Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 24
24 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR Guðmundi Andra svarað UMRÆÐAN Sigurður Magnússon skrifar um bæj- armál á Álftanesi Guðmundur Andri á við bæjarstjóra Á-lista, sem „þriðja bæjarstjórann“, í skrifum sínum á dögunum í Fréttablað- inu, bæjarstjórann sem ákvað að bregð- ast við óskum íbúanna við Blikastíg og Fálkastíg, um betra leiksvæði. Tveir fyrri bæjarstjórar höfðu skellt skollaeyr- um við óskum þeirra. Þetta er rétt, bæjarstjóri Á-lista fól fram- kvæmdadeild bæjarins að gera þarna umbætur og horfa til þess sem vel hefði tekist í öðrum hverfum s.s. við Miðskóga. Ef að ekki hefur tek- ist vel til, eins og að var stefnt, skrifast það á misskilning sem stjórnsýsla bæjarins þarf að leiðrétta. Í tilefni þessara skrifa vil ég þó full- yrða að aldrei hefur áður verðið gert jafn mikið til að bæta aðstöðu og umhverfi barna og ungl- inga á Álftanesi eins og í tíð Á-lista. Fram- kvæmdir við skóla- og íþróttasvæði vitna um þessar áherslur í starfinu og ekki síður margvís- legar umbætur í umferðaröryggismálum. Skoðanir Guðmundar Andra og forystu Á-lista, fara saman, um að ekki sé grundvöllur fyrir rekstri sjálfstæðs sveitarfélags á Álftanesi við núverandi fjárhagslegar forsendur. Hann talar fyrir sameiningu, en Á-listinn hefur lagt áherslu á að treysta tekjustofna bæjarsjóðs, s.s. með uppbyggingu atvinnulífs sem falli að viðkvæmu umhverfi Álftaness og um leiðréttingu á greiðsl- um frá Jöfnunarsjóði. Á miðsvæðinu lét Á-listinn skipuleggja atvinnubyggð fyrir ferða- og menn- ingartengda þjónustu og nærþjónustu fyrir íbú- ana. Með uppbyggingu vildi Á-listinn breyta svefn- bæ í sjálfbært samfélag. Bygging glæsilegrar sundlaugar sem glatt hefur börn og fullorðna á Álftanesi og hefur dregið að sér áttatíu og fimm þúsund gesti, var m.a. liður í þessum áformum. Hópur, skipaður starfsmönnum á sviði íþrótta- og æskulýðsmála, starfaði með hönn- uðum við undirbúning sundmiðstöðv- arinnar. Hönnun og val á búnaði hefur í flestum efnum tekist vel þótt einstök atriði kunni að vera álitaefni. Vatns- rennibrautin vinsæla sem blasir við frá Álftanesvegi er áberandi í umhverfinu, en mun hverfa úr sjónlínu frá veginum þegar þjónustuhús Búmanna á miðsvæð- inu rís en framkvæmdir við það eru hafnar. Gula litinn, val arkitekts hússins, má svo mála yfir ef þurfa þykir og fella hann að umhverfislitum. Sumir halda því fram að fjárhagsvandi Álfta- ness stafi af byggingu nýju laugarinnar, en horfa þá framhjá tjóni sveitarfélagsins í bankahrun- inu vegna lána og skuldbindinga, sem er meira en byggingarkostnaður hinnar nýju laugar. Þótt framkvæmdin hafi verið stór væri rekstur laug- arinnar ekki ofviða sveitarfélaginu við efnahags- legar aðstæður sem horft var til við ákvarðana- tökuna 2006. Guðmundur Andri þekkir líka vel markmið Á-listans og framkvæmdir, og þar með virkan stuðning við hugsjónir umhverfisverndarfólks á Álftanesi, sem vill varðveita einstaka náttúru, fjölbreytileika lífríkisins og sýna sögu og menn- ingu ræktarsemi. Stórt skref í þessa átt var stig- ið 8. apríl 2009 þegar bæjarstjóri undirritaði viljayfirlýsingu við ráðherra umhverfismála og menntamála um samvinnu Álftanesbæjar og rík- isins um rekstur menningar- og náttúrufræðiset- urs og gestastofu vegna verndunar Skerjafjarð- ar. Því miður hafa þessi góðu áform verið sett á hliðarlínuna. Áfram verður þó barist fyrir verndun á einstakri náttúru á Álftanesi fyrir komandi kynslóðir, fjörum, sjávartjörnum og votlendi og að menningarsögu svæðisins verði sómi sýndur. Í baráttu fyrir þeim málstað verður áfram óskað liðsinnis Guðmundar Andra. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi. SIGURÐUR MAGNÚSSON Framkvæmdastopp í Reykjavík UMRÆÐAN Dagur B. Eggertsson skrifar um atvinnumál Átakalínurnar í aðdrag-anda borgarstjórn- arkosninga eru að skýr- ast. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg ráðist í nauðsynlegt viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum og halda þannig uppi atvinnu í mestu kreppunni. Sjálf- stæðisflokkurinn boðar frjáls- hyggju og afskiptaleysi og boðar 70% niðurskurð í framkvæmd- um næstu þrjú árin. Þetta birtist í þriggja ára áætlun um framkvæmd- ir og rekstur Reykjavíkurborg- ar sem meirihluti borgarstjórnar kynnti í síðustu viku. Fjárfesting úr 10 milljörðum í einn Þriggja ára áætlun meirihlutans felur nánast í sér framkvæmda- stopp. Heildarfjárfesting A-hluta borgarinnar á tímabilinu á að vera 6,6 milljarðar sem er minna en framkvæmt hefur verið á meðal- ári að undanförnu. Þess má geta að árið 2008 var framkvæmt fyrir 10,3 milljarða en framkvæma á fyrir 1,3 árið 2013 samkvæmt hinni nýju áætlun. Þetta samhengi sést vel á meðfylgjandi mynd. Ekki gert ráð fyrir Hverahlíðavirkjun Þá vekur sérstaka athygli að í þriggja ára áætlun Orkuveitu Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir fjármögnun eða fram- kvæmdum við Hvera- hlíðarvirkjun en góð sátt hefur verið um þá fram- kvæmd frá umhverfis- sjónarmiðum. Skýring- anna er að leita í því að meirihlutinn hefur keyrt fjárhag fyrirtækisins út á ystu nöf með því að fjórfalda skuldir þess á fjórum árum, þrátt fyrir viðvaranir. Ljóst er að leita þarf nýrra leiða við fjármögnun Hverahlíðavirkjunar. Virkjunin getur orðið lykill fyrir orkuöflun til fjölmargra atvinnuskapandi verkefna. Áfram niðurskurður í viðhaldi og sumarstörfum Rétt er að minna á að til viðbót- ar niðurskurði í framkvæmdum hefur meirihlutinn þegar skor- ið niður í viðhaldi fasteigna úr 1.323 milljónum 2008 í 734 millj- ónir á yfirstandandi fjárhagsáætl- un. Þetta er helmings niðurskurð- ur í mannaflsfrekustu verkunum. Enn meiri niðurskurður er í við- haldi gatna og umhverfis borg- arinnar þar sem farið er úr 1.323 milljónum árið 2008 í 611 milljón- ir króna á yfirstandandi ári. Þá er ótalið að sumarstörfum fækkar hjá umhverfissviði og framkvæmda- sviði auk íþrótta- og tómstunda- sviðs eða samtals um 300 störf. Samfylkingin setur atvinnumálin númer eitt Samfylkingin mun leggja sér- staka áherslu á atvinnumál í aðdraganda borgarstjórnarkosn- inga og boðar breytingartillögur við framlagða þriggja ára áætlun. Hún verður tekin til afgreiðslu í borgarstjórn 16. mars nk. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart heldur er í beinu framhaldi af ítrekuðum tillögum flokksins um átak í viðhaldsverkefnum, mótun atvinnustefnu, nýtingu á tómu húsnæði í þágu nýsköpunar og atvinnueflingar auk annarra tillagna flokksins um atvinnumál í borgarstjórn á þessu kjörtíma- bili. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur hafa sýnt þessum tillögum ótrúlegt fálæti. Hanna Birna boðar frjálshyggju Athyglisvert var að í borgar- stjórn brást Hanna Birna Kristj- ánsdóttir við gagnrýni Samfylk- ingarinnar með þeim orðum að ljóst væri að Samfylkingin „hefði ekki trú á atvinnulífinu“. Líklega er þarna um að ræða einhverja ómenguðustu frjálshyggjustefnu í atvinnumálum sem kynnt hefur verið frá hruni. Það á ekkert að gera – bara bíða. Klassísk jafnað- arstefna á krepputímum er þvert á móti sú að þá sé réttlætanlegt og mikilvægt að stuðla að atvinnu með opinberum fjárfestingum og átaki í tímabærum viðhaldsverk- efnum, eftir því sem kostur er. Óhætt er að segja að hinar póli- tísku átakalínur séu að skírast. Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Reykjavík. DAGUR B. EGGERTSSON Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN Í kvöld 11. mars kl. 20 í safnaðarheimili Háteigskirkju mun Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur flytja erindi um barnsmissi á samveru Nýrrar dögunar. Hópastarf fyrir þá sem misst hafa barn verður einnig kynnt á samverunni. Allir velkomnir Að missa barn www.nydogun. is nydogun@nydogun. is DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 4.990kr.Deka Meistaralakk 40 Akrýllakk. 1 líter 1.495kr. MAKO pensill 50mm 490kr. MAKO rúlla 25 cm 450kr. MAKO málningarlímband 25mm - 50m 445kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.