Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 13
Opið bréf til íslensku þjóðarinnar Nýleg framganga ríkisstjórnarinnar í kjaradeilum flugvirkja og flugumferðarstjóra er alvarleg áminning um að íslenskt launafólk býr ekki við grundvallar mannréttindi sem talin hafa verið varin af stjórnarskrá lýðveldisins. Með nýsettum lögum, sem banna verkfall Flugvirkjafélags Íslands og með hótun um lög á verkfall Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hafa ríkisstjórn og Alþingi í raun afnumið verkfallsréttinn í landinu og brotið um leið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Stjórnarskráin er grundvallarlöggjöf íslenska ríkisins og æðri öðrum lögum. Það hefur verið meginregla í íslenskum og erlendum rétti að almenn lög skuli ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. Þrátt fyrir það hefur Alþingi ítrekað sett lög sem svipta þegna landsins stjórnarskrárvörðum rétti þeirra. Á þessu fengu sjómenn að kenna árið 2001 og þetta hafa flugvirkjar og flugumferðarstjórar mátt reyna á síðustu vikum. Stjórnmálamenn og flokkar sem gagnrýndu harðlega ríkisstjórn sem bannaði verkfall sjómanna árið 2001 hafa nú sjálfir haft forgöngu um að svipta flugvirkja og flugumferðarstjóra réttinum til að leggja niður störf í vinnudeilum. Steingrímur J. Sigfússon í umræðum um lög á verkfall sjómanna 2001: „Ég mótmæli bæði vinnubrögðunum og ég mótmæli efni þess máls sem hér er á ferðinni. Ég lýsi allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni og meirihluta hennar, þeim hluta hans sem ætlar að greiða þessu frumvarpi atkvæði sitt, á þeim mannréttindabrotum og þeirri valdníðslu sem hér á að eiga sér stað.“ Össur Skarphéðinsson í umræðu um lög á verkfall sjómanna 2001: „Hér er verið að setja lög sem moka burt rétti heillar starfsstéttar til að grípa til vinnustöðvunar til þess að styðja kröfur um bætt lífskjör. Ég get ekki stutt það. Hér er verið að brjóta mannréttindi. Ég get ekki stutt það. Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það. Ég segi nei.“ Í dag, þegar þeir setja sjálfir lög sem banna löglega boðuð verkföll, hentar ekki lengur að tala um mannréttindabrot eða helgan rétt launafólks. Samkvæmt nýjustu mælingum nýtur Alþingi minnst trausts allra stofnana samfélagsins, að undanskildu fjármálaeftirliti og bankakerfinu. Aðeins 13% landsmanna segjast bera mikið traust til þingsins. Það traust hefur ekki verið minna síðan mælingar hófust árið 1993. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni. Við teljum að ekki þurfi að leita langt til að skýra þverrandi traust landsmanna á störfum Alþingis. Fyrsta skrefið til að endurheimta traustið hlýtur að vera að virða mannréttindi og starfa samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins. Félag íslenskra flugumferðarstjóra Flugvirkjafélag Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.