Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 16
16 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR BERGMÁL Bergmál var upphaflega kór en breyttist í líknar- og vinafélag í kjölfar þess að einn kórfélaginn veiktist af krabbameini sem dró hann til dauða. Markmið Berg- máls er að bjóða langveikum og blindum ókeypis orlofsdvöl að sumri en í sumar eru fimmtán ár frá því að sú starfsemi hófst. Félagið á nú og rekur hús sem hentar starfseminni. Allir sem að starfi Bergmáls koma gefa vinnu sína. SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS 2010 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í fimmta sinn í dag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum en einnig eru veitt heiðursverðlaun. Í hverjum hinna fjögurra flokka eru fimm tilnefningar sem kynntar eru á þessari síðu og síðu 18. Forseti Íslands afhendir Samfélagsverðlaunin. Athyglinni beint að góðverkum Í SUMARDVÖL Vel fer um alla gesti í björtum og fallegum húsa- kynnum í Bergheimum. ÚR HJÁLPARSTARFI Hjálparf kirkjunnar stendur fyrir umfangsmikilli hjálparstarfi bæði erlendis og innanlands. HÚFUVERKEFNIÐ Á 80 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands færa kvenfélagskonur um allt land nýburum húfu að gjöf. FRÁ HAÍTÍ Skjót viðbrögð og björgunarstarf íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar vakti athygli eftir jarðskjálftana á Haítí í janúar. Á FUNDI Í FORELDRAHÚSI Í Foreldrahúsum Vímulausrar æsku fer fram margháttað starf sem styður við fjölskyldur ungra vímuefna- neytenda. GAURAFLOKKURINN Í VATNASKÓGI Ársæll Aðalbergsson framkvæmda- stjóri Vatnaskógar, Bóas Valdórsson sálfræðingur og séra Sigurður Grét- ar Sigurðsson hafa staðið saman að því að taka á móti sérhópi drengja með ADHD í Vatnaskógi. Markmiðið er að drengir með ADHD geti sótt sumarbúðir eins og aðrir drengir í Vatnaskógi. Til að mæta þörfum drengjanna er fjölmennara starfslið í Gauraflokki en öðrum flokkum í Skóginum og er kostnaðinum mætt með fjáröflun til að foreldrar beri ekki meiri kostnað af dvölinni en aðrir foreldrar. FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐARSAMFÉLAGSVERÐLAUN HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR Allar kirkjur innan Þjóðkirkjunnar standa að Hjálparstarfi kirkjunnar sem stofnað var 1970. Lengst af einbeitti Hjálparstarfið sér að því að veita aðstoð til bágstaddra þjóða og hefur Hjálparstarf kirkjunnar tekið þátt í hjálpar starfi víða um heim. Athygli vekur hversu skjótt er brugðist við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til dæmis þegar hamfarir dynja á bágstöddum þjóðum. Þá hefur Hjálparstarfið hin síðari ár einbeitt sér í auknum mæli að því að mæta vaxandi þörf fyrir aðstoð innanlands. KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS Hátt á annað hundrað kvenfélög starfa í landinu og er Kvenfélagasamband Íslands regnhlífarsamtök þeirra. Starf Kvenfélagasambandsins byggir á grunninum sem lagður var við stofnun þess fyrir 80 árum en hefur lagað sig að breyttum heimi, einkum breyttri stöðu kvenna í samfélaginu. Markmið sambandsins snúast meðal annars um að standa vörð um hag íslenskra heim- ila og fylgjast með opinberum ákvörð- unum sem snúa að menntunarmálum barna, heilbrigðis- og félagsmálum. Öll starfsemi kvenfélaganna byggir á sjálfboðavinnu. SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG Innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar er unnið umfangsmikið sjálfboðaliðastarf. Björgunar- sveitarmenn svara kalli nótt sem nýtan dag og fara út í hvaða veður og aðstæður sem er með það að leiðarljósi að bjarga mannslífum. Skemmst er að minnast snarpra viðbragða Íslensku alþjóðabjörgun arsveitarinnar eftir jarðskjálftann á Haítí í janúar en sveitin var með fyrstu erlendu björgunarsveitunum sem komu á staðinn og skildi hún þar eftir mikinn búnað til afnota fyrir björgunarmenn sem á eftir komu. VÍMULAUS ÆSKA Foreldrasamtökin Vímulaus æska eru stofnuð af foreldr- um sem vildu leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn vímuefnaneyslu. Starfsemi samtakanna beinist að því að styðja við foreldra ungmenna í vímuefnavanda. Í því skyni starfa á vegum þeirra foreldra- hópar en einnig er boðið upp á fjölskylduráðgjöf á vegum samtakanna og eftirmeðferð fyrir unglinga sem lokið hafa vímuefnameðferð. Frá 2002 hafa samtökin rekið Foreldrahús í Reykjavík og frá 2006 einnig í Hafnarfirði. Í VATNASKÓGI Drengirnir í Gauraflokknum njóta þess að busla og taka þátt í öðrum leikjum í Vatnaskógi. HALLFRÍÐUR OG MAXÍMÚS Hallfríður Ólafsdóttir flautu- leikari í Sinfóníuhljómsveitinni skóp músina Maxímús sem kynnir tónlist fyrir börnum. LAILA MARGRÉT ARNÞÓRSDÓTTIR Tinna táknmálsálfur er fyrsta persónan í íslensku sjónvarpsefni fyrir börn sem eiga táknmálið að móðurmáli. GLEÐIDAGAR Það er glatt á hjalla á sumarnámskeiðunum Gleðidögum þar sem kynslóðirnar mætast. Á TÓNLEIKUM Valgerður Jónsdóttir leikur á tónleikum ásamt nemanda sínum. HALLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Hallfríður Ólafsdóttir er höfundur bók- arinnar Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina. Sagan fjallar um litla mús sem villist inn í tónlistarhús þar sem heil sinfóníuhljómsveit er að hefja æfingu. Meðan hljóðfæraleikararnir stilla hljóðfæri sín verður músin, og um leið börnin sem á söguna hlýða, margs vísari um hljóðfærin og að lokum hlýðir músin á tónleika ásamt prúðbúnum tónleikagestum. Bókin hefur notið mikilla vinsælda og hefur komið út í Færeyjum og Kóreu. Sömuleiðis hafa Maxímús-tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands notið hylli barna. Á þessu ári er væntanlegt framhald af sögunni um Maxímús Músíkús. LAILA MARGRÉT ARNÞÓRSDÓTTIR Tinna táknmálsálfur er sköpunar- verk Lailu Margrétar Arnþórsdóttur. Hún hefur birst í Stundinni okkar í vetur og verða þættirnir um hana alls átta að sinni. Tinna táknmáls- álfur talar táknmál en þættirnir um hana eru þó talsettir þannig að börn sem ekki tala táknmál geti líka fylgst með ævintýrum hennar. Fyrir tíma Tinnu hafði ekkert barnaefni verið framleitt sérstaklega á Íslandi fyrir fyrir börn sem tala táknmál. Verulega er vandað til gerðar þátt- anna og hefur Laila Margrét gefið alla vinnu sína í tengslum við gerð þeirra. RAUÐI KROSS ÍSLANDS OG ÖLDRUNARRÁÐ Gleðidagar eru vikulöng sumarnám- skeið ætluð börnum á aldrinum 7 til 12 ára. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru aðallega eldri borgarar en þeim til aðstoðar eru nemendur í félagsráðgjöf við HÍ og sjálfboðaliðar Rauða krossins. Tilgangur námskeiðanna er að sameina unga og aldna báðum til hagsbóta. Börnin kynnast á námskeiðunum gömlum gildum og hefðum en einnig hugsjónum Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Boðið var upp á nám- skeiðin sumarið 2009 og verða þau aftur í boði á komandi sumri. TÓNSTOFA VALGERÐAR Í Tónstofu Valgerðar fer fram tónlistarkennsla sem sérstaklega er löguð að þörfum nemenda með sérþarfir og er skólinn eini tónlistar- skólinn á landinu þar sem þessir nemendur njóta forgangs. Nemendur Tónstofunnar geta bæði lagt stund á hefðbundið tónlistarnám og fjölþætt nám og þjálfun sem beinist að því efla tónnæmi og tónlistarfærni, bæta líðan og veita útrás fyrir sköpunarþrá. Framhald á síðu 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.