Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 6
6 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Ellefu prósent af álögðum fasteignagjöldum Reykja- víkurborgar á síðasta ári voru send til milliinnheimtufyrirtækis í inn- heimtu. Alls voru vanskilin 1.982 milljónir króna og greiðendurnir 5.472 talsins. Meðalskuld hvers gjaldanda var um 362.000 krónur sem er meira en þreföld fasteignagjöld meðal- íbúðar. Í svari borgarinnar við fyrir- spurn Fréttablaðsins kemur ekki fram hve stór hluti vanskilanna er vegna íbúðarhúsnæðis og hve stór vegna atvinnuhúsnæðis. „Stór hluti vanskila fasteignagjalda er vegna fasteignafélaga sem lent hafa í erf- iðleikum í kjölfar þrenginga í efna- hagsmálum,“ segir hins vegar þar. Af 5.472 greiðendum stóðu 3.282 skil á gjöldum sínum fyrir til- stuðlan milliinnheimtufyrirtækis og greiddu samtals 725 milljónir króna eða um 36 prósent af heildar- vanskilum. Um áramót voru 2.190 aðilar enn í vanskilum með 1.257 milljóna króna fasteignagjöld, sem svarar til um 7% af álögðum heildargjöldum. Meðal-vanskil um áramót voru um 574 þúsund krón- ur. Í svarinu kemur fram að fast- eignagjöld hafi verið send í milli- innheimtu hafi þau ekki verið greidd tuttugu dögum eftir eindaga. Fréttablaðið spurði um þá skilmála sem borgin setur millifyrirtækj- um um innheimtukostnað. Því er til svarað að innheimtukostnaður- inn vegna ársins 2009 hafi verið samkvæmt samningi borgarinnar og milliinnheimtufyrirtækis mun lægri en hámarksfjárhæðir sam- kvæmt lögum. Milliinnheimta og löginnheimta vegna ársins 2010 séu nú í útboðsferli. Greiðslu fasteignagjalda var dreift á níu gjalddaga árið 2009 og leiddi það til þess að kröfum og útsendum greiðsluseðlum fjölgaði verulega frá því sem var þegar gjalddagarnir voru sex talsins. Alls voru 41.654 kröfur sendar í milliinnheimtu, eða tæplega sex kröfur á hvern aðila. Fréttablaðið hefur ekki undir höndum samning borgarinnar við fyrirtækið Momentum um inn- heimtuna. Miðað við að lágmarks- þóknun hafi verið 600 krónur fyrir innheimtubréf hefur heildarþókn- un vegna fyrstu innheimtutilrauna verið 25 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir umræðu um vanskilainn- heimtu á borgarráðsfundi í dag. peturg@frettabladid.is Tíundi hver borgaði fasteignagjöld of seint Af 17,4 milljarða álögðum fasteignagjöldum fóru tveir milljarðar í innheimtu hjá milliinnheimtufyrirtæki. 1.200 milljónir voru enn í vanskilum um áramót. Einn af hverjum átta greiðendum greiddi ekki innan 20 daga frá eindaga. N1 Deildin KARLAR Fimmtudagur Kaplakriki Digranes Framhús FH - Haukar HK - Grótta Fram - Valur 19:00 19:30 19:30 2009 - 2010 Forseti Maldíveyja, Mohamed Nasheed, heldur fyrirlestur í boði forseta Íslands og í samvinnu við Háskóla Íslands laugardaginn 13. mars kl. 13.15. Mohamed Nasheed mun tala í fyrirlestrasal Öskju við Sturlugötu og heitir erindið „Maldives: Fighting climate change from the frontline“. Mohamed Nasheed er heimsþekktur fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum. Hætt er við að þær komi sérlega illa við heimaland hans, Maldíveyjar í Indlandshafi, þar sem þær eru mjög láglendar og að sama skapi viðkvæmar fyrir hækkun yfirborðs sjávar. Forseti Íslands mun kynna forseta Maldíveyja en Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor HÍ, stýrir fundinum. Fyrirlesturinn er á ensku og öllum opinn. Aðgangur er ókeypis. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 00 66 8 Baráttan gegn loftslagsbreytingum: Sökkva Maldíveyjar? Forseti Maldíveyja, Mohamed Nasheed, heldur fyrirlestur í HÍ á laugardag SAMGÖNGUR Talsverð röskun varð á flugi í gær vegna verkfalls flug- umferðarstjóra. Verkfallið, sem stóð í fjóra tíma frá klukkan sjö í gærmorgun, riðl- aði bæði flugi hér innanlands og til og frá landinu. Þær tafir sem urðu á fluginu ollu þeim helst vanda sem hugðust ná tengiflugi í erlendum flughöfnum. Flugstoðir ohf. og flugumferðar- stjórar ræddu saman í gær og fundur hefur verið boðaður aftur klukkan ellefu fyrir hádegi í dag. Flugumferðarstjórar boða áfram skyndiverkföll þar til samningar nást. Næsta verkfall yrði strax í fyrramálið klukkan sjö. - gar Fjögurra tíma verkfall flugumferðarstjóra olli mörgum óþægindum í gærmorgun: Áætlanir í flugi út um þúfur BEÐIÐ Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Farþegar reyndu að láta fara vel um sig á meðan þeir biðu af sér verkfall flugumferðarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Catalina var í desember dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að gera út þrjár nafngreindar vændiskonur „auk fleiri ónafngreindra kvenna“. Jón bendir í greinargerð sinni á að úr því að fyrri dómurinn telji sannað að hún hafi gert út fleiri ónafngreindar konur, og miði refs- inguna við það, hljóti konurnar fimm í nýja málinu að falla þar undir. Ekki sé hægt að refsa Cata- linu aftur fyrir sama brotið og því beri að vísa þessum lið frá. Catalina er jafnframt ákærð fyrir mansal. Hún hafi svipt þrjár kvenn- anna frelsi sínu og haldið þeim í kynlífsþrælkun. Þessu er alfarið hafnað í greinar- gerðinni. Meðal annars liggi fyrir að konurnar hafi sjálfviljugar stundað vændi erlendis áður en þær komu hingað til lands. - sh Verjandi krefst þess að hluta ákæru verði vísað frá dómi: Telur Catalinu þegar refsað VILL FRÁVÍSUN Catalina hefur þegar hlotið tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hórmang. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM RÁÐHÚS 1.982 milljónir af fasteignagjöldum borgarinnar innheimtust ekki innan tuttugu daga frá eindaga. Milliinnheimtufyrirtæki tókst að innheimta um 725 milljónir. Um áramót voru 1.257 milljónir enn í vanskilum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 973 foreldrar, eða tæplega fimmtán prósent foreldra leikskólabarna í Reykjavík fengu bréf frá milliinnheimtufyrirtæki á vegum borgarinnar í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Þessi hópur skuldaði samtals um 55 milljónir króna, eða 5,4 prósent af álögðum leikskólagjöldum, sem alls námu um milljarði króna. 334 áttu enn ógreidda reikninga af þessu tagi um áramót og skulduðu samtals um 11 milljónir króna. Álagning innheimtufyrirtækisins á höfuðstól krafnanna liggur ekki fyrir. - pg 5% GJALDA TIL MILLIINNHEIMTU Eiga Litháarnir í mansalsmál- inu að afplána fangelsisdóma sína í heimalandi sínu? Já 96,9 Nei 3,1 SPURNING DAGSINS Í DAG Vilt þú að Ögmundur Jónas- son setjist aftur í núverandi ríkisstjórn? Segðu þína skoðun á visir.is ÍSRAEL, AP Bretland, Frakkland, og ESB gagnrýna harðlega ákvörðun Ísraelsmanna um að heimila 500 nýjar íbúðir í austurhluta Jerú- salem, sem Palestínumenn vilja að verði höfuðborg ríkis síns. Bandaríkjamenn hafa einnig gagnrýnt tímasetningu tilkynn- ingarinnar, sem kom meðan Joe Biden varaforseti var á fundum með Ísraelum. Biden fundaði í gær með forseta Palestínustjórnar. Að fundinum loknum sagði Biden að Palestínumenn ættu skilið að eign- ast eigið ríki. - gb Þrýstingur á Ísrael: Nýbyggingar gagnrýndar KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.