Fréttablaðið - 11.03.2010, Síða 58

Fréttablaðið - 11.03.2010, Síða 58
42 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR ECCO GOLFSKÓR 2010 golflínan komin KRINGLAN SÍMI 553 80 50 Nú er rétti tíminn til að fá sér golfskó fyrir golfferðina í vor í Ecco búðinni Kringlunni H ER RA SK Ó R D Ö M US KÓ R 38804 01001 Stærðir: 39 - 47 39484 52570 Stærðir: 39 - 47 39404 55360 Stærðir: 39 - 47 M.Flexor Casual Cool II premium Casual Cool II GTX 38483 52569 Stærðir: 36 - 42 38473 51293 Stærðir: 37 - 41 38593 01007 Stærðir: 36 - 41 Comfort Swing GTX Casual Cool Hydromax Comfort Swing Hydromax ÚRSLITIN Í GÆR Meistaradeildin Manchester United - AC Milan 4-0 1-0 Wayne Rooney (13.), 2-0 Wayne Rooney (46.), 3-0 Ji-Sung Park (56.), 4-0 Darren Fletcher (87.) Manchester United vann samanlagt 7-2 Real Madrid - Lyon 1-1 1-0 Cristiano Ronaldo (6.), 1-1 Miralem Pjanic (75.) Lyon vann samanlagt 2-1 Enska úrvalsdeildin Burnley - Stoke City 1-1 0-1 Tuncay Sanli (23.), 1-1 David Nugent (52.) Íslandsmótið í íshokkí SA - Björninn 6-2 Mörk SA: Jóhann Leifsson, Gunnar Darri Sigurðsson, Andri Freyr Sverrisson, Stefán Hrafnsson 2, Ingvar Jónsson. Mörk Bjarnarins: Birgir Hansen 2. FÓTBOLTI Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem var opinberuð í gær ætla 25 prósent ársmiðahafa í ensku úrvalsdeildinni ekki að endurnýja miða sína fyrir næsta tímabil. Manchester United er það félag sem tapar flestum ársmiðahöfum. Regluleg mótmæli hafa staðið yfir í Manchester þar sem margir stuðningsmenn Englandsmeist- aranna vilja losna við eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna frá Bandaríkjunum. Eignarhald félagsins er talin helsta ástæða þess að svo margir segist ætla að segja upp ársmiðum. - egm Fjórðungur ársmiðahafa: Endurnýjar ekki ársmiða FÓTBOLTI Manchester United og Lyon komust í gær áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Unit- ed tók sig til og slátraði AC Milan 4-0 en Lyon náði jafntefli á útivelli gegn Real Madrid. Sigur Lyon í fyrri leiknum í Frakklandi fleytir liðinu því áfram í keppninni. Beðið var með mikilli eftirvænt- ingu eftir stórleiknum á Old Traff- ord enda ljóst að AC Milan þurfti að sækja til sigurs eftir 2-3 tapið á heimavelli. David Beckham hefur ekki verið í byrjunarliði ítalska liðsins síðan þá og þurfti að sætta sig við að sitja á tréverkinu þegar Svisslendingurinn Massimo Bus- acca flautaði til leiks í gær. Wayne Rooney var í byrjunar- liði Englandsmeistaranna og átti fyrsta markskot leiksins á þriðju mínútu en boltinn sigldi naumlega framhjá. Leikurinn fór fjörlega af stað og skömmu eftir þetta var Ronaldinho nálægt því að skora fyrir gestina en skalli hans hitti ekki á rammann. Það halda Rooney engin bönd um þessar mundir og það sýndi hann eftir þrettán mínútna leik þegar hann skoraði þriðja skallamark sitt í einvíginu. Gary Neville átti fyrirgjöfina og Rauðu djöflarnir komnir í ansi vænlega stöðu. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Roon- ey aftur og gerði endanlega út um þær litlu vonir sem ítalska liðið átti. Stærstu fréttirnar voru kannski að hann skoraði ekki með skalla að þessu sinni heldur laum- aði boltanum laglega framhjá Christian Abbiati eftir frábæra sendingu Nani. Ji-Sung Park stráði salti í sár gestanna og bætti við þriðja marki United eftir sendingu frá Paul Scholes. Á 64. mínútu gerði AC Milan skiptingu og inn kom David Beckham í sínum fyrsta leik á Old Trafford síðan hann yfirgaf Manchester United og hélt til Real Madrid árið 2003. Honum var mikið fagnað á Old Trafford og sama á við um Wayne Rooney sem fékk hvíld skömmu síðar og inn kom Búlgarinn Dimitar Berbatov. Heimamenn höfðu ekki sagt sitt síðasta orð en Skotinn Darren Fletcher fullkomnaði niðurlæg- ingu AC Milan með skallamarki undir lokin. Úrslitin 4-0 og United áfram með sannkölluðum glæsi- brag, samtals 7-2. Real Madrid þurfti að snúa við 1-0 tapi gegn Lyon í fyrri leiknum en það tókst ekki. Madridingar voru vel studdir á heimavelli og hinn magnaði Cristiano Ronaldo kom þeim yfir strax á sjöttu mínútu. Boltinn fór milli fóta Hugo Lloris í marki Lyon og áttunda mark Ron- aldo í keppninni þetta tímabilið staðreynd. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonz- alo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Spænska liðið fékk mun betri færi í fyrri hálf- leiknum en fór illa að ráði sínu og þurfti að sætta sig við að fara með þetta eina mark í forskot í hálfleik- inn. Lyon fékk síðan hættulegri færi í seinni hálfleiknum og þegar stundarfjórðungur var eftir náði liðið að jafna 1-1. Miralem Pjanic skoraði og Frakkarnir komnir yfir í einvíginu. Stjörnumprýddu liði Real tókst ekki að skora annað mark og tryggja sér sigurinn. Það er því úr leik í Meistaradeildinni. Gríðarleg vonbrigði fyrir spænska stórlið- ið sem ætlaði sér alla leið í keppn- inni. Arsenal, Bayern München, Manchester United og Lyon verða því öll í pottinum þegar dregið verð- ur í átta liða úrslitin. Í næstu viku kemur í ljós hvaða fjögur lið til við- bótar bætast í pottinn. elvargeir@frettabladid.is Wayne Rooney gekk frá AC Milan Hinn sjóðheiti Rooney skoraði fjögur mörk fyrir Manchester United í leikjunum tveimur gegn AC Milan í Meistaradeildinni. Rauðu djöflarnir verða í pottinum eins og Lyon þegar dregið verður í átta liða úrslit. ÓSTÖÐVANDI Wayne Rooney er heitasti leikmaður heims um þessar mundir. Hann skoraði tvö mörk fyrir United í gær. NORDICPHOTOS/GETTY ÍSHOKKÍ Skautafélag Akureyr- ar er Íslandmeistari í íshokkí eftir öruggan sigur á Birninum í hreinum úrslitaleik á Akureyri í gær. Björninn náði aldrei að sýna klærnar í leiknum og yfirburðir heimamanna voru miklir. Þeir unnu rimmuna um titilinn 3-2 en leikinn í gær örugglega 6-2. Björninn komst reyndar yfir í byrjun leiks en SA jafnaði í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var síðan einstefna allan tím- ann og þar skoruðu Akureyring- ar þrjú mörk og gerðu nánast út um leikinn. Liðið spilaði frábæra vörn og agaða sókn en Björninn var máttlítill allan leikinn. Sér í lagi var liðið slakt í öðrum leik- hluta þar sem það komst varla yfir miðju. „Við sýndum mikinn stöðug- leika í rimmunni. Við börðumst vel í öllum leikjunum fimm, allt- af. Þegar þeir komust yfir börð- umst við bara til baka og kláruð- um þetta. Það sýndi karakterinn í þessu liði,“ sagði hinn spilandi þjálfari Josh Gribben sem átti mjög góðan leik. Liðið virtist koma vel stemmt til leiksins í dag. „Já við ákváð- um að gíra okkur vel upp og magnaður stuðningur áhorfenda skipti líka sköpum,“ sagði Gribb- en en troðfullt var í Skautahöll- inni í gær og líklega vel yfir 1000 manns í húsinu. „Leikskipulag okkar gekk upp á að halda pekk- inum vel og sækja stíft á þá allan leikinn og það gekk vel upp í dag,“ sagði þjálfarinn kátur. – hþh Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistari í íshokkí: Algjörir yfirburðir ÍSLANDSMEISTARABIKAR Á LOFT Josh Gribben lyftir bikarnum eftir sannfærandi sigur SA á heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/HJALTI ÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.