Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 11. MARS 2010 Við hjá Álfaborg bjóðum uppá teppi í miklu úrvali bæði á lager og sérpöntuð. Allt frá filtteppum til hágæða teppaflísa og ullarteppa. Tarkett viðarparket Rumba eik natur kr. 6290.- fermeterinn Heimilisgólfdúkar frá Tarkett í miklu úrvali. Verð frá kr. 2190 fermeterinn Tarkett plastparket Woodstock 8 mm eikarplanki fasaður kr. 2890.- fermeterinn Ekki þarf að kosta offjár að hressa upp á gólfin heimafyrir. Á vefsíðunni www.diyideas.com eru birtar ýmsar góðar hugmynd- ir. Til að mynda sú að kaupa af- ganga af vínildúk á afsláttarverði og mála þá í fjörlegum litum. Hér er aðgerðin í nokkrum skrefum: 1. Hreinsið bakhlið vínildúks- ins með sápulausu hreinsiefni og látið þorna. 2. Notið reglustiku til að mæla út þann hluta dúksins sem á að nota og klippið með beittum skærum. 3. Berið grunn á dúkinn með málningarrúllu. Látið þorna. 4. Húðið dúkinn. 5. Notið málningarlímband til að móta flötinn sem á að mála. 6. Málið dúkinn með völdum litum. Eins má blanda saman litum til að fá flotta áferð. 7. Notið reglustiku til að af- marka ferninga meðfram útlínu dúksins. 8. Málið hvern ferning. 9. Notið stimpil, til að mynda með laufformi, og stimplið inn í ferningana. Lyftið stimplinum varlega upp til að koma í veg fyrir smit. 10. Berið tvær eða þrjár um- ferðir af vaxbóni á til að verja dúkinn. Vínildúkur verður motta Með því að mála aftan á vínildúk getur hann orðið orðið fínasta motta. Fara verður varlega við stimplunina því annars getur liturinn smitast. Fínt er að blanda saman litum. Álfaborg í Skútuvogi 6 er ein elsta starfandi gólfefnaverslun landsins. Verslunin kappkostar að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði. „Við vorum vön að segja að við ættum allt á gólfið á einum stað, en eftir að við bættum við okkur hreinlætistækjum, baðinnrétting- um og fleiru þá er réttara að segja að við höfum allt á gólfið og baðið, á einum stað að sjálfsögðu,“ segir Kolbeinn Smári Össurarson, einn eigenda verslunarinnar Álfaborgar að Skútuvogi 6 í Reykjavík. Versl- unin var stofnuð árið 1986 og segir Kolbeinn hana á leiðinni að verða eina elstu starfandi gólfefnavöru- verslun á Íslandi. Álfaborg hefur haft aðsetur í Vogahverfinu frá stofnun og þar af í Skútuvogi 6 síðustu sjö árin. Að sögn Kolbeins var Álfaborg fyrst og fremst þekkt sem flísaverslun framan af en hefur hægt og bít- andi bætt við sig öðrum gólfefn- um. Síðustu þrjú ár hefur Álfaborg svo fest kaup á fyrirtækjunum Gólfefni-Teppaland og Baðheim- um, sem hefur breikkað vöruúrv- al verslunarinnar til muna. Kolbeinn segir Álfaborg leita nýrra leiða til að bjóða viðskipta- vinum sínum upp á eins hagstætt verð og mögulegt er hverju sinni. „Vegna gengishrunsins verðum við að finna nýjar leiðir til að geta boðið upp á vörur sem fólk getur keypt. Í samvinnu við birgjana okkar hefur okkur tekist það og verð á gólfefnum frá okkur hefur alls ekki hækkað í takt við geng- ið. Okkur hefur líka tekist vel til með að eiga nóg af vörum sem hefur víða verið vandamál, og það veldur því líklega að við erum með stærri hluta af markaðnum í dag en áður .“ Eins og áður sagði er hægt að finna allt á gólfið í Álfaborg, park- et, flísar, dúka og teppi. Kolbeinn segir markaðinn fyrir vörur af þessu tagi hafa tekið töluverðum breytingum upp á síðkastið. „Sú breyting lýsir sér á ýmsan hátt. Til dæmis fóru flísarnar sífellt stækk- andi í mörg ár en eru núna að minnka á nýjan leik, því þær eru ódýrari. Plastparket og þriggja- stafaparket eru líka að verða vin- sælli en plankaparket, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Kolbeinn. „Þá hefur orðið nokkur aukn- ing í sölu á heimilisgólfdúk og ódýr teppi eru að koma inn aftur. Filt-teppin voru nánast alveg dott- in út, en nú eru þau farin að seljast aftur. Margir hafa ekki jafn mikið fjármagn milli handanna og áður var og þá þarf að leita nýrra leiða. Gömlu góðu leiðirnar og gild- in eru oft þau bestu,“ bætir Kol- beinn við. Þegar Álfaborg sameinaðist Gólfefnum og Teppalandi fékk fyrirtækið umboð fyrir vörur frá evrópska gólfefnarisanum Tar- kett, sem er stærsti framleið- andi gólfefna í Evrópu. Tarkett er stærsti birgir Álfaborgar og segir Kolbeinn fyrirtækið mjög sterkt í framleiðslu á viðarparketi, plastparketi og gólfdúkum, ásamt fleiru. „Í flísunum er það Por- celanosa-merkið sem er mest áber- andi hjá okkur. þar er um að ræða mjög vandaðar vörur sem við bjóð- um upp á á afar góðu verði miðað við gæði. Fyrirtækið er meðal þeirra sem eru taka þátt í því með okkur að komast í gegnum þetta erfiðleikaskeið. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig,“ segir hann. Gömlu gildin oft þau bestu „Vegna gengishrunsins verðum við hreinlega að finna nýjar leiðir til að geta boðið upp á vörur sem fólk getur keypt, segir Kolbeinn í Álfaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.