Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2010, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 19.02.2010, Qupperneq 29
FYLGSTU MEÐ ÍSLENSKRI TÓNLIST M úsíkin er göfugur kokk-teill efnislegra og óefn-islegra íblendiefna. Neytendur mismunandi tegunda eiga það eitt sameiginlegt að sækjast eftir sem mestum áhrif- um. Eins og Hljómgrunnur hefur bent á, eru mismunandi fram- reiðsluaðferðir í músíklífinu mik- ilvægar til að skapa þá fjölbreytni sem einkennir tónlistarlífið okkar. Hljómgrunnur leitar dyrum og dyngjum að sem flestum skoðun- um á því hvernig best er að hrista saman þann fjölbreytta hóp sem vinnur að tónlist á Íslandi. Aldrei áður hefur verið eins nauðsynlegt að sameina slagkraftinn og finna taktinn. Allir útgefendur tónlistar standa frammi fyrir því að ólögleg dreif- ing tónlistar á Netinu hefur umtals- verð áhrif á afkomuna. Þó að neyt- endur virðist enn sem komið er frekar hika við að hlaða ólöglega niður tónlist innlendra listamanna en erlendra, breytir það ekki þeirri staðreynd að sala á tónlist hefur dregist saman um tugi prósenta á síðustu tíu árum. Menn tala um vaxtaverki í þessu sambandi, að hér sé um að ræða tímabundið ástand á meðan mark- aðurinn og listamennirnir sjálfir aðlagi sig breyttum tímum. Jón Hrólfur Sigurjónsson, stofn- andi musik.is, bendir á í sinni grein um netnotkun að breyttir tímar eru viðvarandi ástand. Þróunin hægir ekki á sér og birtingarmyndir tón- listarinnar halda áfram að breyt- ast, eins og umfjöllunin um hana í fjölmiðlum. Jón Hrólfur spyr hvort útgáfa á Hljómgrunni í prentuðu formi sé í takt við tímann. Þess- ar vangaveltur eiga einmitt erindi hér og nú enda hefur Hljómgrunn- ur að markmiði að vekja athygli á og sameina upplýsingaveitur um tónlist á Íslandi svo að úr verði að- gengilegur grunnur sem hljómi vel og lengi til góðs fyrir alla tónlist í landinu. Annars staðar í blaðinu er gerð grein fyrir fyrstu skrefunum í net- og farsímavæðingu viðburða- dagatala tónlistarinnar. Ríkisútvarpið og málefni þess hafa verið í fréttum undanfarið og í Hljómgrunni að þessu sinni eru hugleiðingar um gjaldþrot stefnu (eða stefnuleysi) sem hefur ráðið ríkjum í stjórn þess undanfarin ár. Menningarlegum yfirburðum ríkis- útvarpsins hefur verið fórnað á alt- ari markaðsvæðingar. Sú loftbóla sem varð til með ohf-væðingu RÚV er sprungin. Af þessum lestri mætti ætla að ekki stæði steinn yfir steini í tón- listarlífinu. En það er öðru nær. Sá sprengikraftur sem einkennir ís- lenska tónlist heldur áfram að lýsa upp hljóð- himininn með músíkölskum eldglæringum eins og ekkert hafi í skorist. Á meðan aðstand- endur tónlistar- innar ná vopn- um sínum aftur í baráttunni fyrir viðgangi listarinnar heima og er- lendis hljómar músíkin áfram og maður getur vonað að tímabundn- ar aðstæður færi okkur nær kjarn- anum. Nýlega yfirstaðnir Myrkir mús- íkdagar eru gott dæmi um stórhug tónlistarmanna, en þessi þrjátíu ára tónlistarhátíð gefur, þrátt fyrir nafnið, tilefni til bjartsýni fyrir hönd nýsaminnar tónlistar en þess- ir myrku dagar munu varpa auk- inni músíkalskri birtu hér heima og erlendis á komandi árum. Sam- starf við Huddersfield-hátíðina á Englandi, hátíðir og útvarpsstöðv- ar í Danmörku, Belgíu og víðar eru í hendi og stefnt er á að byggja rólega til framtíðar, enda gerast góðir hlutir hægt. Jazzhátíð hefur líka svarað kreppunni með því að fimmfalda ágústhátíð sína og bauð að auki uppá Vetrarjazzdaga 11.-15. febrú- ar, í samvinnu við Norræna Húsið og Jazzklúbbinn Múl- ann. Hugmyndin er sú að byggja upp árlega Vetrar- jazzdaga með sterkum nor- rænum blæ, en erlendir gestir komu hingað í sam- starfi við Nordjazz. Í öllu starfi sem lýtur að útbreiðslu íslenskrar tón- listar erlendis er aðkoma Útóns lykilatriði enda er nú sem aldrei fyrr ástæða til að sameina kraftana í skynsam- legri útrás tónlistarinnar. Anna Hildur Hildibrandsdóttir segir frá því hér í blaðinu hvaða hlutverki tónlistarráðstefnur gegna í þess- ari baráttu. Besta dæmið um birtuna í tón- listinni eru þau um það bil 160 hljóðrit sem send voru inn til þátt- töku í Íslensku tónlistarverðlaunun- um. Samtónn hefur létt undir með listamönnum með því að fella niður þátttökugjöld í þeirri von að sem flest- ir taki þátt. Aldrei hafa fleiri sent inn verk sín og gert er ráð fyrir að um 95% útgefinna hljóðrita séu í pottinum. Benda má listamönnum á að skrán- ingarsíða tónlistarverð- launanna er á iston.is. Hún er nú opin allt árið og því skynsamlegast að skrá plötuna sína um leið og hún kemur út. Við birt- um tilnefningar til ÍTV í Hljóm- grunni að þessu sinni, en í tilefni af því ætla útgefendur og plötusalar að vera með sértilboð á sigurverk- um síðustu ára. Afhending íslensku tónlistarverðlaunanna fer fram í Ís- lensku óperunni 13. mars nk. í op- inni dagskrá Stöðvar 2. Pétur Grétarsson. LJÓS Í MYRKRINU TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTAR- VERÐLAUNANNA VERÐLAUNIN VERÐA AFHENT Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Í BEINNI ÚTSENDINGU OG OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 13. MARS. SJÁ SÍÐU 2 Jazzhátíð hefur svarað kreppunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Páll Magnússon, útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins ohf. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Úton. 19 . F EB . 2 01 0 SKRÁNING HAFIN Í MÚSÍKTILRAUNIR GÓÐUR ÁRANGUR Á MIDEM JÓN SIGURJÓNSSON FÉKK NET-DELLU FYRIR 20 ÁRUM OG HEFUR FYLGST MEÐ ÞRÓUNINNI SÝRLAND STÆKKAR FJÖLBREYTNI LYKILL AÐ VELGENGNI ÓLAFUR ÓSKAR AXELSSON HUG- LEIÐIR HLUTVERK TÓNLISTARHÚSSINS HÖRPU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.