Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 50
34 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Sandra Bullock stendur á hátindi ferils síns eftir að hafa fengið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Hún hefur ávallt notið mikilla vinsælda í Banda- ríkjunum þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki ávallt verið sáttir við frammistöðu hennar. Sandra Bullock vakti fyrst athygli í hasarmynd Sylvester Stallone, Demolition Man. Hún sló ræki- lega í gegn í ofurtryllinum Speed á móti Keanu Reeves og lék í nokkrum vinsælum myndum í framhaldinu. Framhaldsmyndinni Speed 2 gekk aftur á móti hrylli- lega og næstu myndum Bullock gekk fremur illa í miðasölunni. Smám saman hefur hún þó fikrað sig upp á við. Tvær tekjuhæstu myndir hennar til þessa komu út í Bandaríkjunum í fyrra, The Proposal og The Blind Side, og segja má að hún sé loksins komin á toppinn á ferli sínum. 44 ára að aldri afsannar hún þá kenningu að eftir því sem konur eldast í Holly- wood gangi þeim verr. Samkvæmt fyrirtækinu The Numbers, sem tekur saman aðsóknartölur vest- anhafs, hafa myndir hennar náð inn 1,7 milljörðum dollara í miða- sölunni og alls 3,1 milljarði um heim allan. Til marks um miklar vinsældir Bullock í heimalandinu hefur hún fimm sinnum hlotið People´s Choice-verðlaunin sem vinsælasta leikkonan í Bandaríkj- unum. Það hvernig hún tók á móti Razzies-skammarverðlaununum með glöðu geði fyrir floppið All About Steve degi áður en hún fékk Óskarinn var örugglega ekki til að draga úr vinsældum hennar. freyr@frettabladid.is Stendur á hátindi ferilsins MEÐ ÓSKARINN Sandra Bullock með Óskarsverðlaunin sem hún fékk fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. NORDICPHOTOS/GETTY 1993: Demolit- ion Man 58 250 200 150 100 50 0 121 81 108 48 46 52 1 106 93 48 54 164 33 250 1994: Speed 1995: While You Were Sleeping 1997: Speed 2 1998: Practical Magic 1999: Forces of Nature 2000: Gun Shy 2000: Miss Congeniality 2002: Two Weeks Notice 2005: Miss Congeniality 2 2005: Crash 2009: The Proposal 2009: All About Steve 2009: The Blind Side 1996: A Time To Kill M ill jó ni r d ol la ra TEKJUR Í N-AMERÍKU Í MILLJÓNUM DOLLARA > Á ÓSKALISTANUM Grallarinn Sacha Baron Cohen og Jemaine Clement úr Flight Of The Conchord eru á óskalista framleið- enda Men In Black 3 um að leika per- sónuna Yaz. Í myndinni ferðast per- sóna Wills Smith aftur í tímann og hittir þar unga útgáfu af Tommy Lee Jones, sem Josh Brolin mun hugsanlega leika. Áhorfið á Óskarsverðlaunin síðasta sunnudagskvöld var það mesta í fimm ár í Bandaríkjunum. Tæplega 41 milljón sjónvarpsáhorfenda fylgdist með athöfninni sem er það mesta frá árinu 2005. Það er 14 prósentum meira áhorf en á síðustu hátíð þegar Slumdog Millionaire sópaði til sín helstu verðlaunun- um. Þá fylgdust 36,3 milljónir áhorfenda með. Svo virðist sem þær breytingar sem hafa verið gerðar á Óskarnum hafi svínvirkað. Myndunum sem kepptu í flokknum besta myndin var fjölgað úr fimm í tíu og voru því fleiri vinsælar myndir með í baráttunni um þessi æðstu verðlaun Hollywood, þar á meðal Avatar og Up. Barátta hjónanna fyrrver- andi, Kathryn Bigelow og James Cameron, um kjör á besta leikstjóranum, var einnig mikið í umræð- unni fyrir athöfnina og hafði það vafalítið sín áhrif. Sömuleiðis hafði keppni The Hurt Locker og Avatar sitt að segja, sem sú fyrrnefnda vann örugglega, og sú staðreynd að kynnarnir voru tveir í fyrsta sinn frá síðari heimsstyrjöldinni, eða þeir Steve Martin og Alec Baldwin. Vinsælasta Óskarshátíðin til þessa var haldin árið 1998 þegar 55 milljónir Bandaríkjamanna sáu Titan- ic jafna met með því að vinna til ellefu verðlauna. - fb Mesta Óskarsáhorfið í fimm ár KATHRYN BIGELOW Bigelow varð fyrst kvenna til að fá Óskar- inn fyrir leikstjórn fyrir myndina The Hurt Locker. Stórleikarinn Robert De Niro hefur tekið að sér aðalhlutverk- ið í nýrri mynd um hinn þekkta bandaríska ruðningsþjálfara Vince Lombardi. Myndin fjallar um það góða starf sem Lombar- di vann hjá Green Bay Packers þegar hann gerði liðið að meisturum. „Það eru fáir leikarar sem geta sýnt jafn vel eldmóð og skapgerð Lomb- ardi og við erum mjög ánægð með að hafa fengið Robert De Niro í lið með okkur,“ sagði Charles Coplin, framkvæmdastjóri NFL-deildarinnar, sem tekur þátt í gerð mynd- arinnar. Handritshöfund- ur verður Eric Roth, sem síðast vakti athygli fyrir handritið að The Curi- ous Case of Benjamin Button. De Niro fékk Óskarinn fyrir að leika hnefaleikakappann Jake La Motta í hinni sannsögulegu Raging Bull og ætti því ekki að lenda í vandræðum með Lombardi. Leikur Lombardi ROBERT DE NIRO De Niro leikur í sannsögu- legri mynd um ruðnings- kappann Vince Lombardi. Sena hefur tryggt sér sýningar- réttinn á sænsku spennumynd- inni Snabba Cash, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu. Myndin er byggð á samnefndri bók Jens Lapidus og vonast forsvars- menn Senu til að hún fylgi eftir vin- sældum myndanna sem eru byggð- ar á metsölubókum Stiegs Larsson. Rúmlega hundrað þúsund gestir hafa séð Karla sem hata konur, Stúlkuna sem lék sér að eldinum og Loft- kastalann sem hrundi. „Við hlökk- um mikið til að frumsýna Snabba Cash og hún á pottþétt eftir að vekja mikla athygli og vonandi slá í gegn hjá spennuþyrstum Íslendingum á öllum aldri sem eru komnir á bragð- ið með sænskar spennumyndir,“ segir Jón Gunnar Geirdal hjá Senu en myndin verður frumsýnd 2. júní. Jens Lapidus er einn vinsælasti rithöfundur Svíþjóðar og hafa bæk- urnar Fundið fé (Snabba Cash) og Ekkert fokking klúður (Aldrig Fucka Upp) selst vel hér á landi. Sena hefur sömuleiðis fest kaup á dönsku spennumyndinni R sem var kjörin besta norræna myndin á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg. Þetta er spennumynd byggð á sannri sögu um mann sem lendir í fangelsi eftir að hafa lent í slagsmálum við með- limi Hell´s Angels. Veðja á Lapidus í stað Larsson JENS LAPIDUS Spennumyndin Snabba Cash er byggð á bók Jens Lapidus sem hefur notið mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hasarmyndin Green Zone og dramamyndin The Blind Side verða frumsýndar hérlendis á morgun. Þær eru báðar byggðar á sönnum atburðum. Í The Green Zone leikur Matt Damon hernaðarsérfræðing sem svíkur lit til að hafa uppi á ger- eyðingarvopnum. Myndin er byggð á bókinni Imperial Life in the Emerald City eftir blaða- manninn Rajiv Chandrasekaran sem hann skrifaði um veru sína í Bagdad, höfuðborg Íraks. Leik- stjóri er Paul Greengrass sem stýrði einnig The Bourne Ultimat- um með Damon í aðalhlutverki. Handritshöfundur er Brian Hel- geland sem er þekktastur fyrir handritin að L.A. Confidential og Mystic River. Auk Damons fara með helstu hlutverk í Green Zone þau Amy Ryan, Greg Kinnear og Brendan Gleeson. Sandra Bullock fékk á dögunum sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Blind Side. Mynd- in var einnig tilnefnd sem besta myndin en tapaði fyrir The Hurt Locker. The Blind Side er byggð á bókinni The Blind Side: Evolution of af Game eftir Michael Lewis. Hún er sannsöguleg og fjallar um æsku ruðningskappans Michaels Oher sem fékk aðstoð frá kristn- um samtökum til að koma undir sig fótunum í lífinu. Leikstjóri er John Lee Hancock og auk Söndru Bullock leika aðalhlutverkin sveitasöngvarinn Tim McGraw og Quinton Aaron. Leyndarmálin á Græna svæðinu GREEN ZONE Matt Damon leikur hern- aðarsérfræðing í hasarmyndinni Green Zone. Hármódel óskast Í tilefni af 50 ára afmæli Wella á Íslandi verður haldin glæsileg hársýning mánudaginn 29.mars kl 19.30 í Borgarleikhúsinu. Við leitum að hressum og fl ottum hármódelum, stelpum og strákum á aldrinum 18-25 ára. Lágmarkshæð hjá stelpunum er 165 cm á hæð og fatastærð undir númer 40. Erum við að leita að þér ? Skráning hjá HJ ehf í síma 5636300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.