Fréttablaðið - 11.03.2010, Page 35

Fréttablaðið - 11.03.2010, Page 35
FIMMTUDAGUR 11. MARS 2010 Við hjá Álfaborg bjóðum uppá teppi í miklu úrvali bæði á lager og sérpöntuð. Allt frá filtteppum til hágæða teppaflísa og ullarteppa. Tarkett viðarparket Rumba eik natur kr. 6290.- fermeterinn Heimilisgólfdúkar frá Tarkett í miklu úrvali. Verð frá kr. 2190 fermeterinn Tarkett plastparket Woodstock 8 mm eikarplanki fasaður kr. 2890.- fermeterinn Ekki þarf að kosta offjár að hressa upp á gólfin heimafyrir. Á vefsíðunni www.diyideas.com eru birtar ýmsar góðar hugmynd- ir. Til að mynda sú að kaupa af- ganga af vínildúk á afsláttarverði og mála þá í fjörlegum litum. Hér er aðgerðin í nokkrum skrefum: 1. Hreinsið bakhlið vínildúks- ins með sápulausu hreinsiefni og látið þorna. 2. Notið reglustiku til að mæla út þann hluta dúksins sem á að nota og klippið með beittum skærum. 3. Berið grunn á dúkinn með málningarrúllu. Látið þorna. 4. Húðið dúkinn. 5. Notið málningarlímband til að móta flötinn sem á að mála. 6. Málið dúkinn með völdum litum. Eins má blanda saman litum til að fá flotta áferð. 7. Notið reglustiku til að af- marka ferninga meðfram útlínu dúksins. 8. Málið hvern ferning. 9. Notið stimpil, til að mynda með laufformi, og stimplið inn í ferningana. Lyftið stimplinum varlega upp til að koma í veg fyrir smit. 10. Berið tvær eða þrjár um- ferðir af vaxbóni á til að verja dúkinn. Vínildúkur verður motta Með því að mála aftan á vínildúk getur hann orðið orðið fínasta motta. Fara verður varlega við stimplunina því annars getur liturinn smitast. Fínt er að blanda saman litum. Álfaborg í Skútuvogi 6 er ein elsta starfandi gólfefnaverslun landsins. Verslunin kappkostar að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði. „Við vorum vön að segja að við ættum allt á gólfið á einum stað, en eftir að við bættum við okkur hreinlætistækjum, baðinnrétting- um og fleiru þá er réttara að segja að við höfum allt á gólfið og baðið, á einum stað að sjálfsögðu,“ segir Kolbeinn Smári Össurarson, einn eigenda verslunarinnar Álfaborgar að Skútuvogi 6 í Reykjavík. Versl- unin var stofnuð árið 1986 og segir Kolbeinn hana á leiðinni að verða eina elstu starfandi gólfefnavöru- verslun á Íslandi. Álfaborg hefur haft aðsetur í Vogahverfinu frá stofnun og þar af í Skútuvogi 6 síðustu sjö árin. Að sögn Kolbeins var Álfaborg fyrst og fremst þekkt sem flísaverslun framan af en hefur hægt og bít- andi bætt við sig öðrum gólfefn- um. Síðustu þrjú ár hefur Álfaborg svo fest kaup á fyrirtækjunum Gólfefni-Teppaland og Baðheim- um, sem hefur breikkað vöruúrv- al verslunarinnar til muna. Kolbeinn segir Álfaborg leita nýrra leiða til að bjóða viðskipta- vinum sínum upp á eins hagstætt verð og mögulegt er hverju sinni. „Vegna gengishrunsins verðum við að finna nýjar leiðir til að geta boðið upp á vörur sem fólk getur keypt. Í samvinnu við birgjana okkar hefur okkur tekist það og verð á gólfefnum frá okkur hefur alls ekki hækkað í takt við geng- ið. Okkur hefur líka tekist vel til með að eiga nóg af vörum sem hefur víða verið vandamál, og það veldur því líklega að við erum með stærri hluta af markaðnum í dag en áður .“ Eins og áður sagði er hægt að finna allt á gólfið í Álfaborg, park- et, flísar, dúka og teppi. Kolbeinn segir markaðinn fyrir vörur af þessu tagi hafa tekið töluverðum breytingum upp á síðkastið. „Sú breyting lýsir sér á ýmsan hátt. Til dæmis fóru flísarnar sífellt stækk- andi í mörg ár en eru núna að minnka á nýjan leik, því þær eru ódýrari. Plastparket og þriggja- stafaparket eru líka að verða vin- sælli en plankaparket, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Kolbeinn. „Þá hefur orðið nokkur aukn- ing í sölu á heimilisgólfdúk og ódýr teppi eru að koma inn aftur. Filt-teppin voru nánast alveg dott- in út, en nú eru þau farin að seljast aftur. Margir hafa ekki jafn mikið fjármagn milli handanna og áður var og þá þarf að leita nýrra leiða. Gömlu góðu leiðirnar og gild- in eru oft þau bestu,“ bætir Kol- beinn við. Þegar Álfaborg sameinaðist Gólfefnum og Teppalandi fékk fyrirtækið umboð fyrir vörur frá evrópska gólfefnarisanum Tar- kett, sem er stærsti framleið- andi gólfefna í Evrópu. Tarkett er stærsti birgir Álfaborgar og segir Kolbeinn fyrirtækið mjög sterkt í framleiðslu á viðarparketi, plastparketi og gólfdúkum, ásamt fleiru. „Í flísunum er það Por- celanosa-merkið sem er mest áber- andi hjá okkur. þar er um að ræða mjög vandaðar vörur sem við bjóð- um upp á á afar góðu verði miðað við gæði. Fyrirtækið er meðal þeirra sem eru taka þátt í því með okkur að komast í gegnum þetta erfiðleikaskeið. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig,“ segir hann. Gömlu gildin oft þau bestu „Vegna gengishrunsins verðum við hreinlega að finna nýjar leiðir til að geta boðið upp á vörur sem fólk getur keypt, segir Kolbeinn í Álfaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.