Fréttablaðið - 25.02.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 25.02.2010, Síða 12
12 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur samþykkt ákvörðun um samráðshóp neytenda sem í eiga sæti fulltrúar frá samtökum neyt- enda í öllum aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Liechtensteins og Noregs. Samráðshópurinn á meðal annars að vera vettvangur umræðna um neyt- endamál og upplýsa um sjónarmiða neytenda og þróun neytendamála. ■ Samráðshópur neytenda Gefur ESB ráð Auglýsingar American Express þar sem borin er saman vildarpunkta- söfnun korthafa American Express og VISA hefur verið bönnuð af Neytendastofu. Neytendastofa taldi auglýsinguna brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og mark- aðssetningu þar sem gefið er í skyn að vildarpunktasöfnun með VISA- kortum taki óeðlilega langan tíma borið saman við American Express. www.neytendastofa.is ■ Neytendastofa úrskurðar Ólögleg auglýsing Útgjöldin > Meðalverð á sígarettupakka „Vinnufélagi minn gaf mér það ráð að nota Fréttablaðið til að fullkomna brýningu á vel brýndum hníf. Blaðið er þá lagt á borðbrún, hnífurinn ofan á og hnífseggin báðum megin á er dregin nokkrum sinnum eftir Frétta- blaðinu. Betra er að nota síðu með mikilli prentsvertu en í blekinu eru kolefnisagnir sem nýtast til frekari skerpingar á hnífum,“ segir Jón Gunnar Þorsteinsson. GÓÐ HÚSRÁÐ FRÉTTABLAÐIÐ TIL BRÝNINGAR ■ Jón Gunnar Þorsteinsson, aðstoðar- ritstjóri Vísindavefsins, brýnir hnífa. 11 kr 204 kr 377 kr 895 kr 1980 1990 2000 2010 HEIMILD HAGSTOFAN MEÐ NÝJAN INTEL-ÖRGJÖRVA Paul Otellini, forstjóri Intel, sýndi LG GW990-farsímann á tæknisýningunni í Barcelona á Spáni síðastliðinn fimmtu- dag. MYND/INTEL ATHYGLISVERÐUR Sony Ericsson kynnti Xperia-farsímalínu sína á Mobile World Congress á Spáni. X10 Mini, með snertiskjá og qwerty-lyklaborði. MYND/SONY ERICSSON SPORTLEGUR SÍMI Þessi sportlegi sími er með sólarrafhlöðu sem aukið getur endingartíma milli þess sem þarf að hlaða. Klukkutími af sól gefur korterstal, eða tvo tíma af tónlist. Sím- inn lenti í þriðja sæti í vali Pleasure.dk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP WAVE FRÁ SAMSUNG Í öðru sæti í vali danska vefritsins er „Wave“ frá Sam- sung. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STAÐGENGILL GOOGLE-SÍMANS HTC- Desire var í fyrsta sæti í vali Pleasure. dk á bestu símum á Mobile World. HTC hannaði Nexus One-farsíma Google, en þessi er helst sagður hafa fram yfir Nexus One að von er á honum í verslanir í Evrópu með vorinu. MYND/HTC Slagur farsímafyrirtækja snýst um hver getur boðið tæknilegasta símann á lægsta verðinu. Á nýafstaðinni Mobile World Congress 2010, árvissri tæknisýn- ingu í Barcelona á Spáni, kynntu farsímaframleiðendur og önnur fyrirtæki á sviði þráðlausra fjar- skipta helstu nýjungar ársins. Í úttekt Berlingske Tidende er það sagt vekja athygli að engin ein nýj- ung hafi stolið senunni nú, líkt og stundum hafi gerst áður, svo sem með tilkomu iPhone Apple eða Kindle-bóklesturstölvu Amazon. com. Sýningin stóð yfir dagana 15. til 18. febrúar. Slagur farsímafyrirtækja er nú sagður snúast um hver geti boðið tæknilegasta símann á lægsta verðinu og ættu notendur að geta fagnað þeirri þróun. Helstu framleiðendur eru sagðir vera að undirbúa kynningu á nýjum og tæknilegum farsímum, sem komi til með að kosta undir hundrað evrum (eða milli 17 og 18 þúsund krónur). Tæknilegri símar í þeim verð- flokki eru svo aftur sagðir koma til með að ýta undir að farsíma- notendur nýti sér í auknum mæli „þróaðri“ fjarskiptaþjónustu, svo sem sjónvarpsgláp, internetvafur eða margmiðlun. Bent er á að núna kosti ódýrustu farsímar frá Nokia, sem bjóða upp á alla helstu tækni- möguleika utan hefðbundins tal- sambands og skeytasendinga, á milli 120 og 130 evrur, eða milli 21 og 22 þúsund krónur. Þó er það ekki svo að fátt nýtt hafi verið að sjá á sýningunni. Sumt af því var þó nýbúið að sýna á CES-raftækjasýningunni í Las Vegas, svo sem segulmottur sem nota má til að knýja raftæki sem á þær eru lagðar, eða hlaða farsíma- rafhlöður. Tæknin byggir á svip- aðri tækni og fólk þekkir frá span- eldavélarhellum. olikr@frettabladid.is Lægra farsíma- verð ýtir undir önnur not Þetta er gríðarlega ánægjulegt og við erum mjög stolt af árangrin- um,“ segir Sveinn Sigurbergs- son, einn eigenda verslunarinnar Fjarðarkaupa sem hlaut hæstu ein- kunn Íslensku ánægjuvogarinnar frá upphafi. Íslenska ánægjuvog- in mælir væntingar til þjónustu og vöru og metur gæði þess sama og eru það viðskiptavinir fyrirtæk- isins sem gefa einkunnina. Stjórn ánægjuvogarinnar ákveður hvaða fyrirtæki eru skoðuð. Sveinn segir starfsfólk vera mjög ánægt með niðurstööuna. „En við höfum líka fundið fyrir því hjá viðskiptavinunum að þeir eru afar ánægðir og líta svo á að þeir hafi verið að fá einkunnina með okkur.“ Verslunin Fjarðarkaup hefur verið starfrækt í 37 ár og segir Sveinn ákveðin gildi ávallt verið höfð að leiðarljósi. „Það eru gildi sem þóttu gamaldags á tímabili en eru kannski í tísku núna, það er að segja að sníða sér stakk eftir vexti, sýna heiðarleika, traust og virðingu,“ segir Sveinn. - sbt Fjarðarkaup hlaut meteinkunn Íslensku ánægjuvogarinnar: Viðskiptavinirnir stoltir „Innkaupapokarnir hrannast upp í hugan- um þegar ég hugsa um mín verstu og bestu kaup,“ segir Erla Tryggvadóttir háskólanemi. „Af mörgu er að taka því ég er ekki mikið fyrir naum- hyggju. Því meira, því betra er mitt lífsmottó. Ég reyni alltaf að gera góð kaup og eins og flestar konur finnst mér ég vera að „græða geðveikt“ þegar vel tekst til. Ég gat meira að segja þefað uppi lítið kaupfélag í dagsferðalagi mínu til Kúlusúk á Grænlandi. Þáverandi kærasti minn var ekki alveg jafn hress með það: „Erla, í alvörunni? Ætlarðu að gera þér ferð í kaupfélagið? Jú, mér var fúlasta alvara og áfram arkaði íslenska valkyrjan í grænlenska kaupfélagið og gerði þessi líka fínu kaup, inniskó og hanska úr selskinni. Ein bestu kaup sem hef gert á ævinni – og þegar þessi orð eru skrifuð ylja skórnir mér sem aldrei fyrr. Aftur á móti eru mörg slys gerð í inn- kaupunum þegar naumhyggjan ræður ekki ríkjum. Þegar ég var upp á mitt besta á síðasta áratug síðustu aldar fjárfesti ég í nokkrum Tark- plastbuxum. Þessar forlátu buxur þóttu fáránlega heitar og fengust í Sautján.“ NEYTANDINN: Erla Tryggvadóttir nemi Selskinnsskór og plastbuxur Chopin í Laugardalslauginni Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar 200 ára afmæli Chopin. Skelltu þér í heita pottinn og hlustaðu á píanósnillinginn Víking Heiðar í beinni útsendingu sem hefst kl. 19.30 í kvöld. Skautasvell á tjörninni Tjörnin er lögð spegilsléttum ís. Spáin er góð og því tilvalið að stefna fjölskyldunni niður í miðborg, skauta og njóta menningarinnar. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/ljomandi FJARÐARKAUP Viðskiptavinir gáfu versl- uninni hæstu einkunn. Lífsstílsvefsíðan Pleasure.dk, sem er undirsíða Berlingske í Danmörku, tók sig til og valdi áhugaverðustu farsímana á Mobile World Congress- sýningunni í ár. Suma þeirra má sjá hér á síðunni. ÁHUGAVERÐUSTU FARSÍMARNIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.