Fréttablaðið - 11.03.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 11.03.2010, Síða 22
22 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Einar Skúlason skrifar um stjórnmál Árangur í stjórnmál-um og samstaða um lausnir liggur oft í því hvernig nálgun menn hafa á viðfangsefnin. Nálgist menn þau með þrönga hagsmuni t.d. flokkshagsmuni, eða hagsmuni viðskiptablokka og/ eða ákveðinna samtaka að leiðar- ljósi verður niðurstaðan oftast röng og þjónar ekki hagsmunum almennings. Lausnir á alltaf að mæla við fjöldann, sem hefur hag eða byrðar af þeim. Í sjávarútvegs- málum ber að hafa í huga heildar- hagsmuni, bæði allra þeirra sem vinna í greininni og alls almenn- ings, ekki bara útgerðarmanna og kvótaeigenda. Sama má segja um málefni Orkuveitu Reykjavík- ur. Hana verður alltaf að nálgast með það fyrir augum að fjöldinn hafi hag af og búi við ódýra og örugga orku. Viðskiptamöguleik- ar Orkuveitu Reykjavíkur, bæði í öðrum löndum, í stóriðju eða í öðrum verkefnum mega aldrei tefla frummarkmiðinu í tvísýnu. Hrunið og þau vandamál sem við erum að glíma við eru erfið- ustu verkefni sem íslensk alþýða og stjórnmálamenn hafa feng- ist við. En í þessu leynast tæki- færi sem sjálfsagt er að nýta sér til að gera stjórnmál skilvirkari, gagnsærri og umfram allt heiðar- legri. Peningaárin og útrásartíminn, þegar peningar virtust ótakmark- aðir og eyðsluæðið ríkti hvert sem litið var, ruglaði marga í ríminu og virðist ljóst að siðferðileg viðmið hafi týnst um stund, bæði í við- skiptalífi og víðar og í stjórnmál- um. Skýrslan stóra frá Rannsókn- arnefnd Alþingis er nú á næsta leiti og mun væntanlega varpa ljósi á það sem aflaga fór. Enginn vafi leikur á því að þar verður að finna harða dóma bæði um stjórn- málamenn og viðskiptajöfra. Þeir sem brotið hafa lög verða að sæta refsingu og í kjölfar skýrslunnar fer áreiðanlega fram mikið upp- gjör. Minnumst samt þess að fólk er saklaust uns sekt sannast. Hvað stjórnmálin varðar og minn flokk sérstaklega brugð- ust menn þannig við hruninu að þeir eldri stigu til hliðar, sumir í fullu fjöri, til að gefa nýju fólki tækifæri og svara kröfunni sem gerð var til allra flokka um end- urnýjun. Mikil endurnýjun varð bæði á forystu og þing- liði Framsóknarflokksins og góð samstaða er meðal flokksmanna um forystu- sveitina. Í lok nóvember bar ég sigur úr býtum í forvali okkar framsóknarmanna vegna borgarstjórnar- kosninganna í vor. Eitt af því veigamesta sem ég vil halda á lofti í kosningabaráttunni framundan er meiri samvinna og þverpólitísk nálgun á sem flest mál í borgarstjórn Reykjavíkur. Við getum gert enn betur, þó að margt hafi áunnist í þeim efnum á seinni tíma kjörtímabilsins. Við eigum að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Ég vil nefna eitt. Í Reykjavík er mikill fjöldi fjölskyldna í mikl- um vandræðum vegna skulda sem engin leið er að ráða við. Hátt hlut- fall atvinnulausra og aukin hætta á gjaldþrotum og húsnæðismissi bætir sífellt í vandann. Þegar þúsundir fjölskyldna eru komnar í þessa stöðu er það ekki lengur einkamál hverrar fjölskyldu fyrir sig heldur er það risavaxið samfé- lagsvandamál. Fyrr eða síðar munu málefni fjölskyldna í þessum aðstæðum lenda á könnu sveitarfélagsins og þess vegna er mikilvægt að Reykjavíkurborg taki frumkvæði sem fyrst í skuldamálum heimila. Mér er ljóst að flestir telja með réttu að þetta sé mál landsstjórn- arinnar, en ég vil velta því upp að allir borgarfulltrúar í Reykjavík standi saman að því að kortleggja vandann í borginni nákvæmlega og skilgreini hann. Borgin myndi síðan nálgast rík- isstjórnina sem aðili máls og leita samstarfs til lausnar á vandan- um, en beita jafnframt því aðhaldi sem nauðsynlegt er til að knýja á um aðgerðir. Við getum kortlagt vandann og greint hann og unnið að lausn. Ekkert af því verður auð- velt, né auðleyst, en þetta væri góð byrjun. Um fleiri mál má áreiðan- lega ná samstöðu flokka. Höfundur er oddviti Framsóknar- flokksins í Reykjavík. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Jón Steinsson skrifar um íslensku krón- una Í þeirri miklu fjár-málakreppu sem riðið hefur yfir heims- byggðina síðustu miss- eri upplifði ekkert ríki hrun sem var neitt í líkingu við það sem við Íslendingar upplifð- um. Á ýmsa mælikvarða er hrun bankakerfisins Íslandi árið 2008 langstærsta fjármálakreppa allra tíma hvar sem er í heimin- um. Núverandi upplýsingar benta til dæmis til þess að eignarýrnun í bankakerfinu frá því fyrir hrun sé um 4.200 ma.kr. eða um 280% af VLF. Á þennan mælikvarða er hrunið á Íslandi fimm sinnum stærra en næststærsta hrun allra tíma (Indónesía, 1998). Þegar hrun af þessari stærðar- gráðu ríður yfir er nánast óum- flýjanlegt að landsframleiðsla dragist saman og atvinnuleysi aukist tímabundið. En ef mið er tekið af hinu gríðarlega umfangi hrunsins er samdráttur lands- framleiðslu og aukning atvinnu- leysis á Íslandi í raun ótrúlega lítil. Núverandi kreppa hefur valdið dýpri kreppum í öðrum ríkjum sem þó upplifðu vanda- mál í fjármálakerfinu sem voru aðeins brotabrot af því sem við upplifðum. Það að kreppan á Íslandi hefur ekki verið verri en raun ber vitni á sér fleiri en eina skýringu. Það tókst að halda innlenda greiðslu- kerfinu gangandi í gegnum allt hrunið. Allir gátu notað greiðslu- kortin sín innanlands og allir sem héldu vinnunni fengu greidd laun á tilsettum tíma. Ríkisvaldið beitti ríkisfjármálum með öflug- um hætti til þess að milda sveifl- una. Stöðugleikasáttmáli stjórn- valda og aðila vinnumarkaðarins tryggði frið á vinnumarkaði þrátt fyrir mikla kaupmáttarrýrnun. Frysting gengistryggðra lána, frestun nauðungaruppboða og tímabundinn sveigjanleiki gagn- vart tæknilega gjaldþrota fyrir- tækjum innan bankakerfisins kom í veg fyrir holskeflu gjald- þrota með tilheyrandi öngþveiti. Og skynsöm útfærsla á endur- reisn bankanna hefur lagt grunn- inn að aukinni nýsköpun og end- urskipulagningu hagkerfisins. Allt var þetta mikilvægt. En mikilvægast af öllu var líklega sú stefna stjórnvalda að leyfa gengi krónunnar að lækka um ríflega helming á árinu 2008. Sú stefna hefur framkallað „launalækkun án blóðsút- hellinga“ og þannig snar- breytt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Það er engum blöðum um það að fletta að þegar allt var komið í óefni var sveigj- anleikinn sem fylgdi því að hafa sjálfstæðan gjald- miðil dýrmætur. En hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Sveigjanleikinn sem fylgir því að hafa sjálfstæðan gjaldmið- il – og nýtist svo vel þegar allt er komið í óefni – er dýru verði keyptur. Verðið sem við greiðum fyrir sveigjanleikann eru himin- háir vextir ár eftir ár. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krón- unnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upp- hafi. Lántökukostnaður í krón- um var því að meðaltali um 5% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu á þessu 12 ára tíma- bili. Það segir sig sjálft að það er verulegur baggi fyrir íslenskt atvinnulíf að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en fyrirtæki í öðrum löndum. Á árinu 2008 hrundi síðan gengið um helming. En jafn- vel þegar hrunið er tekið með í reikninginn var lántökukostnað- ur í krónum frá 1995 til loka árs- ins 2008 um 1% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu. Vaxtamunurinn sem við búum við að staðaldri er svo mikill að það þarf að eiga sér stað hrun á stærð við hrunið 2008 á tíu ára fresti til þess að vega það upp. En hvernig fæ ég það út að beint samband sé milli sveigjan- leikans sem hjálpar okkur þegar við klúðrum hlutunum og þeirra háu vaxta sem gera okkur erfitt fyrir að staðaldri? Þetta kemur til af því að fjár- magnseigendur gera sér grein fyrir því að einmitt þegar krepp- ir að mun krónan lækka í verði. Þessi hegðun krónunnar – að lækka í verði þegar kreppir að – gerir krónueignir minna aðlað- andi en ella. Eignir sem gefa vel af sér þegar kreppir að eru sérstak- lega aðlaðandi fyrir fjárfesta þar sem það er einmitt þegar krepp- ir að sem fjármagn er mest virði. Það felst í því ákveðin trygging að eiga slíkar eignir og fjárfest- ar eru tilbúnir til þess að borga hátt verð fyrir þær. Eignir sem á hinn bóginn gefa illa af sér þegar kreppir að eru af sömu ástæðu sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Slíkar eignir magna niðursveifluna fyrir eigendur sína í stað þess að dempa hana. Fjárfestar vilja því fá sérstak- lega háa ávöxtun fyrir að eiga slíkar eignir. Eins og fyrr segir veldur sjálf- stæð peningamálastjórn okkar Íslendinga því að krónan lækk- ar í verði þegar kreppir að. Þetta hjálpar íslenskri framleiðslu þegar allt er í rugli. En þessi hegðun krónunnar gerir það einnig að verkum að krónueignir eru sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Með öðrum orðum, sveigjan- leiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að með- altali. Lykilspurningin þegar kemur að því að velja á milli þess að halda krónunni til frambúðar eða að taka í staðinn upp aðra mynt er því: Er möguleikinn á því að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en sam- keppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okur- vöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísi- tölutengingu lána að við köst- um krónunni. En þá mættum við heldur ekki lengur koma okkur í ógöngur með reglulegu millibili því gengisfelling yrði ekki lengur möguleiki í stöðunni. Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York. Íslenska krónan: Er sveigjan- leikinn of dýru verði keyptur? JÓN STEINSSON Margir kvarta sáran yfir okur- vöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Þverpólitísk samstaða EINAR SKÚLASON BÁSARBÁSARBÁSAR 100% Merino ull sem heldur vel hita á líkamanum og dregur raka frá húðinni. 195 gr/m2. Léttur og sérstaklega hlýr fatnaður úr 100% Merino ull. 195 gr/m2. Klassísk hlý húfa úr 100% Merino ull. dömu & herra gammósíur/ nærbuxur húfadömu & herra bolir Verð bolur: 9.900 kr. Verð: 2.800 kr.Verð gammósíur: 9.500 kr. Verð nærbuxur: 5.200 kr. Fyrr eða síðar munu málefni fjölskyldna í þessum aðstæðum lenda á könnu sveitarfélagsins og þess vegna er mikilvægt að Reykjavíkurborg taki frum- kvæði sem fyrst í skuldamálum heimila.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.