Fréttablaðið - 25.02.2010, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 25. febrúar 2010 3
Ingveldur St. Ingveldar-
dóttir fluttist til Frakk-
lands fyrir ellefu árum
og hefur rekið þar
byggingarfyrirtæki
með manni sínum. Hún
hefur hins vegar komið
reglulega til Íslands á
þessum árum og iðu-
lega snúið heim með
íslenska hönnun. „Hug-
myndin að netverslun-
inni vaknaði þegar ég
fór að fá fyrirspurnir
frá Frökkum um hvar
ég hefði fengið hlut-
ina,“ segir Ingveld-
ur. Hún hafði samband við
sendiráðið í París til að
spyrjast fyrir um hvort
hægt væri að nálgast
íslenska hönnun í Frakk-
landi og fékk þau svör að
svo væri ekki. „Þá
fékk ég þá hugmynd
að opna netverslun
í Frakklandi sem
eingöngu seldi
íslenska hönnun,“
segir hún.
Hún byrjaði
á því að hafa
samband
v ið fjölda
íslenskra hönn-
uða en fékk
í fyrstu lítil
svör. Hún átt-
aði sig fljót-
lega á því að
margir hönnuð-
ir hafa brennt sig
á netverslunum
í gegnum tíðina.
„Margar erlend-
ar netsíður krefj-
ast þess að fá sendan
lager af vörum frá hönnuð-
um sem síðan liggur óseld-
ur í lengri tíma og hönn-
uðirnir fá ekkert greitt
fyrir,“ útskýrir Ingveldur
sem ætlar að hafa annan
háttinn á. „Það fer ekk-
ert frá hönnuðinum nema
búið sé að panta vöruna og
hann sé búinn að fá borgað
fyrir hana.“
Á síðunni verður fjöl-
breytt íslensk hönnun
í boði. Allt frá innan-
stokksmunum, kremum
úr íslenskum jurtum og
sápum, til kjóla, ullarvara,
skartgripa og póstkorta.
Hún er innt eftir nokkr-
um nöfnum hönnuða. „Meðal
annars má nefna Ingibjörgu
Hönnu Bjarnadóttur, Sól-
eyju Þórisdóttur, Ragn-
heiði Ingunni Ágústsdótt-
ur og fatahönnuðinn Ernu
Óðinsdóttur.“
Síðan, sem verður á
slóðinni www.islande-
design.com, verður
opnuð strax eftir helgi.
Ingveldur er bjartsýn á
að hún muni fá góðar
viðtökur í Frakklandi
enda segist hún
vera í samstarfi
við íslenska sendi-
ráðið í París og
fransk-íslenska
viðskiptaráð-
ið sem mun án
efa hjálpa til
við að koma síð-
unni á framfæri.
solveig@frettabladid.is
Netverslun með
íslenska hönnun
Frönsk netverslun sem selur íslenska hönnun verður opnuð eftir
helgi. Að baki henni stendur Ingveldur St. Ingveldardóttir sem er
búsett í Frakklandi og finnur fyrir áhuga á íslenskri hönnun þar.
Meðal þeirra sem
bjóða hönnun sína
til sölu á netversluninni
er Erna Óðinsdóttir fata-
hönnuður.
Ingveldur St. Ingveldar-
dóttir segir þónokkurn
áhuga á íslenskri
hönnun í Frakklandi.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Hin nýja netverslun, www.islande-design.com, verður opnuð eftir helgi.
kr. 12.995
Ný sending
Skór á alla fjölskylduna,
fermingarskór á góðu verði
kr. 9.995
svart,blátt og hvítt
kr. 13.995
kr. 9.995 kr. 11.995
kr. 12.995
svart og hvítt
kr. 8.995
st. 40-46
kr. 7.995
st. 36-46
Rope Yoga
www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419
Námskeið hefjast 1. og 2.mars. Unglinganámskeið hefst 3.mars
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
KYNNING
Þessi frábæra nýja kremlína
inniheldur formúlu sem heitir
Intence Magnolia Concentrate,
sem er djúpvirkandi formúla,
byrjar í efsta lagi húðarinnar
og vinnur sig inn á við.
Kremið vinnur á móti því að
húðin slakni og missi sinn nátt-
úrulega stinn-leika.
Árangur kremsins kemur
fljótt í ljós þar sem húðin verð-
ur þéttari og sýnilegur ljómi
færist yfir hana.
Þessi nýja kremlína kemur í:
Dagkremi sem hentar öllum
húðgerðum, er í 50ml krukku
Næturkremi sem hentar öllum
húðgerðum, er í 50ml krukku
Serum sem hentar öllum húð-
gerðum,er í 30ml pumpuglasi.
Success Age
Splendid