Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 58
42 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR ECCO GOLFSKÓR 2010 golflínan komin KRINGLAN SÍMI 553 80 50 Nú er rétti tíminn til að fá sér golfskó fyrir golfferðina í vor í Ecco búðinni Kringlunni H ER RA SK Ó R D Ö M US KÓ R 38804 01001 Stærðir: 39 - 47 39484 52570 Stærðir: 39 - 47 39404 55360 Stærðir: 39 - 47 M.Flexor Casual Cool II premium Casual Cool II GTX 38483 52569 Stærðir: 36 - 42 38473 51293 Stærðir: 37 - 41 38593 01007 Stærðir: 36 - 41 Comfort Swing GTX Casual Cool Hydromax Comfort Swing Hydromax ÚRSLITIN Í GÆR Meistaradeildin Manchester United - AC Milan 4-0 1-0 Wayne Rooney (13.), 2-0 Wayne Rooney (46.), 3-0 Ji-Sung Park (56.), 4-0 Darren Fletcher (87.) Manchester United vann samanlagt 7-2 Real Madrid - Lyon 1-1 1-0 Cristiano Ronaldo (6.), 1-1 Miralem Pjanic (75.) Lyon vann samanlagt 2-1 Enska úrvalsdeildin Burnley - Stoke City 1-1 0-1 Tuncay Sanli (23.), 1-1 David Nugent (52.) Íslandsmótið í íshokkí SA - Björninn 6-2 Mörk SA: Jóhann Leifsson, Gunnar Darri Sigurðsson, Andri Freyr Sverrisson, Stefán Hrafnsson 2, Ingvar Jónsson. Mörk Bjarnarins: Birgir Hansen 2. FÓTBOLTI Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem var opinberuð í gær ætla 25 prósent ársmiðahafa í ensku úrvalsdeildinni ekki að endurnýja miða sína fyrir næsta tímabil. Manchester United er það félag sem tapar flestum ársmiðahöfum. Regluleg mótmæli hafa staðið yfir í Manchester þar sem margir stuðningsmenn Englandsmeist- aranna vilja losna við eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna frá Bandaríkjunum. Eignarhald félagsins er talin helsta ástæða þess að svo margir segist ætla að segja upp ársmiðum. - egm Fjórðungur ársmiðahafa: Endurnýjar ekki ársmiða FÓTBOLTI Manchester United og Lyon komust í gær áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Unit- ed tók sig til og slátraði AC Milan 4-0 en Lyon náði jafntefli á útivelli gegn Real Madrid. Sigur Lyon í fyrri leiknum í Frakklandi fleytir liðinu því áfram í keppninni. Beðið var með mikilli eftirvænt- ingu eftir stórleiknum á Old Traff- ord enda ljóst að AC Milan þurfti að sækja til sigurs eftir 2-3 tapið á heimavelli. David Beckham hefur ekki verið í byrjunarliði ítalska liðsins síðan þá og þurfti að sætta sig við að sitja á tréverkinu þegar Svisslendingurinn Massimo Bus- acca flautaði til leiks í gær. Wayne Rooney var í byrjunar- liði Englandsmeistaranna og átti fyrsta markskot leiksins á þriðju mínútu en boltinn sigldi naumlega framhjá. Leikurinn fór fjörlega af stað og skömmu eftir þetta var Ronaldinho nálægt því að skora fyrir gestina en skalli hans hitti ekki á rammann. Það halda Rooney engin bönd um þessar mundir og það sýndi hann eftir þrettán mínútna leik þegar hann skoraði þriðja skallamark sitt í einvíginu. Gary Neville átti fyrirgjöfina og Rauðu djöflarnir komnir í ansi vænlega stöðu. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Roon- ey aftur og gerði endanlega út um þær litlu vonir sem ítalska liðið átti. Stærstu fréttirnar voru kannski að hann skoraði ekki með skalla að þessu sinni heldur laum- aði boltanum laglega framhjá Christian Abbiati eftir frábæra sendingu Nani. Ji-Sung Park stráði salti í sár gestanna og bætti við þriðja marki United eftir sendingu frá Paul Scholes. Á 64. mínútu gerði AC Milan skiptingu og inn kom David Beckham í sínum fyrsta leik á Old Trafford síðan hann yfirgaf Manchester United og hélt til Real Madrid árið 2003. Honum var mikið fagnað á Old Trafford og sama á við um Wayne Rooney sem fékk hvíld skömmu síðar og inn kom Búlgarinn Dimitar Berbatov. Heimamenn höfðu ekki sagt sitt síðasta orð en Skotinn Darren Fletcher fullkomnaði niðurlæg- ingu AC Milan með skallamarki undir lokin. Úrslitin 4-0 og United áfram með sannkölluðum glæsi- brag, samtals 7-2. Real Madrid þurfti að snúa við 1-0 tapi gegn Lyon í fyrri leiknum en það tókst ekki. Madridingar voru vel studdir á heimavelli og hinn magnaði Cristiano Ronaldo kom þeim yfir strax á sjöttu mínútu. Boltinn fór milli fóta Hugo Lloris í marki Lyon og áttunda mark Ron- aldo í keppninni þetta tímabilið staðreynd. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonz- alo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Spænska liðið fékk mun betri færi í fyrri hálf- leiknum en fór illa að ráði sínu og þurfti að sætta sig við að fara með þetta eina mark í forskot í hálfleik- inn. Lyon fékk síðan hættulegri færi í seinni hálfleiknum og þegar stundarfjórðungur var eftir náði liðið að jafna 1-1. Miralem Pjanic skoraði og Frakkarnir komnir yfir í einvíginu. Stjörnumprýddu liði Real tókst ekki að skora annað mark og tryggja sér sigurinn. Það er því úr leik í Meistaradeildinni. Gríðarleg vonbrigði fyrir spænska stórlið- ið sem ætlaði sér alla leið í keppn- inni. Arsenal, Bayern München, Manchester United og Lyon verða því öll í pottinum þegar dregið verð- ur í átta liða úrslitin. Í næstu viku kemur í ljós hvaða fjögur lið til við- bótar bætast í pottinn. elvargeir@frettabladid.is Wayne Rooney gekk frá AC Milan Hinn sjóðheiti Rooney skoraði fjögur mörk fyrir Manchester United í leikjunum tveimur gegn AC Milan í Meistaradeildinni. Rauðu djöflarnir verða í pottinum eins og Lyon þegar dregið verður í átta liða úrslit. ÓSTÖÐVANDI Wayne Rooney er heitasti leikmaður heims um þessar mundir. Hann skoraði tvö mörk fyrir United í gær. NORDICPHOTOS/GETTY ÍSHOKKÍ Skautafélag Akureyr- ar er Íslandmeistari í íshokkí eftir öruggan sigur á Birninum í hreinum úrslitaleik á Akureyri í gær. Björninn náði aldrei að sýna klærnar í leiknum og yfirburðir heimamanna voru miklir. Þeir unnu rimmuna um titilinn 3-2 en leikinn í gær örugglega 6-2. Björninn komst reyndar yfir í byrjun leiks en SA jafnaði í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var síðan einstefna allan tím- ann og þar skoruðu Akureyring- ar þrjú mörk og gerðu nánast út um leikinn. Liðið spilaði frábæra vörn og agaða sókn en Björninn var máttlítill allan leikinn. Sér í lagi var liðið slakt í öðrum leik- hluta þar sem það komst varla yfir miðju. „Við sýndum mikinn stöðug- leika í rimmunni. Við börðumst vel í öllum leikjunum fimm, allt- af. Þegar þeir komust yfir börð- umst við bara til baka og kláruð- um þetta. Það sýndi karakterinn í þessu liði,“ sagði hinn spilandi þjálfari Josh Gribben sem átti mjög góðan leik. Liðið virtist koma vel stemmt til leiksins í dag. „Já við ákváð- um að gíra okkur vel upp og magnaður stuðningur áhorfenda skipti líka sköpum,“ sagði Gribb- en en troðfullt var í Skautahöll- inni í gær og líklega vel yfir 1000 manns í húsinu. „Leikskipulag okkar gekk upp á að halda pekk- inum vel og sækja stíft á þá allan leikinn og það gekk vel upp í dag,“ sagði þjálfarinn kátur. – hþh Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistari í íshokkí: Algjörir yfirburðir ÍSLANDSMEISTARABIKAR Á LOFT Josh Gribben lyftir bikarnum eftir sannfærandi sigur SA á heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/HJALTI ÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.