Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 62
46 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. dægurs, 6. í röð, 8. gapa, 9. gogg, 11. stöðug hreyfing, 12. jakki og pils, 14. gort, 16. ónefndur, 17. þrí, 18. illæri, 20. snæddi, 21. ílát. LÓÐRÉTT 1. nálægð, 3. frá, 4. garð- plöntutegund, 5. dreift, 7. garðplöntu- tegund, 10. fley, 13. hrygning, 15. kroppa, 16. nægilegt, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. dags, 6. áb, 8. flá, 9. nef, 11. ið, 12. dragt, 14. grobb, 16. nn, 17. trí, 18. óár, 20. át, 21. glas. LÓÐRÉTT: 1. nánd, 3. af, 4. glitbrá, 5. sáð, 7. bergnál, 10. far, 13. got, 15. bíta, 16. nóg, 19. ra. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Hera Björk stunda rope yoga. 2 Það eru þrír kettir í Hrísey. 3 Össur Geirsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs. „Ég hef aldrei séð þessa þætti. Ég bara vona að þeir séu ekki hræði- legir,“ segir Sindri Már Sigfússon úr hljómsveitinni Seabear sem á lag í læknaþættinum vinsæla Grey´s Anatomy, sem um 15 millj- ónir Bandaríkjamanna horfa á í hverri viku. Lagið nefnist Cold Summer og hljómar í þætti sem verður frum- sýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Það er fyrsta smáskífulagið af nýj- ustu plötu sveitarinnar, We Built A Fire, sem kemur út hérlendis á mánudaginn. Seabear hefur áður átt lag í bandaríska þættinum Goss- ip Girl. „Við erum með höfundar- réttarsamning við Warner. Þar er fólk mikið í því að reyna að koma tónlist í einhverja svona þætti,“ segir Sindri. Sveitin er á leiðinni í langa tón- leikaferð um Bandaríkin og Evrópu sem hefst á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas 17. mars. Hún fær því heldur betur góða kynningu svona rétt í aðdraganda ferðarinn- ar, auk þess sem tekjurnar sem fást af laginu koma sér einkar vel. „Þetta er aðallega gott fyrir okkur peningalega séð fyrir þessa túra. Við þurfum alltaf að borga mikið fyrir flugið því við erum svo mörg. Það er alveg rosalegur peningur,“ segir Sindri. Hljómsveitin hefur fengið styrk frá Loftbrú vegna flugkostnaðar en hefur ekki nýtt sér mögulega fyrir- framgreiðslu frá þýska útgáfufélag- inu Morr vegna ferðalagsins. „Við getum fengið peninga hjá þeim ef okkur vantar. Þá er það fyrirfram- greiðsla fyrir plötusölu. Það er bara eins og að taka yfirdrátt að fá styrk frá þeim. Maður borgar þetta allt á endanum sjálfur.“ Sindri vill ekki gefa upp hversu háa upphæð Seabear fær fyrir lagabirtinguna í Grey´s Anatomy. „Miðað við gengið núna er þetta mjög fínt. Þetta er mjög hátt tíma- kaup. Ætli þetta séu ekki þrjátíu sekúndur sem lagið hljómar, þannig að þetta eru margir þúsundkallar á sekúndu.“ Hljómsveitin er nýkomin heim eftir tónleikaferð um Þýskaland og Noreg sem heppnaðist sérlega vel að mati Sindra þrátt fyrir tut- tugu stiga kulda. „Það var uppselt á öllum stöðunum sem við fórum á og við höfum aldrei selt jafnmikið af plötum og bolum fyrr.“ Næsta þriðjudag er förinni heit- ið til Bandaríkjanna en í sumar stefnir Seabear á að halda útgáfu- tónleika hér heima vegna nýju plöt- unnar. freyr@frettabladid.is SINDRI MÁR SIGFÚSSON: HEF ALDREI SÉÐ ÞESSA ÞÆTTI Fínn peningur fyrir að selja lag í Grey‘s Anatomy LAG Í GREY´S ANATOMY Sindri Már Sigfússon og félagar í Seabear eiga lag í lækna- þættinum vinsæla Grey´s Anatomy. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal tekur þátt í einu stærsta pókermóti heims þegar hann sest við eitt af spila- borðunum í spilavítinu Monte Carlo við Grace-götuna í Mónakó og keppir á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í póker fyrir hönd pókerfyrirtækisins PokerStars.com. Vinningsféð er hæsta upphæð sem nokkur pókerspilari getur unnið sér inn utan Las Vegas en sá sem stendur uppi sem sigurvegari getur farið heim með rúmar 2,6 millj- ónir evra eða 400 milljónir íslenskra króna í rassvasanum. Heildarvinn- ingsféð er rúmar níu milljónir evra eða tæpir tveir milljarðar íslenskra króna. „Mótið er í lok apríl, við Sveppi förum, hann fær samt ekkert að taka þátt í mótinu sjálfu heldur verður hent í eitthvert hliðarmót,“ segir Auðunn í samtali við Fréttablaðið en þeir félagar hyggjast gera sjónvarpsþátt um þátttöku Auð- uns á mótinu. Margar af skær- ustu stjörnum pókerheims- ins hafa vanið komur sínar á mótið en Auðunn er hvergi banginn. Hlakkar bara til að reyna sig við menn á borð við Phil Ivey og Daniel Negreanu. Köngulóarmaðurinn fyrrverandi Tobey Maguire hefur tekið þátt í mótinu en hann þykir nokkuð lunkinn með spilin. 935 pókerspilarar taka þátt í mótinu en Auðunn segist ekki vita hvað hann geri ef hann sigri. „Ég bara veit það ekki, ég myndi allavega ekki hætta í sjónvarpi.“ - fgg Auðunn keppir um 400 milljónir MEÐAL ÞEIRRA BESTU Auðunn Blöndal fær að reyna sig gegn þeim bestu í Monte Carlo. Tobey Maguire lætur sig yfirleitt ekki vanta á mótið. Frægasti sjónvarpskokkur Írlands, Rachel Allen, er íslensk í móðurættina. Þetta kemur fram í viðtali við hana í bandaríska veftímaritinu San Gabriel Valley Tribune. „Ég eldaði ekki mikið heima, mamma sá aðallega um það,“ segir Rachel í viðtalinu. Eftir nokkra eftirgrennsl- an Fréttablaðsins kom í ljós að móðir Rachel er Hallfríður Rei- chenfeld O’Neill sem fluttist ung að árum frá Reykjavík til London og var í listaháskóla þar. Í viðtali við Belfast Telegraph er ástar- saga Hallfríðar rakin en að sögn blaðsins fór hún í stutta helgar- ferð til Dublin og kynntist þar eiginmanninum Brian O‘Neill. Þau hafi strax fellt hugi saman og Hallfríður fluttist til borgarinn- ar þar sem hún rak fjölda tísku- verslana. Reyndar vekur athygli í umræddu viðtali að þar er sér- staklega tekið fram að Rachel sé mótmælandatrúar og að móðir hennar hafi ekki verið ýkja trúuð. Rachel Allen hefur ekki gert mikið úr sínum íslensku ættum en í viðtölum við breska fjölmiðla kemur yfirleitt fram að móðir hennar sé íslensk. Allen hefur gefið út fjöldann allan af matreiðslubókum hjá útgáfunni Harpers Collins í Lond- on. Þá hefur hún verið með fjölda sjónvarpsþátta á Good Food Chan- el í Bretlandi, skrifar reglulega í bæði tímarit og dagblöð og fram- leiðir sína eigin línu af bæði borð- búnaði og eldunarútbúnaði á borð við brauðvél. Rachel býr nú ásamt manni sínum og þremur börnum á búgarði sem sérhæfir sig í líf- rænt ræktuðum mat en maðurinn hennar rekur tvo veitingastaði. - fgg Frægasti kokkur Íra er íslenskur Emilíana Torrini: Today Has Been Ok, Serenade, Sunny Road, Nothing Brings Me Down í Grey´s Anatomy Lay Low: Mojo Love í Grey´s Anatomy Eberg: Inside Your Head í The O.C. Barði Jóhannsson og Noemi Brosset: Dream í The L-Word Bang Gang: Follow í The O.C. ÍSLENSK LÖG Í BANDARÍSKUM ÞÁTTUM „Morgunmaturinn minn er eins og íslenska veðrið − það er ómögulegt að festa hönd á hvernig hann verður. Í sem fæst- um orðum borða ég það sem er til í ísskápnum, allt frá skyri yfir í pítsusneið með hakki og papriku frá kvöldinu áður.“ Björg Magnúsdóttir, blaðakona og háskólanemi. Hönnuðurinn Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hefur dvalið í Los Angeles undanfarnar vikur og unnið að því að kynna tískumerkið Gyðju. Sigrún skellti sér í hádegismat með Anítu Briem á veitingastaðnum The Ivy á þriðjudag, en sá staður er einna frægastur fyrir að vera fullur af frægu fólki á hverjum degi. Stjörnurnar sem vilja láta papparassana mynda sig mæta þangað og geta verið vissar um að vera í blöðunum og á vefsíðunum í kjölfarið. Engum sögum fer af því hvort þær stöllur hafi verið hund- eltar, en Aníta gat örugglega gefið Sigrúnu góð ráð í sambandi við bransann í stjörnuborginni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er margt skorið við nögl í sambandi við Eurovision í ár. Og er leitað allra leiða til að spara nokkra aura. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er Örlygur Smári nú alvarlega að velta því fyrir sér að vera sjálfur hljóðmaður atriðsins en með því gætu sparast nokkr- ar krónur því yfirleitt hafa sérstakir hljóð- menn fylgt íslenska Euro-vision- hópnum. Fyrstu sólóplötu Jónsa úr Sigur Rós, Go, hefur verið lekið á Netið tæpum mánuði áður en hún á að koma út, sem er 5. apríl. Jónsi hefur áður lent í þessu því í maí í fyrra var fyrstu plötu hans og kær- asta hans Alex Somers, Riceboy Sleeps, lekið á Netið rúmum tveimur mánuðum fyrir útgáfudag. Hvort lekinn á Go verði til þess að platan seljist minna en ella eða hvort áhuginn á henni aukist verður látið liggja á milli hluta. - afb, fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Auglýsingasími ER ÍSLENSK Rachel Allen er einn þekkt- asti kokkur Íra en hún á íslenska móður, Hallfríði Reichenfeld. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.