Fréttablaðið - 11.03.2010, Síða 36
11. MARS 2010 FIMMTUDAGUR8 ● gólfefni
● HÁTÍÐLEGT YFIR-
BRAGÐ Stefánsþrep nefn-
ist þessi litla trappa sem er
milli forstofunnar og eldhúss-
ins á bænum Nesi í Aðaldal.
Nafnið er sótt í hönnuðinn
Stefán Bjarnason þúsundþjala-
smið og föður húsfreyjunnar
á heimilinu. Hann leysti þessi
frágangsmál með sínum hætti
og gerði inngönguna í eld-
húsið mun hátíðlegri en ef um
þverskorna tröppu hefði verið
að ræða. Hugsanlega undir
áhrifum frá litlu kirkjunni sem
er á hlaðinu í Nesi.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/G
U
N
Skrautlegar, eldri flísar, oft í mar-
okkóskum stíl, geta gert lítið gólf-
rými, og þar með talin lítil rými,
að litlum smarögðum heimilis-
ins. Þannig geta lítil afdrep svo
sem gestasnyrting, forstofur og
lítil hol eða gangar gefið íbúðinni
framandi blæ.
Verslanir hér í bæ hafa margar
hverjar selt flísar sem hafa yfir
sér gamaldags yfirbragð síðustu
árin. Til upplýsingar fyrir þá sem
vilja eitthvað sem enginn annar á
má benda á að húsmæður hér í bæ
hafa keypt sér flísar á mörkuð-
um í utanlandsferðum til Spánar
og landa Miðjarðarhafsins. Fyrir
utanlandsfara er kannski ráð að
hafa augum opin fyrir slíkum
möguleikum. Þá eru nytjamark-
aðir stundum með gamlar, ónot-
aðar flísar á lager og svo er ekki
loku fyrir það skotið að ættingj-
ar og vinir eigi kannski ónotaðar
flísar í geymslunni hjá sér sem
keyptar voru fyrir löngu. - jma
Flottar á fáa fermetra
Skrautlegar og litríkar flísar eru aðalsmerki margra híbýla við Miðjarðarhafið.
● FÓTKALDIR ÍSLEND-
INGAR TROÐA MOLD
Íslendingar gengu á moldar-
gólfum langt fram á tuttug-
ustu öld og þannig var það
til dæmis á bænum Tyrfings-
stöðum í Skagafirði allt til árs-
ins 1969. Moldin var þá þétt-
troðin og hörð undir fæti og
hætt er við að fótkuldi hafi
hrjáð heimilisfólkið. Timbur
var þó einnig notað á gólfin
eftir efnum og aðstæðum
og gátu efnameiri fjölskyldur
klætt bæði veggi og gólf með
timbri. Eins voru steinhellur
lagðar á gólfin bæði í híbýl-
um fólks og í útihúsum. Um
miðja 18. öld beittu dönsk
stjórnvöld sér fyrir bygg-
ingu steinhúsa á landinu og
sendu iðnaðarmenn til lands-
ins til að kenna handtökin.
Eins risu timburhús upp úr
miðri 18 öld, lögð timburgólf-
um. Í dag þekkjast moldar-
gólfin ekki lengur og parket
er algengasta gólfefnið í hí-
býlum fólks. Þó eru mörg nú-
tíma gólf gjarnan lögð nátt-
úrusteini eða flotað yfir stein-
steypta hellu svo svipar til
gamalla gólfa. Munurinn er
þó sá að nú eru gólfin lögð
hita sem ekki var tilfellið í
torfbæjunum.
Heimild:
www.minjasafnreykjavikur.is