Fréttablaðið - 09.02.2010, Side 46

Fréttablaðið - 09.02.2010, Side 46
30 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. vera með, 6. fæddi, 8. meðal, 9. lærir, 11. tveir eins, 12. orðrómur, 14. fet, 16. tveir eins, 17. knæpa, 18. tímabils, 20. klaki, 21. afturendi. LÓÐRÉTT 1. blöðru, 3. bor, 4. ölvun, 5. kraftur, 7. lúberja, 10. stykki, 13. struns, 15. aflast, 16. lögg, 19. vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2. hafa, 6. ól, 8. lyf, 9. les, 11. ll, 12. umtal, 14. skref, 16. tt, 17. krá, 18. árs, 20. ís, 21. rass. LÓÐRÉTT: 1. bólu, 3. al, 4. fyllerí, 5. afl, 7. lemstra, 10. stk, 13. ark, 15. fást, 16. tár, 19. ss. MORGUNMATURINN „Þessa dagana er það ferskur safi úr safavélinni sem ég er með í pössun. Hann er úr appelsínu, gulrótum, epli og engifer. Ef ég væri ógeðslega rík væri það morgunverðarhlaðborð á hverj- um degi með ferskum ávöxtum, heitu croissanti og alls konar ostum. Annars er það bara hafragrautur og þessi safi.“ Aðalbjörg Árnadóttir leikkona. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Um 130 þúsund manns. 2 Á Hilton hótel Nordica við Suðurlandsbraut í Reykjavík. 3 Á Akureyri. Fréttablaðið sagði á dögun- um frá áformum framleið- andans Kristófers Dignus um að gera sjónvarpsþátt upp úr hugmyndum og hugverki Egils Gillzenegger, en mannasiðabók hans rokseldist fyrir jól. Hug- myndavinna að þáttunum er langt komin og samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hafa tilboð í sýningarréttinn borist frá Skjá einum og Stöð 2. Egill liggur nú undir feldi og íhugar tilboðin en ljóst er að hann verður hluti af haustdagskránni á annarri sjónvarpsstöðinni … Og meira úr sjónvarpsbransanum. Grínistinn Steindi Jr. nýtti krafta Netsins til að aug- lýsa eftir tíu til fimmtán sjálfboðaliðum í atriði sem fór fram á Eng- lish Pub á sunnudag. Þrátt fyrir skamm- an fyrirvara fékk Steindi fjölmarga sjálfboðaliða sem vildu ólmir leggja grínistanum lið. Þá voru vegfarendur á Austurstræti afar áhugasamir um hvað væri á seyði og voru duglegir við að stinga höfðinu inn fyrir dyr pöbbsins … Og enn þá meira úr sjónvarps- bransanum. Til stóð að framleiða sjálfstætt framhald af þáttunum Atvinnumennirnir okkar, en í þeim heimsótti Auðunn Blöndal meðal annars Ólaf Stefánsson, Loga Geirsson og Eið Smára Guðjohn- sen. Nýja þáttaröðin átti að fjalla um aðra Íslendinga sem eru að gera það gott erlendis og heyrðust til dæmis nöfn Anitu Briem og Emilíönu Torrini í því samhengi. Hætt hefur verið við framleiðslu þáttanna í bili og er þar kreppunni um að kenna. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Magnús Scheving og félagar hjá Latabæ hafa samið við eitt stærsta fræðsluleikhús í heimi, NTC eða National Theater for Children. Leikhúsið er í Minn- eapolis í Bandaríkjunum, hefur verið starfrækt í næstum þrjátíu ár og hefur gott orð á sér fyrir starf sitt með börnum. Að sögn Jordans Jedeikin, framkvæmdastjóra Latabæjar í Bandaríkjunum og Kanada, voru það forsvarsmenn leik- hússins sem óskuðu eftir sam- starfi við Latabæ. „Þetta verð- ur í fyrsta skipti sem leikhúsið leitar í smiðju sjónvarps því hingað til hafa þetta verið frum- samin verk,“ segir Jedeikin en vörumerkið Latibær hefur verið notað til að kynna grænmeti og ávexti í bandarískum skólum. Leikhúsið mun ferðast til þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem offita barna er mest en þar má meðal annars nefna Alabama, Arkansas, Georgia, Illinois, Kentucky, Louisiana og Mississippi. Settir verða upp 25 mínútna leikþættir upp úr þátt- unum um lífið í Latabæ. Jordan segir líklegt að í kringum 750 þúsund manns, bæði kennarar, foreldrar og nemendur, muni sjá sýninguna á þessu ári en gert er ráð fyrir því að sýningarferðin hefjist á þessu hausti. Fleira er í smíðum hjá Lata- bæ í Ameríku því forsvarsmenn American Fruit and Vegetable Processors and Growers Coalition, eða samtök ávaxta- og grænmetisframleiðenda í Amer- íku, hafa farið þess á leit að Lati- bær hjálpi til við að auka neyslu grænmetis og ávaxta í Suður- Ameríku. „Þetta er mjög valda- mikill hópur og því mjög gott fyrir okkur að komast í sam- starf með þeim,“ segir Jordan. - fgg Á FLAKK UM AMERÍKU Magnús Scheving og félagar hjá Latabæ hafa samið við eitt stærsta fræðsluleikhús í heimi, NTC. Latibær berst við offitu í Ameríku „Þetta verður mjög ævintýraleg plata og ekkert líkt því sem við höfum áður gert,“ segir söngvarinn Krummi Björgvinsson. Krummi og félagar í hljómsveitinni Mínus eru á leiðinni í hljóðver á ný í mars, en tæp þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu hljómsveitarinnar, The Great Northern Whale Kill. Platan verður unnin ásamt hinum ástralska Ben Frost og félaga hans, Daniel Rejmer. „Þetta verður rokkplata, en ekki hefðbundin rokk- plata eins og við gerðum síðast eða þar á undan,“ segir Krummi. „Við ætlum að spreyta okkur mikið á músíkinni í þetta skipti – fara óhefðbundnar leiðir.“ Mínus hefur ekki látið mikið fyrir sér fara undanfarin misseri, en fyrir ári hittust meðlimir hljómsveitarinnar og byrjuðu að leggja drög að nýju efni. Krummi segir að svo hafi þeir ákveðið að taka pásu og sinna öðrum verkefnum, en Bjarni gítarleikari og Bjössi trommari hafa mikið dvalið erlendis undanfarið. „Við erum með nýtt efni en ætlum að hittast í enda febrúar og fara á fullt við að semja,“ segir Krummi. „En við ætlum ekki að fara of undirbúnir í stúdíóið til þess að sjá hvort einhverjir töfrar verði til. Við verðum samt búnir að slípa okkur vel til.“ Mínus í hljóðver á ný NÝ PLATA Í SMÍÐUM Mínus sendi síðast frá sér plötu árið 2007, en hyggst taka upp ævintýralega plötu í mars. MYND/MACKYPHOTO.CO.UK „Árshátíðir síðustu tveggja ára hafa verið algjör hryllingur. Drykkjuskapurinn og ólætin voru yfirgengileg,“ segir Stefán Bene- diktsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, um árshátíðir skólans sem haldnar voru á Selfossi. Nemendur FB mótmæltu í gær ákvörðun skólayfirvalda að leyfa nemendafélaginu ekki að halda árshátíð úti á landi. Hefð hefur skapast fyrir því að árshátíð skól- ans sé haldin á Selfossi, en í bréfi sem Guðrún Hrefna Guðmunds- dóttir skólameistari sendi nem- endum á föstudag kemur fram að skólayfirvöld geti ekki ábyrgst skemmtanahald „ … tengt gist- ingu hluta nemendahópsins á hót- eli og fjarri heimahúsum þar sem foreldrar geta ekki sinnt eftirlits- skyldu sinni með fullnægjandi hætti“. Aðstoðarskólameistari segir ekki koma til greina að leyfa nem- endafélaginu að halda árshátíð utan Reykjavíkur. Hann segir skólayfirvöld hafa boðist til að hjálpa til við að halda árshátíð- ina í Reykjavík og vilji í raun allt fyrir nemendurna gera, en reynsl- an sýni að þeim sé ekki treystandi til að fara út úr bænum yfir nótt í nafni skólans. Erla María J. Tölgyes, formaður nemendafélags FB, segir árshátíð- ina á Selfossi vera hefð sem nem- endur séu ekki tilbúnir að sleppa auðveldlega. „Það er mikill hiti í fólki og við erum ekki sátt,“ segir hún. „Á þessum árshátíðum og böllum yfirhöfuð er alltaf eitt- hvað vesen; ölvun og slagsmál. Það hefur ekki verið meira hjá okkur en hjá öðrum.“ Málið snerist í annan hring þegar Gettu betur-lið FB sendi skólameistara bréf þar sem kom fram að liðið myndi íhuga að draga sig úr keppni ef málinu lyki ekki á farsælan hátt á næstunni. Brynjar Birgisson, annar þjálf- ara liðsins, hafði ekki fengið við- brögð við bréfinu þegar Frétta- blaðið náði í hann í gær. Lið FB er komið í átta liða úrslit í fyrsta skipti í tólf ár og Brynjar segir árangurinn vega þungt fyrir skól- ann. „Skólayfirvöld hljóta að fara yfir málið aftur,“ segir hann. Kaldhæðni örlaganna hagaði því svo þannig að lið FB á að mæta liði Fjölbrautaskóla Suð- urlands frá Selfossi í átta liða úrslitum laugardaginn 27. febrú- ar. Ólafur Yngvi Ólason úr liði FSu segir að það yrði leiðinlegt að missa FB úr keppni. „Við viljum að sjálfsögðu keppa, til þess erum við í þessu,“ segir hann, en liðið var á æfingu þegar Fréttablaðið hafði samband. „Við erum að æfa núna þannig að við reiknum með að keppa við þá.“ atlifannar@frettabladid.is STEFÁN BENEDIKTSSON: SELFOSS KEMUR EKKI TIL GREINA Drykkjuskapur og ólæti stoppa árshátíð á Selfossi NEMENDUR MÓTMÆLA Nemendur FB mótmæltu í gær, en skólayfirvöld haggast ekki; árshátíðin verður ekki á Selfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.