata- lager og munum nota fötin þar til þau verða úr sér gengin. Þá eigum við alltaf taubleiur á lager svo börnin verða aldrei bleiulaus.“ Sigrún segir fólk taka breyting- unni vel. „Sængurlegan hefur styst og flestir eru hvort eð er búnir að kaupa bleiur. Þá vilja margir for- eldrar heldur klæða börn sín í eigin föt. Mörgum finnst það per- sónulegra og hefur talsvert borið á því að foreldrar hafi tekið upp á því sjálfir eftir að Landspítalinn lagði línurnar.“ vera@frettabladid.is Koma með eigin bleiur Sparnaðaraðgerðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kalla á fyrirhyggju foreldra en þeir þurfa nú að koma með eigin nýburaföt og bleiur á fæðingardeildina. Netfíkn og þunglyndi helst í hendur samkvæmt breskri rannsókn. Sterk tengsl eru á milli netfíknar og þunglyndis samkvæmt nýlegri rannsókn breskra sálfræðinga við Leeds University. Fullyrðing- in byggist á svörum 1.319 net- notenda á aldrinum 16 til 51 árs. Átján þeirra voru haldnir netfíkn og var tíðni þunglyndis fimm sinn- um meiri hjá þeim en hinum. Net- fíklarnir áttu það sameiginlegt að eyða mun meiri tíma á kynlífs-, fjárhættu- og spjallsíðum en hinn almenni notandi. „Niðurstöður okkar benda til þess að netfíkn og þunglyndi haldist í hendur. Við vitum þó ekki hvort kemur á undan. Laðast þunglyndir að netinu eða veldur netnotkunin þunglyndi? Það verð- ur okkar næsta verkefni að komast að því,“ segir dr. Norrison sem fór fyrir rannsókninni. - ve Tengsl milli netfíknar og þunglyndis Tíðni þunglyndis er fimm sinnum meiri hjá netfíklum en hjá almennum netnot- endum. Nýburar á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verða nú í eigin fötum og með bleiur sem mamma og pabbi koma með að heiman. NORDICPHOTOS/GETTY STA FGA NGA ÁHR IFAR ÍK L EIÐ TIL L ÍKAM SRÆ KTA R Stafgöngunámskeið hefjast 16. febrúar 2010 stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.