Fréttablaðið - 25.02.2010, Page 27
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
www.IKEA.is
FÄRGRIK diskur 395,-
Ø27cm. Hvítt
FÄRGRIK hliðardiskur 295,-
Ø21cm. Hvítt
FÄRGRIK skál 295,-
Ø16cm. Hvítt
Fæst einnig í grænu, bláu og
svörtu
FÄRGRIK kanna 95,-
25cl. Hvítt
REKO glös 250,-/6 í pk.
17cl. Gler
VARSAM bakki 195,-
B35×L47cm. Hvítt
SNÄRTIG gerviblóm
195,-/stk.
L33cm. Ýmsir litir
FLYN LILL löber/
flekagardína
395,-/stk.
B60×L300cm. Ýmsir litir
LUGN skál 95,-
Ø14cm. Drapplitað
MOTTO djúpur diskur 95,-
Ø19cm. Drawpplitað
LUGN diskur 95,-
Ø23cm. Drapplitað
Standi magninnkaup á borð-
búnaði og skrauti fyrir dyrum
er IKEA með allt sem til þarf.
Þegar stórveislur eins og ferming-
ar og útskriftir eru á næsta leiti
getur verið ráð að líta við í IKEA
en þar er hægt að gera hagstæð
kaup á borðbúnaði og skrauti.
„Við erum með skálar og diska
frá 95 krónum og getur í mörgum
tilfellum verið ódýrara að kaupa
borðbúnað hjá okkur en að leigja.
Hann má síðan nýta aftur innan
fjölskyldunnar, á milli vina eða
til einkanota og ætti peningunum
því að vera vel varið,“ segir Birna
Magnea Bogadóttir, aðstoðarsölu-
stjóri smávörudeildar IKEA. Hún
segir hægt að fá allt sem þarf í
veisluna í IKEA. „Við erum með
mikið úrval af framreiðslubökk-
um og skálum ásamt hnífapör-
um, teskeiðum, desert-göfflum
og ýmsu tilheyrandi. Þá er ýmist
hægt að velja um munstruð og ein-
lit stell auk þess sem þau fást með
ýmsu lagi.“
Þegar talið berst að skraut-
inu segir Birna Magnea marga
skreyta pakka- og veisluborð með
löberum. Hún segir enga ákveðna
liti ráða ríkjum í ár og að þeir
séu jafnt munstraðir sem einlit-
ir. „Síðan erum við með mikið
af gerviblómum sem margir
klippa niður og dreifa yfir borð-
in ásamt vösum af ýmsum stærð-
um og gerðum. Kerti gegna líka
stóru hlutverki og er hægt að
kaupa alls kyns stjaka og bakka
undir þau,“ segir Birna Magnea
og tekur dæmi um fjóra stjaka
í pakka sem fást á innan við tvö
hundruð krónur en margir dreifa
þeim um veislusalinn. „Þá erum
við með litaðan sand sem er vin-
sælt að setja í bæði vasa og stjaka
með kertum eða blómum.“
Birna Magnea segir mikla
áherslu lagða á það í IKEA að
stilla upp hugmyndum að lausnum
og uppröðun hluta. „Þótt skraut-
ið sé mest í gjafavörunni þá dreif-
um við því um búðina og í útstill-
ingarnar til að sýna hvernig það
kemur út. Ég hvet því alla til að
líta inn og skoða og erum við þegar
farin að setja upp hugmyndir fyrir
stórveislurnar fram undan.“
Ódýrara að kaupa en leigja
Í IKEA má gera góð kaup á öllu sem viðkemur veislum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Það er eins gott og að sigla að
koma hingað inn,“ er haft eftir
ónafngreindum gesti er var meðal
þeirra fyrstu sem steig inn í veit-
ingasali Hótel Borgar þegar þeir
voru opnaðir 18. janúar 1930. Það
kemur fram í Morgunblaðinu dag-
inn eftir. Þá mun meðal annars hafa
blasað við gestum ekta hótelsilfur,
merkt hótelinu. Á borðbúnaðinum
stendur Gowe Silber sem bend-
ir til þýsks uppruna. Þessir hlutir
bera vönduðum smekk hóteleigend-
anna, Jóhanns Jósefssonar og frú
Karolínu, konu hans, gott vitni og
féllu vel inn í salarkynnin.
Nú skipa þessi hlutir heiðurssess
í sérstökum glerskáp inn af and-
dyri hótelsins sem eins og að fram-
an má greina fagnar áttatíu ára af-
mæli á þessu ári. Í Morgunblaðinu
frá 19. janúar 1930 kemur fram að
það hafi kostað eina milljón „með
öllu og öllu“. - gun
Alveg eins og að sigla
Glösin minna á drykkjarílát fornmanna sem teyguðu mjöð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Föt og töng fyrir smurða brauðið. Eflaust hefur þurft að fægja silfrið oft á Hótel Borg.