Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 8
8 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvaða tegund yoga stundar
söngkonan Hera Björk þessa
dagana?
2. Hvað eru margir kettir í
Hrísey?
3. Hver er Eldhugi Kópavogs
í ár?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 46
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
verður haldinn í Veisluturninum,
20. hæð, Smáratorgi 3, Kópavogi,
miðvikudaginn 17. mars nk. kl. 19.30.
Dagskrá:
1. Kynning frambjóðenda til trúnaðarstarfa fyrir VR.
2. Fyrirspurnir og umræður.
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi,
Holtum, föstudaginn 26. mars 2010 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 9. mars 2010.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
UTANRÍKISMÁL Ný ákvæði í þýskum
lögum gætu orðið til þess að þýska
þjóðþingið fái ekki nægan tíma til
að taka afstöðu til þess hvort hefja
eigi aðildarviðræður Evrópusam-
bandsins við Ísland áður en málið
verður tekið fyrir á næsta fundi
Leiðtogaráðs Evrópusambandsins
dagana 25. og 26. mars, eða eftir
aðeins hálfan mánuð.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
reynir á þetta ákvæði, sem kveð-
ur á um að ráðherrar í ríkisstjórn
Þýskalands verði að hafa samráð
við þingið áður en þeir taka þátt í
ákvörðunum á vettvangi ráðherra-
ráðs Evrópusambandsins.
Samkvæmt þingsköpum þýska
þingsins er hægt að afgreiða slík
mál á einum þingfundi. Heimilt
er þó að vísa máli til nefndar, ef
einn þingflokkur eða fimm prósent
þingmanna fara fram á það. Málið
kæmi þá til kasta Evrópunefndar
þýska þingsins, sem gæti sömuleið-
is afgreitt málið á einum fundi.
Líklega myndu þó fleiri nefnd-
ir vilja hafa aðkomu að málinu,
svo sem utanríkismálanefnd, og
það gæti flækt afgreiðslu máls-
ins og tafið hana. Lögin gefa þó
kost á því, ef vilji er fyrir hendi,
að afgreiða málið á sameiginlegum
fundi allra þeirra nefnda sem vilja
taka þátt í umræðunum.
Óvissan um afgreiðslu þings-
ins stafar fyrst og fremst af því
að þetta verður í fyrsta sinn sem
reynir á fyrrnefnt ákvæði í þýsk-
um lögum um samráð ríkisstjórn-
ar og þings í málefnum Evrópu-
sambandsins. Þingið hefur að
vísu alla möguleika til að afgreiða
málið hratt, en hvorki í utanríkis-
ráðuneyti Þýskalands né hjá þýska
þjóðþinginu var í gær hægt að fá
staðfestingu á því að þeir mögu-
leikar verði nýttir. Það verði ein-
faldlega að koma í ljós, hvern-
ig framkvæmdin verður í þetta
sinn.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins bar þetta mál á góma í síð-
ustu viku á fundi Össurar Skarp-
héðinssonar utanríkisráðherra
með Guido Westerwelle, hinum
þýska starfsbróður hans í Berlín.
Á þeim fundi fagnaði Wester-
welle skýrslu framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins um Ísland,
þar sem mælt var með því að aðild-
arviðræður hefjist sem fyrst.
Sendinefnd frá þýska þinginu
verður á Íslandi í dag og á morg-
un að ræða við ráðherra og flokks-
leiðtoga. gudsteinn@frettabladid.is
Ákvörðunin
gæti tafist
Aðildarviðræður við Ísland koma væntanlega til
kasta l eiðtogaráðs Evrópusambandsins á næsta
fundi þess. Nokkur óvissa er þó um það hvort þýska
þingið nær að afgreiða málið innan tveggja vikna.
ATKVÆÐAGREIÐSLA Á ÞÝSKA ÞINGINU Angela Merkel kanslari og aðrir þingmenn í
kös við kjörkassann. NORDICPHOTOS/AFP
Forsögu málsins má rekja til
þess að vorið 2008 kærði þýskur
þingmaður, Peter Gauweiler, stað-
festingu þýska þingsins á Lissa-
bon-sáttmála Evrópusambandsins.
Stjórnlagadómstóll Þýskalands
komst að þeirri niðurstöðu, eftir að
hafa brætt málið með sér í rúmt
ár, að til þess að fullnægja kröfum
stjórnarskrárinnar verði ríkisstjórnin
að hafa þýska þingið með í ráðum
á vettvangi Evrópusambandsins. Í
framhaldi af þessum dómi, Lissa-
bon-dómnum sem svo er nefndur í
Þýskalandi, breytti svo þýska þingið
síðastliðið haust lögum um samráð
þings og ríkisstjórnar í málefnum
Evrópusambandsins með ákvæðum
um að þingið eigi alltaf skýlausan
rétt á því að segja álit sitt áður en
ákvörðun er tekin á vettvangi ráð-
herraráðs Evrópusambandsins.
LISSABON-DÓMURINN Í ÞÝSKALANDI
MENNTUN Unnið er að stofnun gæða-
ráðs fyrir háskólana sem hafi gæða-
eftirlit með kennslu og rannsóknum
við skólana. Með því færist matið út
fyrir mennta- og menningarmála-
ráðuneytið og verður sjálfstætt.
Eindregnar óskir hafa komið
fram um stofnun slíks ráðs í þeim
vinnuhópum sem ráðherra hefur
skipað undanfarna mánuði. Katr-
ín Jakobsdóttir menntamálaráð-
herra hefur nú, samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins, ákveðið að
verða við þessum óskum. Gæða-
ráðið verður skipað erlendum sér-
fræðingum.
Undanfarið hefur verið unnið að
stofnun þess og hafa erlendir sér-
fræðingar komið að þeirri vinnu,
enda er ráðið að erlendri fyrirmynd.
Stefnt er að því að gæðaráðið verði
stofnað vorið 2010 og hefji fulla
starfsemi þá um haustið.
Reiknað er með að ráðið verði
skipað fjórum til sex alþjóðlegum
sérfræðingum og ráðherra skipi for-
mann úr þeim hópi. Skrifstofa ráðs-
ins verður að öllum líkindum í húsa-
kynnum Rannís.
Meðal verkefna ráðsins verður
að gefa út gæðahandbók og að hafa
yfirumsjón með því að samþykktum
sé fylgt varðandi tryggingu gæða út
á við. - kóp
Gæðaeftirlit með háskólum verður í höndum erlendra sérfræðinga:
Gæðaráð háskólanna stofnað
ÁRNAGARÐUR VIÐ HÍ Gæðaráðið mun
hafa yfirumsjón með gæðaeftirliti í
öllum háskólum landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…
NÁTTÚRA Skipverjar á Sighvati
Bjarnasyni VE komu á mánudag
með lifandi loðnu til Fiskasafns-
ins í Vestmannaeyjum. Það má
undrum sæta að loðnan svaraði
kalli náttúrunnar, þrátt fyrir
vistaskiftin, og hrygndi morgun-
inn eftir.
Eins og komið hefur fram í
fjölmiðlum undanfarna daga er
loðnuveiðum að ljúka. Loðnan
sem veidd er á stutt eftir í hrygn-
ingu eins og dæmið frá safninu
sýnir. Mörg fyrirtæki hafa veitt
allan sinn afla úr loðnu sem
lengst er gengin og hefur mesta
hrognafyllingu. Með því er náð
hámarks verðmætum úr þeim
rúmlega hundrað þúsund tonnum
sem leyfilegt er að veiða á vertíð-
inni. - shá
Ótrúlegt en satt:
Loðna hrygndi
í fiskasafninu
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært karlmann á fertugsaldri
fyrir að ógna tveimur lögreglu-
mönnum, sem voru við skyldu-
störf í Vestmannaeyjum, með því
að ganga að þeim með golfkylfu
reidda til höggs. Þetta átti sér
stað í október á síðasta ári.
Jafnframt er maðurinn ákærð-
ur fyrir að hafa hótað þriðja lög-
reglumanninum lífláti. Maður-
inn hafði þá verið handtekinn og
hafði hótanirnar í frammi á lög-
reglustöðinni í Vestmannaeyjum.
- jss
Reiddi golfkylfu að lögreglu:
Ákærður fyrir
líflátshótun