Fréttablaðið - 04.03.2010, Side 62

Fréttablaðið - 04.03.2010, Side 62
46 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. ríki í Mið-Ameríku, 6. nafnorð, 8. stormur, 9. æxlunarkorn, 11. guð, 12. aðfall, 14. rabb, 16. strit, 17. orlof, 18. festing, 20. frá, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. nýja, 3. klukka, 4. þegn, 5. keyra, 7. frægð, 10. þrá, 13. hluti verkfæris, 15. bjálfi, 16. fæða, 19. 2000. LAUSN LÁRÉTT: 2. kúba, 6. no, 8. rok, 9. gró, 11. ra, 12. aðsog, 14. skraf, 16. at, 17. frí, 18. lím, 20. af, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. unga, 3. úr, 4. borgara, 5. aka, 7. orðstír, 10. ósk, 13. orf, 15. fífl, 16. ala, 19. mm. „Þangað til maður fréttir annað þá lítur út fyrir að við þurfum að færa keppnina,“ segir Gunnar F. Árnason, sem stendur fyrir spurn- ingakeppninni Drekktu betur á Grand Rokki á föstudögum. Menn- ingarknæpunni Grand Rokki var fyrirvaralaust lokað á þriðjudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins var staðnum lokað að kröfu leigusala. Það hefur ekki fengist staðfest og ekki náðist í Þorstein Þórsteins- son veitingamann í gær. Drekktu betur verð- ur haldin á 46 Gall- ery Bar sem er til húsa á Hverf- isgötu 46. „Hún verður að óbreyttu þar. Þetta hefur alltaf verið systurstaður Grand Rokks,“ segir Gunnar sem telur þetta mikil tíðindi fyrir fastagest- ina. „Þetta er stór breyting. Spurn- ingakeppnin hefur aldrei verið haldin hér áður,“ segir Gunn- ar sem var einmitt staddur í vettvangskönnun á nýja staðnum þegar Fréttablað- ið ræddi við hann í gær. Gunnar hvetur aðdáendur Drekktu betur til að fylgj- ast með frekari fregnum á Facebook-síðu keppninn- ar eða á drekktubetur.is. Spyr- ill í Drekktu betur á morgun er spurningaljónið og fréttamaður- inn Sveinn Guðmarsson. - hdm Lok, lok og læs á Grand Rokki Starfsmenn virtra fjölmiðla á borð við MTV, NME, Clash Magazine og Daily Mail voru viðstaddir tónleika hljómsveitarinnar FM Belfast í London á þriðjudagskvöld. „Þetta var sambland af partýliði og bransaliði. Þarna var aðallega pressan en samt einhverjir aðilar frá festi- völum í Bretlandi,“ segir Róbert Aron Magnússon, sem kom að skipulagningu tón- leikanna. „Þarna voru blaðamenn að tékka á þeim og skrifa dóma um tónleikana,“ segir hann og bætir við að starfsmenn MTV hafi verið mjög spenntir fyrir hljómsveitinni. „Þetta var þrusu- stemning og svakafjör. Ég held að þau [FM Belfast] hafi verið rosaánægð. Þetta er flottur tónleikastaður sem þessi bönd nota yfirleitt til að koma ferlin- um sínum af stað.“ Tónleikarnir fóru fram á hinum þrjú hundruð manna stað Hoxton Square Bar and Kitchen. Þar hafa að undan- förnu spilað hljómsveitir á borð við We Are Scientists og Mumford and Sons og er staðurinn vinsæll meðal sveita sem hafa þegar slegið í gegn. Hópur Íslendinga sem er búsettur í London mætti á tónleikana og að sjálfsögðu tók hann virkan þátt í að klappa sveitina upp. FM Belfast hefur verið á tveggja vikna tónleikaferð um Evrópu og lýkur henni í Ósló á laugardaginn. Hljómsveitin hefur þegar verið bókuð á Hróarskelduhátíðina í byrj- un júlí ásamt íslensku þungarokk- urunum í Sólstöfum. - fb Starfsfólk MTV sýnir FM Belfast áhuga FM BELFAST Lóa Hjálmtýsdóttir og Árni Hlöðversson úr hljómsveitinni FM Belfast vöktu mikla athygli á tónleikum sínum í London. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÓNLEIKAHALDARI Í LONDON Róbert Aron Magnússon skipulagði tónleika FM Belfast í London á þriðjudagskvöldið. LOKAÐ Menningarknæpunni Grand Rokki hefur verið lokað. Svo er að sjá að einhver hafi krotað „RIP“ á reykinga- tjaldið fyrir utan staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FYRSTI SPYRILL Á NÝJUM STAÐ Sveinn Guðmarsson er spyrill í Drekktu betur á morgun. Joseph Melillo, einn af forsvars- mönnum BAM-leikhússins í New York, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hann hyggst sjá tvær sýningar af Fást með Vestur porti í Borgarleikhúsinu, skoða landið og hitta leikhópinn. Vestur port er að fara með aðra sýningu, Ham- skiptin, til New York í nóvember til að sýna í BAM-leikhúsinu og svo gæti farið að Fást yrði einnig sett upp í þessu virta leikhúsi. Gísli Örn Garðarsson segist í samtali við Fréttablaðið reiðu- búinn til að kvitta upp á það að Melillo sé einn af tíu áhrifamestu mönnunum í leikhúsheiminum um þessar mundir. „BAM-leik- húsið er fyrir þau leikhús sem eru að reyna að gera eitthvað öðruvísi og það sinnir því hlut- verki fyrir allan Ameríkumark- að. Þeir sem vilja græða peninga fara á Broadway, hinir reyna að komast að hjá BAM,“ útskýrir Gísli. Melillo virðist vera mikill aðdáandi íslenska leikhópsins því hópurinn setti einnig upp Woyz- eck þar á sínum tíma. „Hann er samt að koma í fyrsta skipti til Íslands og ætli við förum ekki með hann eitthvað út fyrir höfuð- borgarsvæðið og sýnum honum landið.“ BAM-leikhúsið er í Brooklyn og var stofnað 1861. Hlutverk þess hefur alltaf verið að sýna leikhúsuppfærslur sem þykja framúrstefnulegar eða boða eitthvað nýtt. Fjöldi þekktra listamanna hefur sýnt leikhús- inu mikla tryggð, sænski leik- stjórinn Ingmar Bergman sýndi verk sín hjá BAM-leikhúsinu og grunge-rokkararnir í Nirvana kynntu yfirleitt sitt nýjasta efni hjá BAM. Vesturport er reyndar á far- aldsfæti, heldur til Suður-Amer- íku og sýnir Hamskiptin á einni stærstu leikhússýningu heims í Bógóta í Kólumbíu. Allur hóp- urinn fer út um miðjan mars en Gísli og Gunnhildur Gunnars- GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: MELILLO ER RISANAFN Í LEIKHÚSHEIMINUM Virtur leikhúsfrömuður á sýningu hjá Vesturporti VIRTUR NÁUNGI Joseph Melillo sést hér spjalla við Óskarsverðlaunaleikkon- una Cate Blanchett. Hann er mikill áhrifamaður í banda- rísku leikhúslífi en hann er í forsvari fyrir hið virta Brooklyn-leikhús BAM. Gísli Örn Garðarsson segir þetta vera fyrstu ferð Melillo til Íslands og hann fái að upplifa íslenska náttúrufegurð í heimsókn sinni til landsins. „Ég fæ mér jógúrt og banana. Stundum ommelettu með svepp- um, papriku og tómötum ef ég hef tíma. Og drekk vatn með.“ Lilja Ingibjargardóttir fyrirsæta. dóttir, framkvæmdastýra Vest- urports, fara út á undan öllum því þau eiga bókaða fundi hjá tveimur leikhúsum í borg engl- anna, Los Angeles. „Já, það eru tvö leikhús þar sem hafa áhuga á því að setja upp Hamskiptin með íslensku leikurunum, það yrði vissulega spennandi og okkur fannst bara tilvalið að nýta þessa ferð til að ræða við þau,“ segir Gísli. freyrgigja@frettabladid.is TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 GLÆNÝ ÝSA, FISKRÉTTIR ÞORSKHNAKKAR, RAUÐMAGI Óðum styttist í frumsýningu Gauragangs í Borgarleikhúsinu. Þar fer Margrét Helga Jóhannsdóttir með eitt hlutverka en hún hefur þurft að leggja ýmislegt á sig við undirbún- inginn. Margrét er með brotið bein í fætinum og hefur af þeim sökum fengið sérstaka hlíf frá stoð- tækjafyrir- tækinu Össuri til að hlífa brotinu. Stórsöngvarinn Bubbi Morthens hefur fært símaviðskipti sín yfir til Nova. Þetta er augljóst þegar hringt er í kappann því þá hljómar kunnuglegt lag í stað símhringingar. Bubbi leitar ekki langt yfir skammt og valdi lagið Fallegi lúserinn minn sem hljómsveitin Egó sendi frá sér í fyrra og naut mikilla vinsælda. Kvikmyndavefurinn Iceland Cinema Now greindi frá því í vikunni að leikstjórinn Gísli Snær Erlings- son hafi verið ráðinn skólastjóri kvikmyndaskóla í Singapúr. Nú heyrist orðrómur þess efnis að Gísli verði ekki eini starfsmaður skólans. Nafn Ásgríms Sverrissonar kvikmyndagerðarmanns hefur verið nefnt í því sambandi en þeir eru einmitt gamlir vinir. Vel kann að vera að Ásgrímur hafi feng- ið starfstilboðið þegar hann ræddi við Gísla fyrir téða frétt í Iceland Cinema Now. - afb, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Lee Buchheit 2 Logi Geirsson 3 Í Færeyjum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.