Fréttablaðið - 09.02.2010, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 9. febrúar 2010 21
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 9. febrúar 2010
➜ Tónleikar
20.00 Ingunn Hildur Hauksdóttir
píanóleikari og Gréta Guðnadóttir
fiðluleikari verða með útgáfutónleika í
Salnum við Hamraborg í Kópavogi þar
sem þær flytja verk eftir Helga Pálsson
og Beethoven.
21.00 Elíza Newman heldur útgáfu-
tónleika á Café Rósenberg við Klappar-
stíg. Á tónleikunum koma einnig fram
Pascal Pinon og Andvari.
➜ Fundir
10.30 Guðrún Helga Sigurðardótt-
ir blaða- og leiðsögumaður segir frá
ferðalagi sínu um Kákasus-löndin
Georgíu, Armeníu, Aserbaídsjan og
Nagorno-Karabakh. Fundurinn fer fram
hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins
við Fjarðargötu í Hafnarfirði,(milli Fjarð-
arins og Domino‘s). Ókeypis aðgangur
og allir velkomnir.
15.00 Félag um foreldrajafnrétti
heldur ráðstefnu á Hótel Loftleiðum við
Reykjavíkurflugvöll. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar á
www.foreldrajafnretti.is.
➜ Kvikmyndir
20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
kvikmynd Lárus Ýmis Óskarssonar
Den frusna leoparden (1986). Sýning-
in fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í
Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á
www.kvikmyndasafn.is.
➜ Uppákomur
21.00 Listvinafélagið Sultan Eld-
móður stendur fyrir dagskrá á Bakkus
bar við Tryggvagötu 22. Meðal þeirra
sem koma fram eru Friðrik Grétarsson
kvikmyndagerðarmaður, Ragnhildur
Jóhanns listakona og Maybe Next
Time. Allir velkomnir.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir
flytur erindi um
sálfræðimat brota-
þola í sakamálum.
Fyrirlesturinn fer
fram hjá Háskól-
anum á Akureyri í
Sólborg við Norð-
urslóð (L 201).
20.00 Sigurjón Baldur Hafsteins-
son flytur erindið „Þú gerir mér ekki
þá skömm! – Af fyndni Hins íslenzka
reðasafns“. Fyrirlesturinn fer fram hjá
ReykjavíkurAkademíunni í JL-húsinu við
Hringbraut.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Spennusaga Stefáns Mána, Skip-
ið, fær þrjár stjörnur í franska
dagblaðinu Telerama. Gagnrýn-
andi blaðsins, Martine Laval, fer
fögrum orðum um „Noir Océan“
og dregur þar upp líkindi við
sjálfan Wagner. Hún segir sög-
una vera af næsta biblískri
stærð og lofar höfundinn fyrir
tök hans á öfgafullum andstæð-
um góðs og ills, ástar og haturs.
Blaðið Telerama er þekkt fyrir
sparsemi í stjörnugjöfum sínum
og þykir vel af sér vikið að fá
þar þrjár stjörnur. Tvær vikur
eru síðan bókin kom út í Frakk-
landi og er hún sú fyrsta frá
Stefáni Mána sem kemur þar
út. Skipið hefur áður fengið
góða dóma bæði í Danmörku og
Þýskalandi.
Góðir dómar
í Frakklandi
STEFÁN MÁNI Spennusaga Stefáns
Mána, Skipið, fær þrjár stjörnur í franska
dagblaðinu Telerama.
Aukning á
sölu tónlistar
Þeir á Tónlist.is segja að lög-
legt niðurhal á tónlist hafi
aukist til muna á Íslandi. Þar
hefur salan aldrei verið meiri
en nú í byrjun ársins.
Salan var 120 prósentum
meiri nú í janúar en í fyrra.
Sé sala síðustu þriggja ára
skoðuð er aukningin um 250
prósent. Margar ástæður
liggja að baki aukningunni,
meðal annars sú að lögin eru
nú seld án læsingar. Um 70
prósent af seldum lögum eru
íslensk. Það er athyglisvert
því aðeins um eitt prósent af
um fjórum milljónum laga á
Tónlist.is eru íslensk.
Seint á síðasta ári kom út fyrsta
sólóplata Ingveldar Ýrar Jóns-
dóttur. Platan heitir Portrett og
hefur að geyma mjög blandaða
tónlist.
„Hugmyndin var að reyna að
gefa sem breiðustu myndina
af því sem ég hef fengist við á
mínum ferli,“ segir söngkonan.
„Þetta er sannkallaður „cross-
over“ diskur. Þarna eru bæði lög
úr óperum, söngleikjum og nýleg
dægurlög eins og „When I Think
of Angels“ eftir KK. Eitt lagið er
meira að segja alveg nýtt, „Allt-
of sárt“ eftir Þorvald Bjarna
Þorvaldsson með texta eftir Karl
Ágúst Úlfsson. Þorvaldur vann
plötuna með mér og tók hana
upp.“
Hinar mismunandi stíltegundir
kalla á mismunandi söngstíl,
óperusöng og áreynslulausari
dægurlagasöng. Um undirleik sér
Caput Sýrland session ensamble
og ræður fjölbreytnin í útsetn-
ingunum; hljóðfæraleikurinn fer
frá því að vera aðeins eitt píanó í
fullskipaða hljómsveit.
„Fram undan er að halda áfram
að syngja og kenna,“ segir Ing-
veldur. Hún fæst meðal ann-
ars við kennslu í söngskólan-
um Söngstúdíó, sem hún rekur
sjálf. „Í mars ætla ég svo að
halda útgáfutónleika sem verða
með nýstárlegu sniði. Ég ætla að
bjóða upp á leikna söngdagskrá –
tónleika með leikrænu ívafi.“
- drg
Portrett af Ingveldi
MISMUNANDI STÍLL Fyrsta sólóplata
Ingveldar Ýrar nefnist Portrett.