Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 11. mars 2010 25
UMRÆÐAN
Ólína Þorvarðardóttir og Guð-
bjartur Hannesson skrifa um
sjávarútvegsmál
Á liðnum vikum hafa samtök útgerðarmanna gengist fyrir
fundaherferð gegn áformum stjórn-
valda að gera breytingar á framtíð-
arskipan fiskveiðistjórnunarinnar
með innköllun og endurúthlutun
fiskveiðiheimilda á tuttugu árum.
Þau áform byggja á fyrirheiti því
sem báðir stjórnarflokkar gáfu
fyrir síðustu kosningar og stjórn-
arsáttmálinn kveður á um.
Útvegsmönnum virðist mikið í
mun að sannfæra almenning um að
afleiðing fyrirhugaðra breytinga
muni verði hrun greinarinnar á
örfáum árum. Það vekur athygli við
þennan málflutning að um leið og
LÍÚ kallar eftir nákvæmri útfærslu
og talar um „óþolandi óvissu“ um
hana, telja samtökin sig geta spáð
gjaldþroti greinarinnar verði inn-
köllunarleiðin farin. Margt í þeim
málflutningi byggir á augljósum
misskilningi og/eða ranghermi.
Skal nú vikið að því helsta.
Fullyrt hefur verið að ætlun-
in sé að „taka af“ útgerðinni þær
fiskveiðiheimildir sem hún hefur
nú yfir að ráða og „keypt“ á liðn-
um árum. Hafa menn notað orð
eins „eignaupptöku“ og „þjófnað“.
Í hinu orðinu segja sumir að þeim
hafi alltaf verið ljóst að fiskveiði-
heimildirnar séu ekki eign heldur
einungis nýtingarréttur. Gott og
vel. Sé hið síðarnefnda tilfellið, er
enginn ágreiningur þarna. Stjórn-
völd hafa aldrei hugsað sér að taka
neitt af neinum, heldur að treysta
í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir
auðlind sinni til að eyða allri óvissu
og tryggja í framkvæmd ákvæði 1.
gr. fiskveiðistjórnunarlaga en þar
segir: „Nytjastofnar á Íslandsmið-
um eru sameign íslensku þjóðar-
innar“. Stjórnvöld telja einnig mik-
ilvægt að koma inn í stjórnarskrá
lýðveldisins ákvæði um eignar-
hald þjóðarinnar á náttúruauðlind-
um, þ.m.t. sjávarauðlindinni. Þá
vilja stjórnvöld skapa sanngjarn-
ar og eðlilegar leikreglur í þessari
atvinnugrein og ná sátt við þjóð-
ina, en ekki aðeins LÍÚ, um fisk-
veiðistjórnunarkerfið. Allar breyt-
ingar sem gerðar verða eiga að
tryggja „trausta atvinnu og byggð
í landinu“ eins og stendur í sömu
grein. Þannig er að sjálfsögðu gert
ráð fyrir því að smærri og stærri
útgerðir landsins muni veiða fisk-
inn í sjónum, eftir sem áður, enda
hafa þær tækin og reynsluna.
Fullyrt hefur verið að stjórnvöld
ætli með breytingum á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu að svipta grunn-
inum undan rekstri sjávarútvegs-
fyrirtækja enda muni innköllun
og endurúthlutun fiskveiðiheim-
ildanna gjörbylta rekstrarforsend-
unum. Ekkert er fjær sanni. Það
segir sig sjálft að íslenskur sjávar-
útvegur er undirstöðuatvinnugrein
sem efnahagslífið þarf á að halda.
Útvegurinn nytjar eina mikilvæg-
ustu auðlind þjóðarinnar. En það er
auðvitað sanngirnismál að arðurinn
af þeim afnotum skili sér í þjóðar-
búið, til samfélagsins sem ól þessa
atvinnugrein af sér en fari ekki út
úr greininni eða í vaxtagreiðslur til
bankanna.
Vel rekinn sjávarútvegur, hag-
kvæm nýting auðlindarinnar, sjálf-
bærni og sanngjarnar leikreglur
hljóta að vera sameiginlegt mark-
mið allra í íslenskum sjávarútvegi.
Þau útvegsfyrirtæki sem eru vel
rekin og hafa hagað sér skynsam-
lega í fjárfestingum eru og eiga að
vera samfélagsstólpar.
„Greinin verður að geta fjár-
fest og viðhaldið sér“ sagði fram-
kvæmdastjóri FISK-Seafood á fundi
sem LÍÚ hélt nýlega á Grand-Hotel
í Reykjavík. Það eru orð að sönnu.
Úthlutun nýtingarréttar veiðiheim-
ilda til langs tíma, t.d. 15-20 ára
myndi skapa útgerðunum stöðugri
rekstrarskilyrði en nú eru, með
möguleikum á langtímaáætlunum.
Samhliða þarf að tryggja eðlileg-
an leigumarkað þannig að þeir sem
ekki þurfa að veiða þær aflaheimild-
ir sem þeim er úthlutað skili þeim
aftur inn í „auðlindasjóð“ þaðan
sem aðrir eiga þess kost að leigja
þær til sín á sanngjörnu verði, en
ekki á því uppsprengda leiguverði
sem hér hefur tíðkast. Afraksturinn
af leigunni myndi nýtast til samfé-
lagslegra verkefna. Þannig myndi
samfélagið njóta góðs af leigutekj-
um veiðiheimildanna en ekki ein-
ungis handhafar kvóta. Nýtt fyrir-
komulag myndi þýða mun minni
fjárfestingakostnað fyrir útgerð-
irnar, lægra leiguverð og tryggari
starfsskilyrði til framtíðar.
Framkvæmdastjóri FISK-Sea-
food, Jón Eðvald Friðriksson, sem
vitnað var til að ofan, hefur talað
fyrir því að stjórnvöld geri samning
við útgerðina til langs tíma um nýt-
ingarrétt af veiðiheimildum. Hann
segir að málið snúist um vinnufrið.
Undir þetta getum við tekið heils
hugar. Það hefur skort á vinnu-
friðinn að undanförnu, enda leiða
hræðsluáróður og stríðsyfirlýsing-
ar sjaldan til friðar.
Verkefnið sem bíður okkar – hags-
munaaðila í sjávarútvegi ekki síður
en stjórnvalda – er að eyða óviss-
unni. Til þess þurfa allir að nálgast
viðgangsefnið af ábyrgð og ræða
það málefnalega.
Þeim útvegsmönnum fer fjölg-
andi sem viðurkenna rétt þjóðar-
innar til þess að treysta í sessi for-
ræði samfélagsins yfir auðlindinni.
Um leið þurfa stjórnvöld að fallast á
rétt fyrirtækjanna til þess að móta
sér skynsamlega fjárfestingastefnu
og traustari rekstrarforsendur.
Síðast en ekki síst þarf að koma
hér á fiskveiðistjórnunarkerfi sem
meiri sátt ríkir um. Vankantar
núverandi kerfis hafa haft alvarleg-
ar afleiðingar fyrir margar byggðir
landsins og leitt af sér mismunun
og mannréttindabrot sem sjá má af
hæstaréttardómum sem fallið hafa
og úrskurði Mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna.
Það er því sanngirnismál, nú
þegar endurreisa þarf íslenskt efna-
hagslíf, að þessi atvinnugrein komi
að því verki eins og til er ætlast af
öðrum ábyrgum aðilum, ekki síst í
atvinnulífinu.
Höfundar eru þingmenn Samfylk-
ingarinnar.
Eyðum óvissunni
ÓLÍNA
ÞORVARÐARDÓTTIR
GUÐBJARTUR
HANNESSON
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
FERÐAÆVINTÝRI
Í FERMINGARGJÖF