Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 36
 11. MARS 2010 FIMMTUDAGUR8 ● gólfefni ● HÁTÍÐLEGT YFIR- BRAGÐ Stefánsþrep nefn- ist þessi litla trappa sem er milli forstofunnar og eldhúss- ins á bænum Nesi í Aðaldal. Nafnið er sótt í hönnuðinn Stefán Bjarnason þúsundþjala- smið og föður húsfreyjunnar á heimilinu. Hann leysti þessi frágangsmál með sínum hætti og gerði inngönguna í eld- húsið mun hátíðlegri en ef um þverskorna tröppu hefði verið að ræða. Hugsanlega undir áhrifum frá litlu kirkjunni sem er á hlaðinu í Nesi. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G U N Skrautlegar, eldri flísar, oft í mar- okkóskum stíl, geta gert lítið gólf- rými, og þar með talin lítil rými, að litlum smarögðum heimilis- ins. Þannig geta lítil afdrep svo sem gestasnyrting, forstofur og lítil hol eða gangar gefið íbúðinni framandi blæ. Verslanir hér í bæ hafa margar hverjar selt flísar sem hafa yfir sér gamaldags yfirbragð síðustu árin. Til upplýsingar fyrir þá sem vilja eitthvað sem enginn annar á má benda á að húsmæður hér í bæ hafa keypt sér flísar á mörkuð- um í utanlandsferðum til Spánar og landa Miðjarðarhafsins. Fyrir utanlandsfara er kannski ráð að hafa augum opin fyrir slíkum möguleikum. Þá eru nytjamark- aðir stundum með gamlar, ónot- aðar flísar á lager og svo er ekki loku fyrir það skotið að ættingj- ar og vinir eigi kannski ónotaðar flísar í geymslunni hjá sér sem keyptar voru fyrir löngu. - jma Flottar á fáa fermetra Skrautlegar og litríkar flísar eru aðalsmerki margra híbýla við Miðjarðarhafið. ● FÓTKALDIR ÍSLEND- INGAR TROÐA MOLD Íslendingar gengu á moldar- gólfum langt fram á tuttug- ustu öld og þannig var það til dæmis á bænum Tyrfings- stöðum í Skagafirði allt til árs- ins 1969. Moldin var þá þétt- troðin og hörð undir fæti og hætt er við að fótkuldi hafi hrjáð heimilisfólkið. Timbur var þó einnig notað á gólfin eftir efnum og aðstæðum og gátu efnameiri fjölskyldur klætt bæði veggi og gólf með timbri. Eins voru steinhellur lagðar á gólfin bæði í híbýl- um fólks og í útihúsum. Um miðja 18. öld beittu dönsk stjórnvöld sér fyrir bygg- ingu steinhúsa á landinu og sendu iðnaðarmenn til lands- ins til að kenna handtökin. Eins risu timburhús upp úr miðri 18 öld, lögð timburgólf- um. Í dag þekkjast moldar- gólfin ekki lengur og parket er algengasta gólfefnið í hí- býlum fólks. Þó eru mörg nú- tíma gólf gjarnan lögð nátt- úrusteini eða flotað yfir stein- steypta hellu svo svipar til gamalla gólfa. Munurinn er þó sá að nú eru gólfin lögð hita sem ekki var tilfellið í torfbæjunum. Heimild: www.minjasafnreykjavikur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.