Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 28
 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR4 Kvikmyndastjörnurnar voru þó allar í sínu fínasta pússi eins og vanalega á Óskars- verðlaunahátíðinni. Leikkon- an Zoe Saldana úr myndinni Avatar þótti þó bera af í fjólubláum siffonkjól frá Natalia. Kate Winslet var með hárgreiðslu í anda Veronicu Lake og í hátíð- legum silfruð- um kjól frá Yves Saint Laurent. Nýjasta tíska skipt- ir miklu máli og þannig var Cameron Diaz í kjól frá Oscar de la Renta sem nýverið var frumsýndur á tískupöllunum á tískuvik- unni í New York. Umdeildustu kjólarnir voru þeir sem Charlize Theron og Jennifer Lopez klæddust. Ther- on var í bleikum Christian Dior kjól með allsérstöku brjóst- stykki en J.Lo í bleikum kjól frá Giorgio Armani Privé, en hún leit út fyrir að vera með aukamann- e s k j u á mjöðm- inni. Á tískuvikunni í París þar sem 140 tískusýn-ingar fóru fram mátti finna fleiri en eina ríkjandi tískustefnu. Eitt af því sem virðist vera tíðarandi um þessar mundir er endurvakning gamalla tískuhúsa. Hvort þetta tengist heimskreppunni skal ósagt látið en víst er að þegar gamalt tískuhús er endurvak- ið býr nafnið eitt yfir nokkurri frægð og því kostar það miklu minna í markaðssetningu og auglýsingum en nýr og óþekkt- ur hönnuður getur búist við að þurfa að leggja í og stund- um búa þessi tískuhús enn yfir gömlu dreifingarkerfi. Ég hef áður minnst á tískuhús Carven sem eitt sinn gerði garðinn frægan í hátískunni en eftir að hafa haldið sig við ilmvatns- framleiðslu árum saman spratt það fram á ný á tískuvikunni í október 2009. Nú sýndi Guill- aume Henry aðra tískulínu sína fyrir Carven sem hann hannar innblásinn af hátísku gullaldar tískuhússins, framleidda með nýjum efnum og á afskaplega sanngjörnu verði fyrir við- skiptavini, rakin leið til árang- urs á þessum síðustu og verstu tímum. En það eru fleiri tískuhús sem eitt sinn máttu muna fífil sinn fegri eins og Rochas, Pier- re Balmain eða Nina Ricci sem fengið hafa andlitslyftingu, nema að hreinlega sé hægt að tala um upprisu frá dauðum. Aðferðirnar eru þó alls ekki þær sömu hjá öllum þessum tískuhúsum, hver notar sína aðferð. Til dæmis leitar Chris- tophe Decarnin, sem hefur frá 2007 gefið Pierre Balmain nýtt líf, lítið í smiðju stofnandans. Frá upphafi er hægt að tala um stíl Decarnin með sínum stuttu pallíettu-kjólum og jökkum með ýktum öxlum og axlapúðum í anda diskóáranna. Í október sótti Marco Zanini hjá Rochas innblástur sinn í Elskhuga Marguerite Duras á sumar- sýningunni. Að þessu sinni var það kvikmyndin Cactus Flower með Ingrid Bergman og Gold- ie Hawn sem sveif yfir vötnum, hönnunin mjög í anda áranna kringum 1970. Litirnir líkt og fölnuð blóm með turkísbláu og flúorbleiku en markmiðið er að endurskapa tísku ,,Parísardöm- unnar“ sem er fræg fyrir góðan smekk og stíl. Sumum þykir þó lítið spennandi að sjá í þessari hönnun og tískusýningin hrein- lega leiðinleg. Fleiri mætti nefna eins og Peter Chopping sem er fyrr- verandi aðstoðarmaður Marcs Jacobs, en hann er nú listrænn stjórnandi Nina Ricci sem eins og fleiri hélt sig eingöngu við ilm og snyrtivörur síðustu miss- eri. Chopping hannar mjög kvenlega hönnun og er mjög upptekinn af gegnsæjum efnum en tískuskríbentar eiga erf- itt með að setja fingur á hvert hann er að fara. Bandarískir viðskiptavinir hafa hins vegar tekið framleiðslunni vel enda heimsþekkt nafn í tískubrans- anum. Og ef formúlan virkar er það ekki spurningin? bergb75@free.fr Uppvakningar og afturgöngur á tískuviku ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Dauf tíska á ÓSKARNUM Tískuspekúlöntum þóttu stjörnurnar á rauða dreglinum á Óskarnum í ár heldur ófrumlegar. Einn þeirra spurði hvar Björk væri því það hefði tilfinnanlega vantað einhvern til að hressa upp á samkomuna. Zoe Saldana í ægifögrum kjól frá Natalia. Cameron Diaz í gylltum kjól frá Oscar de la Renta. Charlize Theron í kjól frá Christian Dior. Sarah Jessica Parker í gulum kjól frá Chanel. Kate Winslet í kjól frá Yves Saint Laurent. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Tíska kallast vinsælda- bylgja í menningu, hvort sem hún er innan fatnaðar, tón- listar, byggingalistar eða útlits. Hinar ólíku tegundir tvinnast gjarnan saman. heimild: http:// is.wikipedia.org Diane Kruger í kjól frá Chanel. Sandra Bullock í kjól frá Mar- chesa. Jennifer Lopez í kjól frá Giorgio Armani Privé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.