Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 04.03.2010, Qupperneq 20
20 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Eftir hrun fyrir hálfu öðru ári taldi Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn (AGS), að Ísland hefði skil- yrði til að rífa sig upp úr öldu- dalnum á tveim til þrem árum. Vegna hrunsins þurftu erlend- ir kröfuhafar að afskrifa skuld- ir gömlu bankanna um fjárhæð, sem nam fimmföldu umfangi hagkerfisins, auk mikils fjártjóns Íslendinga sjálfra, sem var talið nema um tvöföldu umfangi hag- kerfisins til viðbótar. Keyptu sér frið Þetta er einsdæmi í fjármálasögu heimsins, að bankakerfi lands leggi svo þungar byrðar – jafn- virði sjöfaldra þjóðartekna – á viðskiptamenn sína nær og fjær. Það bætir ekki úr skák, að bank- arnir vöfðu stjórnmálaflokkun- um um fingur sér, dældu í þá fé og röðuðu flokksmönnum á garðann, einkum Landsbankinn, bersýnilega til að kaupa sér frið frá lögboðnu eftirliti og aðhaldi. Við skulum nefna hlutina rétt- um nöfnum, svo sem ætla má, að rannsóknarnefnd Alþingis muni einnig gera í skýrslu sinni, þegar hún verður loksins birt: Flokk- arnir þágu í reyndinni mútur, og það gerðu einnig einstakir fram- bjóðendur á þeirra vegum. Þessi skoðun AGS eftir hrun, að endurreisnin tæki tvö til þrjú ár, með IceSave og öllu saman, virtist þá vera í vonbjartara lagi. Ég taldi í ljósi reynslunnar, að batinn myndi líklega taka lengri tíma, jafnvel þótt ríkisstjórnin stæði í stykkinu. Ég lýsti reynslu Færeyinga af kreppunni þar fyrir tuttugu árum til viðmið- unar. Kreppan í Færeyjum var náskyld kreppunni hér. Undirrót beggja var rótgróin spilling. Nú eru horfurnar hér heima mun þyngri en þær voru strax eftir hrun. Ríkisstjórnin hefur brugðizt, enda styðst hún ekki við starfhæfan meiri hluta á Alþingi. Endurreisnin hefur vikið fyrir endalausu þjarki um IceSave. Ríkisstjórnin stendur hjá eins og skelfdur áhorfandi, sem fær ekki rönd við reist. Nýju bank- arnir njóta að því er virðist lítils trausts meðal þjóðarinnar, enda er margt enn á huldu um starf- semi þeirra, meðal annars um eignarhald og afskriftir ógold- inna skulda auðmanna. Nýjasta dæmið er Finnur Ingólfsson, fyrrum ráðherra og seðlabanka- stjóri. Sporin hræða Vanræksla ríkisstjórnarinnar er ekki bundin við ráðleysi í endur- reisnarstarfinu og efnahagsmál- um. Ríkisstjórnin þurfti að verða við áskorunum okkar, sem mælt- um frá byrjun með erlendri rann- sókn á tildrögum hrunsins, en hún færðist undan. Undir stjórn óháðra erlendra manna hefði rannsóknin verið hafin yfir sann- gjarnan vafa um hlutdrægni. Skömmu fyrir hrun komust gömul hlerunarmál í hámæli. Ég er ekki að skipta um umræðuefni. Dómsmálaráðuneytið fól sýslu- manninum á Akranesi að rann- saka málið, en rannsóknin reynd- ist marklaus. Niðurstaða hennar, að engin ástæða væri til frek- ari rannsóknar, var ráðin fyrir fram, þar eð ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Samfylking- arinnar kaus ekki að leysa vitni undan lögboðinni þagnarskyldu. Við yfirheyrslurnar sögðu vitnin því lög standa í vegi fyrir, að þau greindu frá vitneskju sinni, og var þá ekki aðhafzt frekar. Í hópi vitnanna var reyndur lögreglu- maður, sem gerþekkir hlerunar- málin marga áratugi aftur í tím- ann. Þetta dæmi frá 2006-7 segir í rauninni allt, sem segja þarf um ástæðuna til þess, að fólkið í land- inu vantreystir réttarkerfinu. Réttarvarzla í sjálftökusamfélagi Dómsmálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins skipaði sýslumanninn á Akranesi nokkru síðar sérstak- an saksóknara vegna hrunsins. Á sérstökum saksóknara og rík- issaksóknara hvílir nú sú skylda að leggja fram skotheldar kærur á hendur þeim tugum manna, sem virðast hafa gert sig seka um refsivert athæfi í aðdrag- anda einkavæðingar bankanna og síðan hrunsins. Að öðrum kosti hlýtur traust þjóðarinnar á dómskerfinu að þverra enn frek- ar en orðið er. Fari svo, mun þeim fjölga, sem líta svo á, að Ísland sé í reyndinni ekki réttarríki, ef vel tengdir sakamenn virðast hafnir yfir lög og rétt svo sem algengt er í spilltum þriðjaheimsríkjum, til dæmis í Keníu. Þar er engin hefð fyrir því, að armur laganna nái til spilltra stjórnmálamanna og bandamanna þeirra í við- skiptalífinu. Þeir eru ósnertan- legir. Verði niðurstaðan hin sama hér heima, mun liggja við sjálft, að samfélagið liðist í sundur. En þá mun erlend réttarvarzla – lög- regla, ákæruvald og dómstólar – taka við keflinu. Erlend fórnar- lömb bankaþrjótanna munu ekki láta bjóða sér annað. Lögin ná yfir landamæri. Réttarríkið í prófi Rannsókn hrunsins Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Njörður Sigurjónsson skrifar um styrki til menningarmála Opinberir menningarstyrkir eru hita-mál og hafa verið lengi. Hins vegar mætti umræða um menningarstefnu hins opinbera vera almennt markvissari en almenningur hefur litla hugmynd út á hvað hún gengur. Þar er fyrst og fremst við Alþingi að sakast sem ekki hefur vilj- að setja fram heildstæða stefnu í menningarmál- um. „Listamannalaun“ eru misvísandi heiti á verk- efnastyrkjum til sjálfstætt starfandi listamanna. Sótt er um styrki til verkefna og þurfa styrk- þegar að skila inn skýrslu um efndir. Heimilt er að fella niður styrki til þeirra sem ekki sinna þeim verkefnum sem um var sótt. Listamanna- laun eru því ekki atvinnuleysisbætur. Samkvæmt nýjum lögum eru þau í heildina 1325 mánaðar- laun árið 2010, eða 110 árslaun, sem skiptast á milli 200 listamanna í ólíkum hlutföllum. Sumir fá laun til eins eða tveggja ára, en flestir aðeins hluta úr ári, og oftast aðeins hluta af þeim kostn- aði sem fellur til við verkefnin. Einingin „starfs- laun“ (266.737 kr. á mánuði) hentar því ekki alltaf til þess að áætla kostnað við einstök verkefni, til dæmis hjá sviðslista- hópum. Á Alþingi hefur ekki verið áhugi fyrir því að setja fram opinbera menningar- stefnu og látið nægja að benda á það sem gert er, til dæmis með vísan til fjárlaga, til marks um vilja yfirvalda í menning- armálum. Þetta hefur hentað ráðherr- um vel þar sem þeir hafa getað ráðstaf- að þessum málaflokki að vild. Jafnframt hafa helstu hagsmunaaðilar, til dæmis félög lista- manna og starfsmenn þeirra stofnana sem heyra undir sviðið, haft greiðan aðgang að skrifstofu ráðherra til að koma sínum óskum á framfæri. Hængur er þó á þessu fyrirkomulagi því aðrir en innvígðir hafa ekki aðgang að stefnumótun málaflokksins og erfitt er að átta sig á heildar- myndinni. Almenningur hefur þannig ekkert með stefnu í menningarmálum að gera. Ekkert mat er lagt á árangur og litlar sem engar rannsóknir eru gerðar á því hvort mál þokist í rétta átt. Er nema von að þorri fólks viti ekkert um hvað málið snýst. Höfundur er lektor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Listalaun og menningarstefna NJÖRÐUR SIGURJÓNSSON Starfskraftur óskast Fjármálaráðuneytið hefur auglýst starf fjölmiðlafulltrúa laust. Þekking og reynsla af fjölmiðlastörfum og/eða almannatengslum er nauðsynleg og þarf fjölmiðlafulltrúi að geta unnið náið með fjármálaráðherra og yfir- stjórn ráðuneytisins. Þetta má heita nýlunda, því yfirleitt hefur verið hand- valið í stöður sem þessar. Að hinu er að gæta að fjöldi blaða- manna hefur misst vinnuna á síðustu mánuðum. Margir þeirra gætu eflaust hugsað sér að veita fyrrum kolleg- um upplýsingar. Má því búast við fjölmörgum umsóknum. Beggja vegna borðsins Samgöngunefnd Alþingis fékk gesti á fund sinn í gærmorgun til þess að ræða málefni Íslandspósts. Engum sögum fer af því hvorum megin fund- arborðsins Lilja Rafney Magnúsdóttir sat. Hún er sem kunnugt er þingmað- ur og fulltrúi VG í samgöngunefnd en hún var líka endurkjörin í launað starf stjórnarmanns á aðalfundi Íslands- pósts í síðustu viku. Kannski sat hún beggja vegna borðsins. Gleymdi fulltrúinn Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á þingi á þriðju- dag, að óformlegar viðræður íslensku samninganefndarinnar um Icesave við þá bresku færu fram án samráðs við stjórnarandstöðuna og væru bara á vegum fjármálaráðherra. Nú er það svo að stjórnarandstaðan á fulltrúa í samninganefndinni sem hún tilnefndi sjálf – Lárus Blöndal hæstaréttar- lögmann, auk þess sem hún fékk því framgengt að Lee Bucheit var fenginn til að stýra nefndinni. Ef stjórnarandstaðan fær ekkert að heyra af þessum óformlegu viðræðum, er það þá ekki eitthvað sem Sigmundur Davíð ætti að ræða við Lárus? Eða Lee? bergsteinn@frettabladid.is HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LJÓST HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu V íðar en á Íslandi er deilt um hvernig eigi að verja tak- mörkuðum peningum, sem skattgreiðendur leggja til reksturs ríkisútvarps. Þessa dagana blæs um móður alls almannaútvarps, BBC á Bretlandi, vegna tillagna stjórnar fyrirtækisins um róttækar breytingar á starf- seminni. Sá munur er reyndar á deilunni um RÚV og BBC að hér á landi blasir við að skera verður verulega niður í rekstrinum, rétt eins og öðrum rekstri bæði hjá ríkinu og einkaaðilum. Í Bretlandi er fremur verið að færa til peninga og breyta áherzlum. Engu að síður geta stjórnvöld, sem skilgreina hlutverk Ríkis- útvarpsins, og þeir sem ráða fyrir rekstri þess ýmislegt lært af breytingunum hjá BBC. Þar á bæ hafa menn ákveðið að horfast í augu við þá stað- reynd að mörgu af því sem BBC gerir geta einkareknir fjölmiðlar sinnt álíka vel eða betur. Þannig hyggst BBC fækka vefsíðum sínum um helming, draga úr þjónustu á sviði dægurmenningar og minnka stórlega kaup á amerísku afþreyingarefni fyrir sjónvarp. Mark Thompson, forstjóri BBC, segir einfaldlega að áhugafólk um popptónlist og táningamenningu eigi frekar að snúa sér til Channel 4 og einkarekinna útvarpsstöðva. BBC hyggst hins vegar sinna „færri verkefnum betur“. Þar á að efla fréttaumfjöllunina og setja meiri peninga í innlenda dagskrárgerð, fræðslu-, tónlistar- og menningarefni, barnaefni og viðburði sem efla samstöðu þjóðarinnar. Hér á landi hefur það lengi verið vandi Ríkissjónvarpsins að í viðleitni sinni til að ná í auglýsingapeninga hefur það orðið æ líkara einkareknu stöðvunum sem það keppir við. Sama má að mörgu leyti segja um Rás 2; dægurtónlist og -umfjöllun er ágæt- lega sinnt á vegum einkaframtaksins. Þessi þróun hefur ekki orðið til að styrkja Ríkisútvarpið. Til lengri tíma litið gerir hún þvert á móti torveldara að réttlæta tilveru þess og þær háu fjár- hæðir, sem reksturinn kostar skattgreiðendur. Nú er tækifærið til að taka rekstur RÚV í gegn með það fyrir augum að það einbeiti sér að því að sinna almannaþjónustuhlut- verkinu, fylli í götin sem einkastöðvar á samkeppnismarkaði skilja eftir. Ekki er víst að það takist að gera RÚV óháð auglýs- ingapeningum en full ástæða er til að afmarka betur hlutverk fyrirtækisins á auglýsingamarkaðnum. Endurskoðun af þessu tagi getur jafnvel stuðlað að aukinni pólitískri sátt um RÚV. Sumir vilja ekkert ríkisrekið útvarp, aðrir telja það gegna mikilvægri þjónustu við almenning. Málamiðlun- in gæti orðið umsvifaminna Ríkisútvarp, sem sinnti engu að síður betur almannaþjónustunni. Það væri alvöru Ríkisútvarp, ekki fyrirtæki sem grefur stöðugt undan eigin tilverurétti. Hvernig á að forgangsraða í almannaútvarpi? Alvöru Ríkisútvarp ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.