Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 48
32 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Fyrir tónlistarfíkil eins og mig er alveg jafn mikilvægt að uppgötva gamla tónlist eins og nýja. Undanfarin ár hefur verið mikill metnaður í endurútgáfu og mörg fyrirtæki sérhæft sig í því að grafa upp gleymdar gersemar úr tónlistarsögunni og koma þeim í fast form. Flest þessara fyrirtækja starfa enn af fullum krafti þrátt fyrir kreppu, en einhver hafa fengið á sig högg. Síðasta haust bárust til dæmis fréttir af miklum uppsögnum starfsfólks hjá Rhino Records, þeirri frábæru útgáfu. En svo koma aðrar í staðinn. Eitt af flottustu endurútgáfufyrirtækjunum í dag er Numero Group sem hefur verið starfrækt í Chicago í nokkur ár og á að baki einar 40 útgáfur. Numero sérhæfir sig í að finna upptökur með lítt þekktum listamönnum og er með nokkrar seríur í gangi, þar á meðal Eccentric Soul og Cult Cargo. Metnaðurinn sem einkennir afurðir hennar er ótrú- legur. Í plötubæklingnum er saga viðkomandi útgáfu eða listamanns rakin og sett í samhengi við samtímann og hljóðvinnsla er frábær. Numero gefur bæði út á CD og vínil. Á meðal þeirra platna sem Numero gaf út á síðasta ári var Gone: The Promises Of Yesterday með hljómsveitinni 24 Carat Black sem var starfandi í Chicago á fyrri hluta áttunda áratugrins. Hún gaf út eina plötu hjá Stax-útgáfunni 1973, Ghetto: Misfortunes Wealth sem vakti litla athygli, en náði inn hjá einhverjum hipsterum þegar Digable Plan- ets og Jay-Z sömpluðu hana. Seinni plata sveitarinnar var sett á frost hjá Stax á sínum tíma og gleymdist eftir að útgáfan fór á hausinn 1975. Það var ekki fyrr en Numero gróf hana upp að hún leit dagsins ljós, 35 árum síðar. 24 Carat Black er, eins og nafnið bendir til, fönk-skotin soul sveit. Eðalsveit. Numero númer eitt GLEYMDAR GERSEMAR 24 Carat Black gaf út eina plötu árið 1973. > Í SPILARANUM Gorillaz - Plastic Beach The Fall - Our Future Your Clutter Broken Bells - Broken Bells Jason Collett - Rat a Tat Tat Jónsi - Go GORILLAZ JÓNSI Feldberg-lagið „Dreamin‘„ verð- ur á safnplötunni Kitsuné Maison Compilation 9 sem kemur út í apríl. Þetta er mikill heiður því franska fyrirtækið Kitsune Music, sem gefur plötuna út, er leiðandi í útgáfu á rafvæddri popptónlist, er vinsæl meðal plötusnúða og hefur í gegnum tíð- ina komið böndum eins og Boys Noize, Simian Mobile Disco og Klaxons á framfæri á safnplötum sínum. Lagið er af fyrstu plötu Feldberg sem kom út í fyrra. Einar Tönsberg segir ýmislegt í gangi í útrás Feldberg. „Það er bara ekki orðið nógu öruggt ennþá til að maður tali um það,“ segir hann. Einar og Pétur Ben eru að vinna saman að nýju efni og eru komin sex lög. „Þetta er allt frá því að vera mikið popp yfir í mikla tilraunamennsku og við erum ekki búnir að ákveða hvort þetta kemur á EP plötu eða stórri plötu. Eitt lagið verður svo í myndinni Órói sem kemur út í sumar.“ Hvað á svo dúettinn að heita – Eben? „Það er nú það. Einhver sagði að við ættum að kalla þetta Einar Ben. Svo gæti Mugison komið og sungið eitt lag með okkur og þá gætum við kallað okkur Einar Örn Benediktsson!“ - drg Feldberg í útrás FELDBERG Einar Tönsberg er með mörg járn í eldinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rokkararnir í Foo Fighters ætla að taka upp sína sjöundu hljóð- versplötu í september. „Foo Fighters eru byrjaðir að semja og við ætlum að hefja upptökur í september, þannig að lífið er stútfullt af tónlist þessa dagana,“ sagði forsprakkinn Dave Grohl. Önnur plata hliðarverkefnis Grohls, Them Crooked Vultures, er einnig væntanleg á þessu ári. Bassaleikari sveitarinnar, Zeppe- lin-maðurinn fyrrverandi John Paul Jones, sagði á dögunum að platan yrði tekin upp seinni part- inn í sumar. Upptökur í september Er eitthvað að gerast í íslenska poppinu? Eru nýjar stjörnur að fæðast? Hver verður vinsælastur í sumar? Dr. Gunni fór á stúf- ana og reyndi að finna svör við þessum spurningum. Það er alls konar popp að poppast úti um allan bæ þessa dagana. Til að mynda er afreksmaðurinn Haffi Haff nú á lokametrunum að klára sína fyrstu plötu, sem mun heita Freak. „Hún kemur í maí. Ég er aðeins að færa mig út í nýtt sánd, meira röff, dáldið eins og Britney á plötunni Blackout. Það eru nátt- úrulega algjörir snillingar sem hún vann með þar,“ segir Haffi. Hann hefur markvisst kynnt undir útgáfu plötunnar og fjórða lagið, „Buried alive“, fór nýlega í spilun. Haffi semur flest lögin sjálfur, oft í samkrulli með Örlygi Smára og nýju „production-gengi“ sem kall- ar sig Stab, wait, go. „íslenskir strákar sem eru algjörir snilling- ar,“ segir Haffi. „Production gengi“ eru dálít- ið málið í dag, takkaklárir strák- ar með eyra fyrir góðu poppi og brakandi fersku sándi. Eitt slíkt heitir Redd lights og hefur verið að vinna með R&B söngvaranum Friðriki Dór. Nýtt myndband við smellinn hans „Hlið við hlið“ er nú komið í spilun og sýnir Friðrik umvafinn keppendum í Ungfrú Reykjavík. Sena hefur gert samn- ing við Friðrik og er fyrsta platan væntanleg í haust. Söngvarinn Daníel Óliver setti fyrsta lagið sitt, „Dr. Love“, í loft- ið í janúar og hefur fengið góð viðbrögð við því. Hann tók þátt í Idol 2006 en hefur haldið sig til hlés þar til nú. „Næsta lag dettur örugglega inn í apríl og svo stefn- ir maður bara á plötu, kannski á þessu ári,“ segir hann. „Dr. Love“ vann Daníel með Kristjáni Eldjárn úr hljómsveitinni Sykur og hann vinnur líka mikið með pródús- ernum Andra Ramirez. „Ég flyt danspopp og syng að sjálfsögðu á íslensku. Mér finnst vera mikil vöntun á svona músík á Íslandi. Haffi er reyndar að gera svipaða hluti, en hann syngur allt á ensku og Friðrik er í R&B-inu. Mér finnst þeir reyndar báðir mjög góðir.“ Nokkrir fleiri í þessari FM957- deild poppsins hafa verið að vekja á sér athygli. Scooter-lega stuð- hljómsveitin Ariba frá Ísafirði sendi nýlega frá sér lagið „Partý allsstaðar“ og Júlí Heiðar hefur vakið á sér athygli með lögunum „Nýja hún“ og „Blautt dansgólf“. Hvanndalsbræður eru reynd- ar ekki FM-band þótt þeir heyr- ist þar. Strákarnir slógu í gegn í fyrra með lögunum „La-la-lagið“ og „Vinkona“. Þeir sleikja nú sárin eftir tapið í Eurovision og taka upp nýja plötu. Hún kemur út í maí. Þá eru það Ingó og Veðurguðirn- ir. Ingó útilokar ekki að ný plata komi út á þessu ári. „Það kemur allavega splúnkunýtt lag í næstu viku sem heitir „Ef ég ætti konu“. Það er dægurlag með umhugs- unarverðum texta,“ segir Ingó. „Næsta lag þar á eftir heitir senni- lega „Adios Amigos“ og er dans- lag með suður-amerísku ívafi. Ég samdi það úti í Argentínu. Það verður áhugavert fyrir mig sem lagahöfund að fá viðbrögð við því.“ Ingó segist eiga bunka af nýjum lögum og er nokkuð viss um að ný Veðurguða-plata komi út á end- anum. „Ég veit bara ekki hvern- ig spilast úr þessu ári. Ég verð á fullu með Selfossi sem er komið í úrvalsdeildina og bandið er mikið bókað líka. Ég er búinn að fá mér dagbók til að koma þessu öllu heim og saman.“ Hvað er í popp-pokunum? Nýjasta myndband Gus- Gus, við lagið „Thin Ice“, er komið á Netið. Þetta er annað smá- skífulag sjöundu breið- skífu sveitarinnar, 24/7, sem kom út í fyrra. Myndbandinu leikstýrðu Heimir Sverrisson og Jón Atli Helgason. Þeir leikstýrðu einnig mynd- bandi GusGus við lagið „Add this Song“ sem sýndi strákana á spít- ala. Í nýja myndbandinu má sjá strákana í jakkafötunum sínum í Fellahverfinu í Breið- holti. Allt er frekar grátt og guggið þangað til þremenningarnir mæta á svæðið. Meðal leikenda eru nemendur úr Fellaskóla og Breið- holtsbúar sem tóku fagnandi þátt eftir að hafa móttekið skriflega beiðni leikstjóra. Gus Gus fór í vel- heppnaða tónleikaferð um Evrópu á haustmán- uðum í fyrra en hefur verið undir feldi síðustu mánuði. Þremenning- arnir ætla að láta ljós sitt skína á heimavelli sínum, Nasa við Austurvöll, 19. mars næst- komandi og mun koma fram ásamt unglið- unum í Retro Stefson og sænsku chillwave- sveitinni Air France. GusGus í Fellunum GUSGUS Stífpressaðir í Fellunum. ÍSLENSKAR POPP- STJÖRNUR 2010 Haffi gefur út Freak í maí, Daníel syngur um Dr. Love og Ingó á bunka af lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.