Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 29

Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 29
FYLGSTU MEÐ ÍSLENSKRI TÓNLIST M úsíkin er göfugur kokk-teill efnislegra og óefn-islegra íblendiefna. Neytendur mismunandi tegunda eiga það eitt sameiginlegt að sækjast eftir sem mestum áhrif- um. Eins og Hljómgrunnur hefur bent á, eru mismunandi fram- reiðsluaðferðir í músíklífinu mik- ilvægar til að skapa þá fjölbreytni sem einkennir tónlistarlífið okkar. Hljómgrunnur leitar dyrum og dyngjum að sem flestum skoðun- um á því hvernig best er að hrista saman þann fjölbreytta hóp sem vinnur að tónlist á Íslandi. Aldrei áður hefur verið eins nauðsynlegt að sameina slagkraftinn og finna taktinn. Allir útgefendur tónlistar standa frammi fyrir því að ólögleg dreif- ing tónlistar á Netinu hefur umtals- verð áhrif á afkomuna. Þó að neyt- endur virðist enn sem komið er frekar hika við að hlaða ólöglega niður tónlist innlendra listamanna en erlendra, breytir það ekki þeirri staðreynd að sala á tónlist hefur dregist saman um tugi prósenta á síðustu tíu árum. Menn tala um vaxtaverki í þessu sambandi, að hér sé um að ræða tímabundið ástand á meðan mark- aðurinn og listamennirnir sjálfir aðlagi sig breyttum tímum. Jón Hrólfur Sigurjónsson, stofn- andi musik.is, bendir á í sinni grein um netnotkun að breyttir tímar eru viðvarandi ástand. Þróunin hægir ekki á sér og birtingarmyndir tón- listarinnar halda áfram að breyt- ast, eins og umfjöllunin um hana í fjölmiðlum. Jón Hrólfur spyr hvort útgáfa á Hljómgrunni í prentuðu formi sé í takt við tímann. Þess- ar vangaveltur eiga einmitt erindi hér og nú enda hefur Hljómgrunn- ur að markmiði að vekja athygli á og sameina upplýsingaveitur um tónlist á Íslandi svo að úr verði að- gengilegur grunnur sem hljómi vel og lengi til góðs fyrir alla tónlist í landinu. Annars staðar í blaðinu er gerð grein fyrir fyrstu skrefunum í net- og farsímavæðingu viðburða- dagatala tónlistarinnar. Ríkisútvarpið og málefni þess hafa verið í fréttum undanfarið og í Hljómgrunni að þessu sinni eru hugleiðingar um gjaldþrot stefnu (eða stefnuleysi) sem hefur ráðið ríkjum í stjórn þess undanfarin ár. Menningarlegum yfirburðum ríkis- útvarpsins hefur verið fórnað á alt- ari markaðsvæðingar. Sú loftbóla sem varð til með ohf-væðingu RÚV er sprungin. Af þessum lestri mætti ætla að ekki stæði steinn yfir steini í tón- listarlífinu. En það er öðru nær. Sá sprengikraftur sem einkennir ís- lenska tónlist heldur áfram að lýsa upp hljóð- himininn með músíkölskum eldglæringum eins og ekkert hafi í skorist. Á meðan aðstand- endur tónlistar- innar ná vopn- um sínum aftur í baráttunni fyrir viðgangi listarinnar heima og er- lendis hljómar músíkin áfram og maður getur vonað að tímabundn- ar aðstæður færi okkur nær kjarn- anum. Nýlega yfirstaðnir Myrkir mús- íkdagar eru gott dæmi um stórhug tónlistarmanna, en þessi þrjátíu ára tónlistarhátíð gefur, þrátt fyrir nafnið, tilefni til bjartsýni fyrir hönd nýsaminnar tónlistar en þess- ir myrku dagar munu varpa auk- inni músíkalskri birtu hér heima og erlendis á komandi árum. Sam- starf við Huddersfield-hátíðina á Englandi, hátíðir og útvarpsstöðv- ar í Danmörku, Belgíu og víðar eru í hendi og stefnt er á að byggja rólega til framtíðar, enda gerast góðir hlutir hægt. Jazzhátíð hefur líka svarað kreppunni með því að fimmfalda ágústhátíð sína og bauð að auki uppá Vetrarjazzdaga 11.-15. febrú- ar, í samvinnu við Norræna Húsið og Jazzklúbbinn Múl- ann. Hugmyndin er sú að byggja upp árlega Vetrar- jazzdaga með sterkum nor- rænum blæ, en erlendir gestir komu hingað í sam- starfi við Nordjazz. Í öllu starfi sem lýtur að útbreiðslu íslenskrar tón- listar erlendis er aðkoma Útóns lykilatriði enda er nú sem aldrei fyrr ástæða til að sameina kraftana í skynsam- legri útrás tónlistarinnar. Anna Hildur Hildibrandsdóttir segir frá því hér í blaðinu hvaða hlutverki tónlistarráðstefnur gegna í þess- ari baráttu. Besta dæmið um birtuna í tón- listinni eru þau um það bil 160 hljóðrit sem send voru inn til þátt- töku í Íslensku tónlistarverðlaunun- um. Samtónn hefur létt undir með listamönnum með því að fella niður þátttökugjöld í þeirri von að sem flest- ir taki þátt. Aldrei hafa fleiri sent inn verk sín og gert er ráð fyrir að um 95% útgefinna hljóðrita séu í pottinum. Benda má listamönnum á að skrán- ingarsíða tónlistarverð- launanna er á iston.is. Hún er nú opin allt árið og því skynsamlegast að skrá plötuna sína um leið og hún kemur út. Við birt- um tilnefningar til ÍTV í Hljóm- grunni að þessu sinni, en í tilefni af því ætla útgefendur og plötusalar að vera með sértilboð á sigurverk- um síðustu ára. Afhending íslensku tónlistarverðlaunanna fer fram í Ís- lensku óperunni 13. mars nk. í op- inni dagskrá Stöðvar 2. Pétur Grétarsson. LJÓS Í MYRKRINU TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTAR- VERÐLAUNANNA VERÐLAUNIN VERÐA AFHENT Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Í BEINNI ÚTSENDINGU OG OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 13. MARS. SJÁ SÍÐU 2 Jazzhátíð hefur svarað kreppunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Páll Magnússon, útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins ohf. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Úton. 19 . F EB . 2 01 0 SKRÁNING HAFIN Í MÚSÍKTILRAUNIR GÓÐUR ÁRANGUR Á MIDEM JÓN SIGURJÓNSSON FÉKK NET-DELLU FYRIR 20 ÁRUM OG HEFUR FYLGST MEÐ ÞRÓUNINNI SÝRLAND STÆKKAR FJÖLBREYTNI LYKILL AÐ VELGENGNI ÓLAFUR ÓSKAR AXELSSON HUG- LEIÐIR HLUTVERK TÓNLISTARHÚSSINS HÖRPU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.