Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 22
22 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Einar Skúlason skrifar um stjórnmál Árangur í stjórnmál-um og samstaða um lausnir liggur oft í því hvernig nálgun menn hafa á viðfangsefnin. Nálgist menn þau með þrönga hagsmuni t.d. flokkshagsmuni, eða hagsmuni viðskiptablokka og/ eða ákveðinna samtaka að leiðar- ljósi verður niðurstaðan oftast röng og þjónar ekki hagsmunum almennings. Lausnir á alltaf að mæla við fjöldann, sem hefur hag eða byrðar af þeim. Í sjávarútvegs- málum ber að hafa í huga heildar- hagsmuni, bæði allra þeirra sem vinna í greininni og alls almenn- ings, ekki bara útgerðarmanna og kvótaeigenda. Sama má segja um málefni Orkuveitu Reykjavík- ur. Hana verður alltaf að nálgast með það fyrir augum að fjöldinn hafi hag af og búi við ódýra og örugga orku. Viðskiptamöguleik- ar Orkuveitu Reykjavíkur, bæði í öðrum löndum, í stóriðju eða í öðrum verkefnum mega aldrei tefla frummarkmiðinu í tvísýnu. Hrunið og þau vandamál sem við erum að glíma við eru erfið- ustu verkefni sem íslensk alþýða og stjórnmálamenn hafa feng- ist við. En í þessu leynast tæki- færi sem sjálfsagt er að nýta sér til að gera stjórnmál skilvirkari, gagnsærri og umfram allt heiðar- legri. Peningaárin og útrásartíminn, þegar peningar virtust ótakmark- aðir og eyðsluæðið ríkti hvert sem litið var, ruglaði marga í ríminu og virðist ljóst að siðferðileg viðmið hafi týnst um stund, bæði í við- skiptalífi og víðar og í stjórnmál- um. Skýrslan stóra frá Rannsókn- arnefnd Alþingis er nú á næsta leiti og mun væntanlega varpa ljósi á það sem aflaga fór. Enginn vafi leikur á því að þar verður að finna harða dóma bæði um stjórn- málamenn og viðskiptajöfra. Þeir sem brotið hafa lög verða að sæta refsingu og í kjölfar skýrslunnar fer áreiðanlega fram mikið upp- gjör. Minnumst samt þess að fólk er saklaust uns sekt sannast. Hvað stjórnmálin varðar og minn flokk sérstaklega brugð- ust menn þannig við hruninu að þeir eldri stigu til hliðar, sumir í fullu fjöri, til að gefa nýju fólki tækifæri og svara kröfunni sem gerð var til allra flokka um end- urnýjun. Mikil endurnýjun varð bæði á forystu og þing- liði Framsóknarflokksins og góð samstaða er meðal flokksmanna um forystu- sveitina. Í lok nóvember bar ég sigur úr býtum í forvali okkar framsóknarmanna vegna borgarstjórnar- kosninganna í vor. Eitt af því veigamesta sem ég vil halda á lofti í kosningabaráttunni framundan er meiri samvinna og þverpólitísk nálgun á sem flest mál í borgarstjórn Reykjavíkur. Við getum gert enn betur, þó að margt hafi áunnist í þeim efnum á seinni tíma kjörtímabilsins. Við eigum að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Ég vil nefna eitt. Í Reykjavík er mikill fjöldi fjölskyldna í mikl- um vandræðum vegna skulda sem engin leið er að ráða við. Hátt hlut- fall atvinnulausra og aukin hætta á gjaldþrotum og húsnæðismissi bætir sífellt í vandann. Þegar þúsundir fjölskyldna eru komnar í þessa stöðu er það ekki lengur einkamál hverrar fjölskyldu fyrir sig heldur er það risavaxið samfé- lagsvandamál. Fyrr eða síðar munu málefni fjölskyldna í þessum aðstæðum lenda á könnu sveitarfélagsins og þess vegna er mikilvægt að Reykjavíkurborg taki frumkvæði sem fyrst í skuldamálum heimila. Mér er ljóst að flestir telja með réttu að þetta sé mál landsstjórn- arinnar, en ég vil velta því upp að allir borgarfulltrúar í Reykjavík standi saman að því að kortleggja vandann í borginni nákvæmlega og skilgreini hann. Borgin myndi síðan nálgast rík- isstjórnina sem aðili máls og leita samstarfs til lausnar á vandan- um, en beita jafnframt því aðhaldi sem nauðsynlegt er til að knýja á um aðgerðir. Við getum kortlagt vandann og greint hann og unnið að lausn. Ekkert af því verður auð- velt, né auðleyst, en þetta væri góð byrjun. Um fleiri mál má áreiðan- lega ná samstöðu flokka. Höfundur er oddviti Framsóknar- flokksins í Reykjavík. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Jón Steinsson skrifar um íslensku krón- una Í þeirri miklu fjár-málakreppu sem riðið hefur yfir heims- byggðina síðustu miss- eri upplifði ekkert ríki hrun sem var neitt í líkingu við það sem við Íslendingar upplifð- um. Á ýmsa mælikvarða er hrun bankakerfisins Íslandi árið 2008 langstærsta fjármálakreppa allra tíma hvar sem er í heimin- um. Núverandi upplýsingar benta til dæmis til þess að eignarýrnun í bankakerfinu frá því fyrir hrun sé um 4.200 ma.kr. eða um 280% af VLF. Á þennan mælikvarða er hrunið á Íslandi fimm sinnum stærra en næststærsta hrun allra tíma (Indónesía, 1998). Þegar hrun af þessari stærðar- gráðu ríður yfir er nánast óum- flýjanlegt að landsframleiðsla dragist saman og atvinnuleysi aukist tímabundið. En ef mið er tekið af hinu gríðarlega umfangi hrunsins er samdráttur lands- framleiðslu og aukning atvinnu- leysis á Íslandi í raun ótrúlega lítil. Núverandi kreppa hefur valdið dýpri kreppum í öðrum ríkjum sem þó upplifðu vanda- mál í fjármálakerfinu sem voru aðeins brotabrot af því sem við upplifðum. Það að kreppan á Íslandi hefur ekki verið verri en raun ber vitni á sér fleiri en eina skýringu. Það tókst að halda innlenda greiðslu- kerfinu gangandi í gegnum allt hrunið. Allir gátu notað greiðslu- kortin sín innanlands og allir sem héldu vinnunni fengu greidd laun á tilsettum tíma. Ríkisvaldið beitti ríkisfjármálum með öflug- um hætti til þess að milda sveifl- una. Stöðugleikasáttmáli stjórn- valda og aðila vinnumarkaðarins tryggði frið á vinnumarkaði þrátt fyrir mikla kaupmáttarrýrnun. Frysting gengistryggðra lána, frestun nauðungaruppboða og tímabundinn sveigjanleiki gagn- vart tæknilega gjaldþrota fyrir- tækjum innan bankakerfisins kom í veg fyrir holskeflu gjald- þrota með tilheyrandi öngþveiti. Og skynsöm útfærsla á endur- reisn bankanna hefur lagt grunn- inn að aukinni nýsköpun og end- urskipulagningu hagkerfisins. Allt var þetta mikilvægt. En mikilvægast af öllu var líklega sú stefna stjórnvalda að leyfa gengi krónunnar að lækka um ríflega helming á árinu 2008. Sú stefna hefur framkallað „launalækkun án blóðsút- hellinga“ og þannig snar- breytt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Það er engum blöðum um það að fletta að þegar allt var komið í óefni var sveigj- anleikinn sem fylgdi því að hafa sjálfstæðan gjald- miðil dýrmætur. En hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Sveigjanleikinn sem fylgir því að hafa sjálfstæðan gjaldmið- il – og nýtist svo vel þegar allt er komið í óefni – er dýru verði keyptur. Verðið sem við greiðum fyrir sveigjanleikann eru himin- háir vextir ár eftir ár. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krón- unnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upp- hafi. Lántökukostnaður í krón- um var því að meðaltali um 5% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu á þessu 12 ára tíma- bili. Það segir sig sjálft að það er verulegur baggi fyrir íslenskt atvinnulíf að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en fyrirtæki í öðrum löndum. Á árinu 2008 hrundi síðan gengið um helming. En jafn- vel þegar hrunið er tekið með í reikninginn var lántökukostnað- ur í krónum frá 1995 til loka árs- ins 2008 um 1% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu. Vaxtamunurinn sem við búum við að staðaldri er svo mikill að það þarf að eiga sér stað hrun á stærð við hrunið 2008 á tíu ára fresti til þess að vega það upp. En hvernig fæ ég það út að beint samband sé milli sveigjan- leikans sem hjálpar okkur þegar við klúðrum hlutunum og þeirra háu vaxta sem gera okkur erfitt fyrir að staðaldri? Þetta kemur til af því að fjár- magnseigendur gera sér grein fyrir því að einmitt þegar krepp- ir að mun krónan lækka í verði. Þessi hegðun krónunnar – að lækka í verði þegar kreppir að – gerir krónueignir minna aðlað- andi en ella. Eignir sem gefa vel af sér þegar kreppir að eru sérstak- lega aðlaðandi fyrir fjárfesta þar sem það er einmitt þegar krepp- ir að sem fjármagn er mest virði. Það felst í því ákveðin trygging að eiga slíkar eignir og fjárfest- ar eru tilbúnir til þess að borga hátt verð fyrir þær. Eignir sem á hinn bóginn gefa illa af sér þegar kreppir að eru af sömu ástæðu sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Slíkar eignir magna niðursveifluna fyrir eigendur sína í stað þess að dempa hana. Fjárfestar vilja því fá sérstak- lega háa ávöxtun fyrir að eiga slíkar eignir. Eins og fyrr segir veldur sjálf- stæð peningamálastjórn okkar Íslendinga því að krónan lækk- ar í verði þegar kreppir að. Þetta hjálpar íslenskri framleiðslu þegar allt er í rugli. En þessi hegðun krónunnar gerir það einnig að verkum að krónueignir eru sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Með öðrum orðum, sveigjan- leiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að með- altali. Lykilspurningin þegar kemur að því að velja á milli þess að halda krónunni til frambúðar eða að taka í staðinn upp aðra mynt er því: Er möguleikinn á því að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en sam- keppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okur- vöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísi- tölutengingu lána að við köst- um krónunni. En þá mættum við heldur ekki lengur koma okkur í ógöngur með reglulegu millibili því gengisfelling yrði ekki lengur möguleiki í stöðunni. Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York. Íslenska krónan: Er sveigjan- leikinn of dýru verði keyptur? JÓN STEINSSON Margir kvarta sáran yfir okur- vöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Þverpólitísk samstaða EINAR SKÚLASON BÁSARBÁSARBÁSAR 100% Merino ull sem heldur vel hita á líkamanum og dregur raka frá húðinni. 195 gr/m2. Léttur og sérstaklega hlýr fatnaður úr 100% Merino ull. 195 gr/m2. Klassísk hlý húfa úr 100% Merino ull. dömu & herra gammósíur/ nærbuxur húfadömu & herra bolir Verð bolur: 9.900 kr. Verð: 2.800 kr.Verð gammósíur: 9.500 kr. Verð nærbuxur: 5.200 kr. Fyrr eða síðar munu málefni fjölskyldna í þessum aðstæðum lenda á könnu sveitarfélagsins og þess vegna er mikilvægt að Reykjavíkurborg taki frum- kvæði sem fyrst í skuldamálum heimila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.