Fréttablaðið - 09.02.2010, Page 42
26 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabla-
Subway-bikar karla
Grindavík-ÍR 90-76 (50-41)
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 29, Ómar
Örn Sævarsson 12, Arnar Freyr Jónsson 10,
Ólafur Ólafsson 10, Darrell Flake 10, Guðlaugur
Eyjólfsson 9, Þorleifur Ólafsson 8, Björn Steinar
Brynjólfsson 3.
Stig ÍR: Nemanja Sovic 28, Michael Jefferson 20,
Kristinn Jónasson 10, Ásgeir Örn Hlöðversson 8,
Eiríkur Önundarson 5, Ólafur Þórisson 3, Steinar
Arason 2, Björgvin Jónsson 2.
Grindavík mætir Snæfelli í bikaúrslitaleiknum í
Laugardalshöllinni 20. febrúar næstkomandi.
Iceland Express karla
KR-Njarðvík 89-77 (44-50)
Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 33, Tommy John
son 22, Fannar Ólafsson 10 (12 fráköst), Pavel
Ermolinski 10 (9 fráköst, 8 stoðsendingar), Finnur
Atli Magnússon 6, Darri Hilmarsson 4, Semaj
Inge 2 (9 stoðsendingar), Jón Orri Kristjánsson 2.
Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 19, Nick
Bradford 16 (8 stoðs.), Magnús Þór Gunnarsson
16, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 8, Egill
Jónasson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4.
STAÐA EFSTU LIÐA Í DEILDINNI
KR 16 13 3 1495-1294 26
Keflavík 15 11 4 1363-1186 22
Snæfell 15 11 4 1416-1215 22
Stjarnan 15 11 4 1316-1234 22
Njarðvík 16 11 5 1406-1234 22
Grindavík 15 10 5 1415-1227 20
ÚRSLIT Í GÆR
VETRARÓLYMPÍULEIKAR Íslensku
ólympíufararnir á vetrarleikun-
um í Vancouver voru formlega
kvaddir í Kringlunni í gær um
leið og sýningin „Innganga“ á
fyrstu hæð Kringlunnar var sett
en á henni verður sýndur inn-
göngufatnaður íslenskra ólympíu-
fara fyrr og nú.
Ásgeir Sverrisson, skíðafor-
kólfur og framkvæmdastjóri
Tæknivara, hét um helgina millj-
ón á íslensku keppendurna á
vetrarólympíuleikunum takist
einhverjum þeirra að bæta besta
árangur íslensks keppenda á
vetrarólympíuleikum.
Steinunn Sæmundsdóttir
á besta árangur Íslendings á
vetrarleikunum en hún varð í 16.
sæti af 43 keppendum í svigi á
leikunum í Innsbruck árið 1976.
Eysteinn Þórðarson varð í 17.
sæti í svigi í Squaw Valley árið
1960. Nú er að sjá hvernig geng-
ur hjá þeim Stefáni Jóni Sigur-
geirssyni, Árna Þorvaldssyni,
Björgvini Björgvinssyni og Írisi
Guðmundsdóttur í Vancouver og
hvort þau geti krækt í milljónar
styrk fyrir Skíðasambandið. - óój
Keppendur Íslands á ÓL:
Milljón fyrir
metárangur
KVÖDDU Í GÆR Íris Guðmundsdóttir og
aðrir í íslenska ólympíuhópnum voru
formlega kvödd í Kringlunni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
> Logi að leika vel í Frakklandi
Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson hefur staðið
sig vel með franska C-deildarliðinu St. Etienne að
undanförnu. Logi er búinn að vinna sér fast sæti í
byrjunarliðinu með því að skora 15,2 stig og gefa 3,4
stoðsendingar að meðaltali í síðustu fimm
leikjum liðsins. Logi fékk ekki mörg
tækifæri til að byrja með eftir að hafa
meiðst á undirbúningstímabilinu en
nú er hann kominn á fulla ferð
og farinn að hjálpa sínu liði
upp stigatöfluna. Logi skoraði
18 stig og hitti úr 4 af 7 þriggja
stiga skotum í sigri á Vosges um
helgina.
KÖRFUBOLTI „Þetta var ströggl. við
spiluðum ekki vel þótt það hefðu
komið góðir kaflar,“ sagði Páll
Axel Vilbergsson eftir að Grinda-
vík vann sér inn sæti í bikarúr-
slitunum með heimasigri á ÍR.
Páll var stigahæstur Grindvík-
inga í gær með 29 stig og skor-
aði mikilvæg stig á mikilvægum
augnablikum leiksins.
„Við misstum dampinn aðeins í
lok fyrri hálfleiks. Við vorum með
hausinn í rassgatinu og þeir gerðu
leik úr þessu en á endanum var
þetta tiltölulega öruggt. Þetta var
hörkuleikur og þannig eiga bikar-
leikir að vera.“
Grindvíkingar voru taldir
sigur stranglegri fyrir leik enda á
heimavelli og eru tíu stigum fyrir
ofan Breiðhyltinga í deildinni. Þeir
fóru kröftuglega af stað og fyrstu
tíu stigin voru þeirra.
Páll Axel Vilbergsson skoraði
þriggja stiga körfu rétt fyrir lok
fyrsta leikhluta og staðan 21-13
að honum loknum. Gestirnir náðu
góðum kafla skömmu fyrir hálf-
leik og staðan var 50-41 þegar leik-
menn héldu til búningsherbergja.
ÍR-ingar héldu svo upptekn-
um hætti í þriðja leikhluta og
þegar þeir höfðu minnkað forystu
Grindvíkinga niður í fjögur stig
tók Friðrik Ragnarsson leikhlé
til að skerpa á leik sinna manna.
Hann var augljóslega ekki sátt-
ur. Staðan var 64-60 fyrir síðasta
fjórðunginn.
Grindvíkingar reyndust hins
vegar of stór biti fyrir Breiðhylt-
ingana á lokakaflanum og sigur
þeirra var aldrei í hættu í síð-
asta leikhluta, lokatölur 91-78.
Ómar Sævarsson átti góðan leik
fyrir Grindvíkinga, skoraði 12
stig og tók 23 fráköst og reyndist
sínum fyrrum samherjum erfiður.
Nemanja Sovic var stigahæstur
hjá ÍR með 28 stig.
Áfram halda hrakfarir ÍR-
inga en þeim hefur gengið mjög
illa upp á síðkastið. Annað er að
segja um Grindvíkinga sem eru á
beinu brautinni, hafa unnið sterka
sigra í deildinni og nú bíður þeirra
úrslitaleikur í bikarnum þar sem
Snæfell verður mótherjinn.
„Það verður áskorun að mæta
Snæfelli í þessum úrslitaleik. Ég sá
leik þeirra gegn Keflavík þar sem
þeir virkuðu mjög ferskir. Mér líst
vel á þetta. Við erum nokkuð bratt-
ir eftir gott gengi að undanförnu,“
sagði Páll Axel. „Við munum samt
ekki mæta í Höllina bara til að
skemmta áhorfendum, við ætlum
að vinna þetta.“
Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR,
sá marga ljósa punkta í leiknum
en liðinu hefur gengið illa að und-
anförnu. „Fyrir leikinn talaði ég
við mína menn og kom þeim í gír-
inn með því að minnast á lýsend-
urna á Rúv í leik Keflavíkur og
Snæfells. Þeir voru alveg búnir að
afskrifa þennan leik og töluðu bara
um leik KR og Njarðvíkur,“ sagði
Gunnar.
„Ég var mjög vongóður í þriðja
leikhluta. Við höfum lagað varnar-
leikinn frá síðustu leikjum rosa-
lega. Svo var slæmt að Hreggvið-
ur [Magnússon] meiddist strax á
fyrstu sekúndu og gat ekki spil-
að. En menn stóðu sig rosalega
vel. Við vissum að þetta yrði erfitt
enda erfiður völlur að heimsækja,“
sagði Gunnar.
„Það hafa verið miklar breyting-
ar hjá mínu liði, bæði í leikmanna-
og þjálfaramálum. Ég er mjög
stoltur af frammistöðu manna í
kvöld. Þeir sýndu hvernig ÍR á að
spila varnarleik.“
elvargeir@frettabladid.is
Grindavík í Höllina eftir smá basl
Grindavík vann ÍR 91-78 í undanúrslitum Subway-bikarsins í gærkvöldi og komst í bikarúrslitaleikinn í
fimmta sinn. Grindavík hafði forystu allan tímann en þurfti að vera á tánum því ÍR-ingar gáfu ekkert eftir.
21 FRÁKAST Ómar Sævarsson var sínum gömlu félögum í ÍR erfiður í undanúrslita-
leiknum í gær en hann tók alls 21 frákast í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KR-ingar með Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi unnu tólf stiga
sigur á Njarðvík, 89-77, í Iceland Express-deild karla í DHL-Höllinni
í gær. Njarðvíkingar hafa því tapað fjórum síðustu leikjum sínum
í deild og bikar. Eftir miklar sveiflur og jafna stöðu fyrir
lokaleikhlutann fóru KR-ingar illa með Njarðvíkurliðið í
lokaleikhlutanum sem þeir unnu 19-7.
Brynjar Þór skoraði 33 stig og skaut KR-liðið í gang í
báðum hálfleikjum eftir að gestirnir úr Njarðvík höfðu
byrjað hálfleikina vel. Njarðvík komst í 11-6 og 55-44 en
í bæði skiptin svaraði Brynjar með þristum og fjögurra
stiga sókn. „Ég hitti vel í kvöld sem betur fer og það var
ekki verra að gera það í sjónvarpsleik,” sagði Brynjar
Þór Björnsson við Guðjón Guðmundsson í útsendingu
Stöðvar 2 Sport í gær. „Þetta er besti leikurinn minn í
vetur og hann kom ekki á slæmum tíma,” sagði Brynjar
sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum í leiknum, þar af 7 af 11
skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.
KR var búið að tapa þremur leikjum fyrir Njarðvík á tíma-
bilinu en nú náðu Íslandsmeistararnir að sýna mátt sinn og megin.
„Njarðvík er með gríðarlega sterkt lið og þeir verða sterkir þegar
Bradford kemst betur inn í þetta,” segir Brynjar og hann talaði um
mikilvægi sigursins fyrir liðið enda toppsætið að veði.
„Við ætluðum að halda okkur á toppnum. Við spiluðu ógeðslega
illa á fimmtudaginn og það var flott að koma til baka og vinna Njarð-
vík,” sagði Brynjar en Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur,
var heldur fámáll við Guðjón Guðmundsson eftir leik.
Njarðvíkingar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð
og það er ljóst að það bíður Sigurðar erfitt verk
að reyna að koma liði sínu aftur í gang.
Pavel Ermolinski var í byrjunarliði KR í gær í stað
Semaj Inge og gældi Pavel við þrennuna með 10
stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Inge
kom á móti með mikinn kraft inn af bekknum.
Hann fékk mikið hrós frá fyrirliðanum Fannari
Ólafssyni í leikslok sem taldi hann hafa verið
manninn á bak við sigurinn þó svo að hann hafi
ekki skorað mikið en Semaj var með 2 stig og 9
stoðsendingar í gær.
BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON: SKORAÐI 33 STIG Í TÓLF STIGA SIGRI Á NJARÐVÍK Í DHL-HÖLLINNI Í GÆR
Ekki verra að hitta vel í sjónvarpsleik
HANDBOLTI Björgvin Þór Hólm-
geirsson tryggði Haukum 25-
24 sigur á FH í æsispennandi
Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í
gærkvöldi. FH var lengstum með
forustuna en Íslandsmeistararn-
ir voru eins og áður í vetur með
sterkari taugar í lokin.
Slagurinn um Hafnarfjörð fór
fram í gær fyrir fullu húsi í Kapla-
krika. Liðin voru samstiga nán-
ast allan leikinn en heimamenn í
FH leiddu þó leikinn mestmegn-
is af leiknum. Hauka-liðið komst
fyrst yfir eftir fjörutíu mínútna
leik og svo fylgdust liðin að allt
fram á lokastundu. Pálmar Pét-
ursson var frábær í markinu hjá
FH-ingum og varði tuttugu og
tvö skot. Lítið gekk upp hjá félaga
hans FH-ingnum og landsliðs-
manninum Ólafi Guðmundssyni í
gær en hann lét lítið fyrir sér fara
og skoraði aðeins fjögur mörk úr
ellefu skotum.
„Frábær leikur og tvö jöfn lið
en því miður dettur þetta þeim
megin enn og aftur. Það var eng-
inn munur á liðunum. Liðið hjá
okkur lítur vel út og við erum að
bæta okkur og eigum eftir að bæta
okkur meira. Ég er auðvitað hund-
fúll að hafa tapað en samt sem
áður ánægður með margt í okkar
leik,“ sagði Einar Helgi Einarsson,
þjálfari FH, svekktur í leikslok.
Björgvin Þór Hólmgeirsson
var allt í öllu hjá Hauka-liðinu
og átti góðan leik og var marka-
hæstur í liði Hauka með níu
mörk. Hann dró lið sitt áfram
og lét vaða óhræddur á markið.
Leikur liðsins varð svo betri eftir
því sem leið á leikinn og vörnin
góð hjá gestunum. Það var svo
Björgvin Þór Hólmgeirsson sem
tryggði Haukum sigurinn á loka-
sekúndu leiksins með glæsilegu
skoti.
„Björgvin var betri en eng-
inn í dag. Hann var frábær og
skoraði mörg mikilvæg mörk,“
sagði Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka, eftir leikinn.
„Þetta var hörkuleikur, við
gerðum reyndar mörg mistök og
vorum lengi í gang og sóknarlega
að klikka alltof mikið. Ég var
ánægður að við sýndum styrk
og héldum einu marki í hálfleik.
Í seinni hálfleik fannst mér við
svo hafa frumkvæðið og stóð-
um vel varnarlega,“ sagði Aron
Kristjánsson brosmildur.
Áhorfendur fengu skemmtun
fyrir peninginn eins og alltaf
þegar þessi lið mætast. Þessar
viðureignir eru ávallt sérstakar
og hápunktur vetrarins í Hafnar-
firði og það varð engin breyting
þar á í gær.
- rog
Íslandsmeistarar Hauka unnu 25-24 sigur á nágrönnum sínum í FH í æsispennandi Hafnarfjarðarslag í gær:
Björgvin Þór tryggði Haukum sigurinn
ÞJÁLFARINN SÁTTUR Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fagnar hér sigrinum á FH í
gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM