Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.02.2010, Qupperneq 30
 25. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR6 ● borðbúnaður og skreytingar Sesselja Reynisdóttir Barðdal, yfirþjónn á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, gefur leið- beiningar um hvernig eigi að leggja á borð. Öll höfum við lagt á borð. Þrátt fyrir það eigum við enn mörg í vandræðum með að gera það rétt. Blaðamaður hitti fyrir Sess- elju Reynisdóttur Barðdal, yfir- þjón á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, sem er með reglurnar á hreinu. „Það er í raun engin algild regla um það hvernig eigi að leggja á borð,“ segir Sesselja. „Það að setja hnífinn hægra megin við disk- inn og gaffalinn vinstra megin er kannski grunnurinn. Samt er um að gera að leika sér með rest- ina, annars væru öll borð eins og það er ekkert gaman að því,“ segir hún. Ef lagt er á borð fyrir góða veislu þar sem forréttur, súpa, aðalréttur og eftirréttur eru á boðstólum getum við gefið okkur að við séum með fjögur glös með hverjum og einum rétti. Auðvitað þarf ekki að leggja allt á borð fyrir matinn, þar sem borðpláss er oft á tíðum takmarkað, sérstaklega þegar margir eru í mat,“ útskýr- ir hún og kveður uppbygginguna vera þessa: • Aðalréttahnífurinn og -gaff- allinn eru sett næst disknum og endarnir látnir liggja nánast við borðbrúnina. • Súpuskeiðin kemur hægra megin við hlið hnífsins. • Forréttaáhöldin yst, eða á eftir skeiðinni og aðalréttagafflinum. • Eftirréttaáhöld eru lögð fyrir ofan diskinn. • Rauðvínsglasið er staðsett beint fyrir ofan aðalréttahnífinn og er glösum raðað eftir fjölda upp og til vinstri. • Vatnsglasið á að vera hægra megin við aðalréttahnífinn. • Brauðdiskur og lítill hnífur eru lagðir vinstra megin, við hlið forréttagaffalsins. Sesselja segir marga líka í vafa um hvernig þeir eigi að athafna sig með öll þessi hnífapör. „Regl- an er einföld. Byrjið úti á enda og vinnið ykkur inn að disknum. Með þetta á hreinu ættu allir að vera húsum hæfir og vel það.“ - sv Er góða veislu gjöra skal Aðalréttahnífapörin eru næst disknum.Sumir eru ekki með á hreinu hvernig leggja eigi á borð svo útkoman verði sem best. Til að borðið líti sem best út er ágætt að fara eftir nokkrum handhægum reglum að sögn Sesselju Reynisdóttur Barðdal. Hún segir þó ekkert algilt í þessum efnum. Varðandi hnífapör, þá er reglan sú að byrja yst og vinna sig inn að disknum. Stundum er óþarfi að leggja allt á borð. Glösum er raðað til vinstri. ● BARNVÆNT BORÐSKRAUT Matarboð geta reynst yngstu kynslóðinni erfið, þar sem ætlast er að til að börnin sitji góð og prúð á meðan fullorðna fólkið er lengi að borða ásamt og talar oft um óspennandi hluti. Sé barn með í för þegar boðið er í matarboð er vert að hugleiða hvort ekki megi byggja borðhaldið þannig upp að barnið geti dundað sér í smá- tíma með fullorðna fólkinu. Þannig mætti gera borð- skrautið út á barnið og leggja til að mynda fal- lega litla hluti á borð- ið sem grípa auga þess og allra helst eitthvað sem það má leika sér með. Til þess eru litrík- ir tréhlutir upplagðir, gömul leikföng, babúskur, trédýr og annað slíkt. Bæði getur þetta gert borðið enn fallegra um leið og foreldrarnir verða gestgjafa afar þakklátir. Kemur út laugardaginn 27. febrúar 2010 Menning Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Bjarni Þór • bjarnithor@365.is • Sími 512 5471 Stundum er gott að fylgja grunnreglunum við að leggja á borð en leika sér með restina. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.