Fréttablaðið - 04.03.2010, Page 35

Fréttablaðið - 04.03.2010, Page 35
FIMMTUDAGUR 4. MARS 2010 kreppugler.is Gæða gleraugu á hagstæðu verði Gæða gleraugu á hagstæðu verði Klassísk gleraugu sem eru mjög vinsæl. Kosta aðeins 4.562 kr. með glerjum. Gleraugu án umgjarðar eru vinsæl í dag. Þessi eru sterk, úr ryðfríu stáli og kosta 7.410 kr. með glerjum. Mest seldu gleraugun á kreppugler.is. Þessi eru ótrúlega vinsæl í Buddy Holly stíl og kosta aðeins 5.843 kr. Einföld og ódýr gleraugu sem henta flestum. Kosta aðeins 4.562 kr. með glerjum. Við eigum nóg af barnaumgjörðum sem eru mjög sterkar. Þessi er úr minnis-titanium og kosta 7.410 kr. með glerjum. Einnig mikið úrval af skrautlegum umgjörðum á góðu verði. Þessi eru úr plasti og kosta 5.066 kr. Gleraugu úr hreinu titanium. Stílhrein, sérstaklega létt og kosta aðeins 12.835 kr. með glerjum. Íþróttagleraugu með styrkleika. Henta vel í hlaup, skíði og fleira. Kosta aðeins 9.209 kr. Þótt notagildi sé megintilgangur- inn með gleraugum hafa hönnuðir leikið sér með fyrirbærið í gegn- um tíðina. Leikarar, söngvarar og aðrir þeir sem vilja vekja á sér at- hygli hafa á stundum borið áber- andi gleraugu. Má þar nefna Elton John, Lady Gaga og David Bowie. Á tískupöllunum má stund- um sjá furðulegar gleraugnahug- myndir verða að veruleika. Líklega myndu fæstir nota slík tól hvunn- dags en hins vegar er skemmtilegt að virða þau fyrir sér til að hlæja að, já eða hneykslast. - sg Furðuverur og ólíkindatól Furðuleg gleraugu léku stórt hlut- verk á sýningu Arrondissement á tískuvikunni í Berlín. Fyrirsæta á sýningu Vivek Kumar á tískuviku í Mumbai á Indlandi. Líklega sér hún ekk- ert betur með þenn- an höfuðbúnað, en hún er í það minnsta spes til fara. Ekki vildi maður mæta þessum í myrkri. En hann tók sig vel út á tískusýn- ingu Katie Eary á tískuvik- unni í London nýverið. Eftir að Hrafnkell Freyr Magn- ússon komst í samband við gleraugnaframleiðendur í Kína með gott úrval og orðspor en lágt verð stofnaði hann vef- verslunina www.kreppugler.is. „Gleraugun sem ég hef fengið hafa reynst mjög vel. Þau eru að öllu leyti sambærileg við gleraugu sem keypt eru í íslenskum búðum en kosta bara brot af því sem þar er borgað fyrir þau,“ segir Hrafn- kell Freyr, sem í júlí síðastliðn- um setti upp vefverslunina www. kreppugler.is. „Ég var búinn að kynna mér vel á Netinu hvernig ætti að kaupa gleraugu og þessir framleiðendur voru með gott úrval, góð gleraugu og gott orðspor,“ tekur hann fram. Hrafnkell Freyr er sjálfstætt starfandi forritari en segir gler- augnaviðskiptin taka æ meiri tíma. „Þetta gengur mjög vel,“ segir hann. „Það er svo skemmtilegt að fólk kaupir kannski hjá mér ein gleraugu og pantar svo fleiri einum til tveimur mánuðum seinna sem sýnir að það er greinilega ánægt. Ég fæ líka reglulega bréf þar sem fólk þakkar mér fyrir að spara sér hundrað þúsund króna.“ Þegar bent er á að fólk þurfi að leggja í kostnað til að fá sjónskoð- un sem fylgi með í venjulegum gleraugnakaupum svarar Hrafn- kell Freyr: „Já, ég hef hvorki kunn- áttu né aðstöðu til að mæla gler en ráðlegg fólki að fara til augnlækn- is. Það er ódýrt.“ Algengast er að afgreiðsla á gleraugunum taki þrjár vikur en hún getur farið í fjórar til fimm, að sögn Hrafnkels Freys. „Börn skemma gleraugun sín auðveldlega svo ég mæli með því að fólk panti tvenn, því ef ein skemmast gengur auðvitað ekki að hafa barnið sjón- laust í einhverjar vikur. Í öllum til- fellum er töluvert ódýrara að kaupa tvenn hjá mér en ein hjá öðrum,“ segir hann. Sterkustu umgjarðirnar á www. kreppugler.is eru úr titanium og ryðfríu stáli en Hrafnkell Freyr segir gleraugu með stórum, dökk- um plastumgjörðum vinsæl um þessar mundir. „1980-lúkkið,“ út- skýrir hann og telur Kínverjana fylgjast vel með tískunni. „Ég bæti tugum umgjarða á síðuna mánað- arlega. Þar eru nú um 1.100 gerð- ir og flestar í fleiri en einum lit,“ segir hann. „Stærsta vandamálið við að panta hjá mér er að erfitt er að velja.“ Fær reglulega þakkarbréf „Ég bæti tugum umgjarða inn á síðuna mánaðarlega,“ segir Hrafnkell Freyr um www. kreppugler.is og segir framleiðendurna fylgjast vel með tískunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.