Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 52
36 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Söngkonan Amy Winehouse ætlar að giftast aftur fyrrum eigin- manni sínum, eiturlyfjasjúklingn- um Blake Fielder-Civil. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Amy ætli að giftast Blake í Las Vegas. Þau gengu í hjónaband á Miami árið 2007 en skildu svo í fyrra. „Þau eru harðákveðin í því að gifta sig og hafa ákveðið að gera það í Vegas,“ sagði vinur pars- ins í viðtali við The Sun. „Amy vill ekki hefðbundið brúðkaup, hún vill að það verði í líkingu við fyrra brúðkaup þeirra. Hins vegar vildi hún ekki að það yrði á Miami því það gæti verið slæm- ur fyrirboði. Hún getur ekki hætt að tala um framtíð þeirra saman,“ segir vinurinn. Amy hefur nýverið fest kaup á glæsilegu húsi í Camden-hverf- inu í London, sannkölluðu fjöl- skylduhúsi að sögn vina henn- ar. Talsmaður Amy sagði í gær að ekki væri rétt að brúðkaupið færi fram í Las Vegas. Til þess væri söngkonan of upptekin við vinnu sína auk þess sem Blake væri í eiturlyfjameðferð og gæti ekki ferðast þangað. Amy giftist dópistanum aftur ÁSTFANGIN Amy Winehouse hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að stóra ástin í lífi hennar sé fyrrum eiginmaðurinn. NORDICPHOTOS/GETTY Sjónvarpið tekur sjöttu seríu sjónvarpsþáttarins Lost til sýn- ingar 3. maí næstkomandi. Þetta er síðasta sería þáttanna og ætti öllum spurningum að verða svar- að þegar þættirnir átján í seríunni hafa verið sýndir – eða ekki! Síð- asti þáttur fimmtu seríu endaði á sprengingu eftir að Dr. Jack Shep- ard henti kjarnorkusprengju ofan í brunn. Þá var árið 1977. Spennandi verður að sjá hvaða yfirnáttúru- legu flækjur handritshöfundarnir bjóða upp á næst. Úti í Bandaríkj- unum var byrjað að sýna síðustu seríuna 2. febrúar og verður tvö- földum lokaþætti sjónvarpað 23. maí. Lost byrjar í maí HUGO „HURLEY“ REYES Skyggni millj- ónamæringurinn í Lost. Kimono heldur útgáfutónleika sína í Íslensku óperunni í kvöld. „Þetta eru „stærstu“ tónleikar okkar miðað við hvað við erum að leggja í þetta,“ segir Gylfi Blöndal, einn meðlima sveitarinn- ar. „Óperan er stórt hús, einstaklega fal- leg í sinni upprunalegu mynd og þessir tónleikar verða mikið sjónarspil. Aukal- eikarar stíga á svið, gríðarlegt ljósasjó verður sett upp og visjúalar í þrívídd sem Hafsteinn Michael Guðmundsson listmálari og Máni M. Sigfússon vídeó- listamaður (og bróðir Sindra Seabear) hafa sett saman.“ Gylfi segir bandið ætla að spila meira og minna allt sem það kann. „Við ætlum að taka langt prógramm sem saman- stendur af strengjasveit sem spilar þrjú eldri lög með okkur í upphafi tón- leika, við komum svo inn í einu lagi áður en við tökum sviðið alveg yfir og leik- um plötuna auk safns eldri laga. Karl Daði Lúðvíksson, bassaleikari Lights on the Highway, spilar með okkur í eldri lögum.“ Gylfi segir það nokkuð metnaðarfullt að taka Óperuna undir tónleikana. „Já, það eru ekki margar íslenskar indie- hljómsveitir sem treysta sér í Óperuna, en við vildum, eftir tæplega tíu ára feril, færa okkur yfir í stærri og íburðar-meiri tónleika. Á sama tíma viljum við sýna öðrum hvernig hægt er að gera svona metnaðarfull sjó, með von um að fleiri sveitir fylgi í kjölfarið. Í haust er hug- myndin að ferðast til Evrópu með álíka dæmi og setjum við þá stefnuna á stærri tónleikastaði, leikhús og svo framvegis.“ - drg Mikill metnaður í Kimono TÍU ÁRA KIMONO Spilar í Óperunni í kvöld. Frá vinstri eru þeir Kjartan, Alex og Gylfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > ROBBIE HNEYKSLAR Söngvarinn Robbie Williams lýsti á dög- unum aðdáun sinni á kannabisefnum, jafnvel þótt fíkniefnin hafi haft áhrif á geðheilsu hans og valdið því að hann hlóð utan á sig kílóunum. Um tíma íhugaði hann sjálfsvíg á meðan hann var í neyslu. „Gras er frábært dóp. Því miður hent- ar það mér ekki,“ sagði Robbie Williams samt sem áður. Bandaríski leikarinn Corey Haim lést í gær. Talið er að hann hafi óvart tekið of stóran skammt af lyfseðils- skyldum lyfjum. Haim fannst inni á baðherbergi í íbúð móður sinnar og fjög- ur lyfjaglös fundust hjá honum. Samkvæmt fréttavefnum TMZ hafði Haim verið með flensu síð- ustu daga, en lyfin sem fundust tengdust ekki þeim veikindum. Engin ólögleg lyf fundust, sam- kvæmt heimildum TMZ. Corey Haim skaust upp á stjörnuhimininn á níunda ára- tugnum, þá ungur að árum. Hann lék í myndum á borð við Lucas, Murphy’s Romance, The Lost Boys, License to Drive og Dream a Little Dream – oft ásamt nafna sínum og félaga Corey Feldman. Corey Haim höndlaði vinsæld- irnar ekki vel og sökk djúpt ofan í eiturlyfjaneyslu. Kvikmyndirnar sem hann lék í nutu sífellt minni vinsælda og árið 1997 varð hann gjaldþrota. Einu eignir hans þá voru tíu ára gamall BMW, 100 dollarar í reiðufé og höfundar- réttur að andvirði 7.500 dollara. Árið 2007 sneru Corey og nafni hans Feldman bökum saman og komu fram í raunveruleikaþátt- unum The Two Corey‘s. Tvær þáttaraðir voru framleiddar og allt benti til þess að þeir væru komnir á beinu brautina. Haim fékk hlutverk á ný og lék í tveim- ur myndum sem áttu að koma út í ár. atlifannar@frettabladid.is Corey Haim tók of stóran skammt SJÚSKAÐUR Corey Haim var háður eiturlyfjum á tíunda áratugnum. NORDICPHOTOS/GETTY FÉLAGAR Corey Feldman og Corey Haim léku saman í fjölmörgum myndum á níunda áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.