Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 1. apríl 2010 41 Bandaríski kynlífsfræðingurinn dr. Drew Pinsky telur að eiginmað- ur leikkonunnar Söndru Bullock sé kynlífsfíkill og að Bullock sjálf sé háð ástinni. Stuttu eftir að Bullock hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í The Blind Side kom í ljós að Jesse James, eiginmaður hennar, hafði haldið framhjá henni með fjórum konum. Bullock flutti í kjöl- farið út af heimili þeirra og dvelur núna í húsi sínu í Hollywood. „Jesse er kynlífsfíkill og Sandra er fíkill í ást. Kynlífsfíklar þrá vald og spennu og þessi spenna er líklega það sem gerði Jesse aðlað- andi í augum Söndru. Hins vegar er þessi spenna ekki það sama og ást. Samband Jesse við Söndru var líklega ekki jafn spennandi og samband hans við hjákonurnar, þess vegna hélt hann áfram,“ sagði dr. Drew sem telur jafnframt að kylfingurinn Tiger Woods og eig- inkona hans geti unnið úr sínum málum þar sem samband þeirra byggi á sterkari grunni en sam- band Bullock og James. Sandra Bullock sögð háð ástinni Mariah Carey áformar að fram- leiða söngleik um líf sitt, sam- kvæmt nýjustu fréttum vestan- hafs. Þrátt fyrir góðan leiksigur í kvikmyndinni Precious hyggst Mariah ekki leika sjálfa sig í söngleiknum, en hún hefur aðra snoppufríða söngkonu í huga; enga aðra en Leonu Lewis. „Mariah vonar í laumi að Leona Lewis leiki hana. Hún er fram- andi og ein af fáum sem hefur nógu vítt raddsvið,“ er haft eftir heimildarmanni úr innsta hring. Vill söngleik um líf sitt LÍFIÐ Á SVIÐ Mariah Carey vill að Leona Lewis leiki sig. Leikarinn Ewan McGregor hefur gagnrýnt George W. Bush, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta, og Tony Blair, sem var forsætisráð- herra Bretlands, harðlega vegna árásanna á Írak og Afganistan. Hann er óánægður með að Bush hafi aldrei verið látinn svara fyrir ákvörðun sína um að ráð- ast inn í löndin og að Blair hafi aldrei beð- ist afsökunar fyrir hönd Bretlands á þátttöku sinni í stríðunum. „Stjórn- málamenn þurfa á endanum aldrei að bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Mér finnst það hræði- leg tilhugs- un,“ sagði hinn skoski McGregor. Ósáttur við Bush og Blair EWAN MCGREGOR Skoski leikarinn hefur gagnrýnt Bush og Blair harðlega. FÍKILL? Kynlífsfræðingurinn dr. Drew telur að leikkonan Sandra Bullock sé háð ástinni. NORDICPHOTOS/GETTY Þrír aðalleikarar gamanmyndar- innar The Hangover hafa samþykkt að leika í framhaldsmynd hennar. Orðrómur var uppi um að Bradley Cooper, Ed Helms og Zach Galifian- akis hefðu ekki áhuga á því en leik- stjórinn Todd Phillips hefur núna staðfest að þeir verði með. Hann vill aftur á móti ekkert gefa upp um söguþráðinn. „Það eru sögusagnir í gangi um hann. Það var talað um að þeir færu til Mexíkó en það er ekki satt,“ sagði hann. Ljóst er að leikar- arnir þrír fá mikla launahækkun því fyrsta myndin rakaði inn seðlum, sem kom mörgum í opna skjöldu. Áfram í Hangover 2 EIN AF 12 BESTU Í HEIMI Mál og menning við Laugaveg er nefnd meðal tólf bestu bókabúða í heimi á lista sem danska blaðið Berlingske Tidende tók saman. Á listanum eru bókabúðir eins og Hatchards í Lundúnum sem er elsta starfandi bókabúð þar í landi. Hún var stofnuð árið 1797 og meðal viðskiptavina eru taldir Rudyard Kipling, Oscar Wilde og Byron lávarður. Á listanum eru einnig Cathach í Dublin sem í útstillingarglugga sínum er með áritaðar bækur eftir Samuel Beckett, Oscar Wilde og Bram Stoker. The Mysterious Bookshop í New York er ein af elstu bókabúðum Bandaríkjanna. Hún sérhæfir sig í krimmum eins og nafnið bendir til. Þar er að finna áritaðar bækur eftir höfunda eins og Arthur Conan Doyle. Og svo ódýrari krimma eftir höfunda í öllum heims- hornum. Shakespeare & Company í París er hrósað fyrir að hafa opið til klukkan ellefu á kvöldin. Bókaunnendum til mikillar ánægjur. Það var bandarískur hermaður sem ákvað að setjast að í Frakklandi eftir síðari heimsstyrjöldina sem stofnaði þessa bókabúð. Á listanum eru einnig taldar upp bókabúðir í Portúgal, Þýskalandi og Brazilíu sem þykja skara framúr. Um Mál og menningu segir að hún sé vel búin bókabúð með góðum anda. Hún sé til vitnis um fína frásagnargáfu Íslendinga en þar sé einnig mikið úrval af literatúr á ensku sem nái langt útyfir aðeins metsölubækur. Mál og menning við Laugaveg er ein af tólf bestu bókabúðum heims samkvæmt lista Berlingske Tidende Bókabúð Máls og menningar - Laugavegi 18 STOLTIR STARFSMENN Við erum afar stolt af þessum árangri og munum kappkosta að þjónusta borgarbúa og landsmenn af sömu alúð og kostgæfni um ókomin ár. Visir.is 29. mars 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.