Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 24
24 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Loftur Jóhannsson skrifar um verkfalls- réttinn Í nóvember árið 2001 hót-aði Davíð Oddson for- sætisráðherra að afnema verkfallsrétt flugumferð- arstjóra með lögum. Hinn 11. mars sl. afnam ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Á aðgerðum þessara tveggja ríkis- stjórna er enginn eðlismunur en stigsmunur nokkur. Davíð Odds- son hafði þann manndóm að boða flugumferðarstjóra á sinn fund og hóta þeim augliti til auglits. Flug- umferðarstjórar höfðu spurnir af áformum Jóhönnu og Steingríms, eftir að ríkisstjórnin var búin að kalla til þingheim til að stimpla frumvarpið sem samgönguráðherr- ann veifaði svo rogginn framan í alþjóð. Niðurstaðan varð sú sama, flugumferðarstjórar aflýstu boðuð- um verkföllum sínum. Í 74. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum lögleg- um tilgangi, þar með talin stjórn- málafélög og stéttarfélög. Umboðs- maður Alþingis hefur bent á að við afmörkun á inntaki ákvæðisins sé rétt að líta til alþjóðlegra mann- réttindasáttmála (sjá álit umboðs- manns nr. 3409/2002). Sérstaklega bendir hann á mannréttindasátt- mála Evrópu en í 11. gr. sáttmálans felst að stéttarfélögum sé heimilt að beita aðgerðum, þar með talið verkföllum, til að gæta starfs- tengdra hagsmuna félagsmanna sinna. Hæstiréttur hefur úrskurð- að að verkfallsréttur er ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla. Stjórnarskráin er sett af stjórn- arskrárgjafanum sem grundvallar- lög íslenska ríkisins og æðri öðrum lögum. Í bók sinni, Stjórnskipunar- réttur, telur Gunnar G. Schram það meginlögskýringarreglu í íslensk- um sem erlendum rétti að almenn lög skuli ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. Hæsti- réttur Bandaríkjanna lýsti einmitt stöðu stjórn- arskrárinnar gagnvart öðrum lögum í því fræga máli „Marbury gegn Mad- ison“ en í niðurstöðu dóms- ins skrifaði John Marshall, forseti réttarins (þýðing undirritaðs): „Stjórnarskráin er ann- aðhvort æðst laga og verð- ur ekki breytt með venjulegri laga- setningu, eða hún er eins og hver önnur lög og verður þá breytt hve- nær sem löggjafinn sér ástæðu til. Ef hið fyrra er rétt getur lagasetn- ing sem brýtur í bága við stjórnar- skrána ekki verið lög. Ef hið seinna er rétt eru skrifaðar stjórnarskrár aðeins fáránlegar tilraunir fólks- ins til að setja bönd á vald sem eðli málsins samkvæmt verður ekki bundið.“ Það hefur sýnt sig að afstaða Samfylkingarinnar og VG til stjórnarskrárvarinna mann- réttinda launafólks fer eftir því hvort þessir flokkar sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu, saman- ber umræður á Alþingi um lög á verkfall sjómanna árið 2001. „Hér er ekki verið að setja lög. Hér er verið að setja ólög. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar“ sagði Steingrím- ur J. Sigfússon við það tækifæri. „Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það“ sagði Össur Skarphéðinsson. Framsókn- arflokkurinn barðist fyrir afnámi verkfallsréttar sjómanna þegar þeir sátu í stjórn í skjóli Davíðs Oddssonar árið 2001 en sat hjá þegar kosið var um lög á verkfall flugvirkja nýlega. Stjórnvöld geta hinsvegar alltaf reitt sig á stuðning Sjálfstæðisflokksins til að koma fram vilja sínum gagnvart stéttar- félögum í trássi við stjórnarskrá. Það er sorglegt, en því miður stað- reynd, að á Alþingi Íslendinga er aðeins einn flokkur, Hreyfingin, með hreinan skjöld þegar kemur að stjórnarskrárvörðum réttind- um launafólks. Skiptir stjórnarskráin annars nokkru máli? Höfundur er flugumferðarstjóri. Vægi stjórnarskrárinnar UMRÆÐAN Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um samfélagsmál Í fornum sið var haft fyrir satt að vopndauðir menn færu til Valhall- ar en risu síðan upp að morgni og berðust á ný. Vopndauði var þátt- ur í ímynd hetjunnar sem átti sér trygga endurkomu. Hrynjandi daganna var hin sama. Allt hneig í sama far, hringrás og endurreisn var tryggð. Lífið sigraði dauðann en til hvers? Er slík stríðshyggja eftir- sóknarverð, vopnaglamur, hreysti- sókn, blóðsúthellingar, dauði hetju sem vaknar síðan til sama leiks á nýjum morgni, dag eftir dag? Endurnýjun í stað endurtekningar Páskar eru önnur mynd endur- nýjunar. Á páskum fagna kristnir menn sigri lífsins. Þar er ekki hrós- að sigri hetju sem gengur til orustu heldur þess sem ögrar ofbeldinu með því að leggja niður vopn. Pásk- ar eru hátíð sem hyllir lífið og allt sem stuðlar að eflingu þess. Krist- inn upprisuboðskapur gengur út á það að allt verði nýtt. Ekkert er sem áður. Hringrás ofbeldis og eigin- hagsmunahyggju er rofin. Ekki skal lengur haldið í fals og lygi. Kristinn upprisuskilningur umbreytir öllu. Ekki er sóst eftir meiru af því sama heldur upprisu til nýs lífs. Páskar opna veröldina og bjóða mönnum til róttækrar endurskoðunar á lífs- háttum og gildum. Hvernig veröld viljum við? Á örlagatímum í sögu okkar reyn- ir á gildi. Hverskonar veröld vilj- um við byggja okkur og börnum okkar? Viljum við lífshætti af því tagi sem Jesús Kristur tjáði eða fýsir okkur frekar að leika víkinga í útrás? Því miður minnir samtíð- in fremur á forn-heiðinn hugsun- arhátt en kristinn. Svo virðist að æ fleirum sé það keppikefli að komast í gamla gírinn, rísa upp og berjast með sömu vopnum og áður. Boðskapurinn er einfaldur: Virkj- um, byggjum orkufrek iðjuver, stuðlum að hergagnaframleiðslu og höldum í nýja útrás, nú með aðeins beittari vopnum og betri mark- aðssókn. Að kvöldi skulum við ekki falla. Markmiðið virðist vera það eitt að þjóðin nái sér á strik að nýju án þess að nokkuð breyt- ist í grunninn, án þess að nokkuð sé hugsað upp á nýtt. Hvar örlar á nýrri stjórnarskrá, auknu lýð- ræði, öðrum samtalsmáta, breyttri afstöðu til náungans, til landsins? Hvar bregður fyrir nýrri birtu? Er Valhöll virkilega okkar sögustað- ur og því engin þörf fyrir páska- sól og boðskap um að lífið lifi og fallnir menn megi breytast til hins betra . Stöðnun frekar en endurnýjun Svo virðist sem margir vilji ekki rísa upp til nýrra og betri hátta en vilji frekar endurtaka leikinn frá í gær. Þetta má ekki viðgang- ast. Við þurfum að vera tilbúin til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við eigum að fagna hinu nýja lífi, til- einka okkur nýjan hugsunarhátt, nýja samskiptahætti. Við getum ekki boðið komandi kynslóðum upp á meira af því sama. Höfundar eru guðfræðingar. Valhöll eða „paradís“ SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR PÉTUR PÉTURSSONHJALTI HUGASON ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ANNA SIGRÍUR PÁLSDÓTTIR BALDUR KRISTJÁNSSON LOFTUR JÓHANNSSON UMRÆÐAN Birgir Hermannsson skrifar um stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir líkir samstarfinu við VG við kattasmölun. Þetta þarf ekki að koma á óvart, enda hefur á ýmsu gengið í sam- starfi flokkanna. Við mynd- un ríkisstjórnar gera flokk- ar með sér samkomulag um málefni og verkaskiptingu. Ef hluti þing- manna er óánægður með málefnin og störf ríkisstjórnarinnar skapar það óvissu um stöðu stjórnarinn- ar og getu hennar til að framfylgja stefnunni. Við þetta hefur ríkis- stjórnin mátt búa síðan sumarið 2009, enda virðist hluti þingflokks VG ekki samstiga ríkisstjórninni. Þó að ríkisstjórnin sé hefðbundin meirihlutastjórn þá hefur hún haft ýmis augljós einkenni minnihluta- stjórnar. Í samsteypustjórnum þarf að semja um mál. Í umræðum síðan í haust hefur gjarnan verið vísað í VG sem klofinn flokk. Annars vegar flokk formannsins og hins vegar „flokksbrot“ Ögmundar Jónasson- ar. Frá sjónarmiði Jóhönnu virðist vera um að ræða stuðningsmenn formannsins annars vegar og hins vegar ósamstæðan hóp þingmanna sem þarf „að smala“. Samningar verða því flóknari en ella. Það skipt- ir ekki öllu máli hvort sjónarhornið við tökum: Ríkisstjórnin hefur ekki tryggan meirihluta. Þetta þýðir þó ekki endilega að hún sé völt í sessi. Minnihlutastjórnir geta setið árum saman án teljandi vandræða. Ríkisstjórnin og flokkar henn- ar hafa brugðist við þessu með ýmsum hætti upp á síðkastið. Mest hefur verið talað um að „þétta raðirn- ar“. Þetta þýðir í raun að staða mála verði viður- kennd með formlegum hætti, t.d. því að „flokks- brot“ Ögmundar Jónas- sonar verði hluti af rík- isstjórninni og hún því einskonar þriggjaflokk- astjórn. Einnig er hægt að hugsa sér hefðbundna aðferð minnihluta- stjórna: ríkisstjórnin semur við hluta þingsins um framgang mála. Ef illa gengur að smala þingmönn- um VG er sá möguleiki auðvitað til staðar að semja við aðra flokka. Ekki er gott að segja hversu raun- hæfar þessar lausnir eru. Augljós skoðanamunur og innanflokksátök VG eru viðkvæmt mál, „smölun“ þeirra óánægðu gæti því orðið erfið, hvað þá samningar við aðra flokka. Mín skoðun er sú að minnihluta- stjórn um nokkurt skeið væri ekki slæmt skref fyrir íslensk stjórnmál. Slíkt myndi hvetja til samninga og lausna fremur en uppblásinna ræðuhalda og átaka. Ókosturinn er augljóslega sá að íslenskir stjórn- málaflokkar og stjórnmálaleiðtog- ar kunna lítt til verka þegar minni- hlutastjórnir eru annars vegar. Það er einnig ljóst að verkefnin sem leysa þarf eru þau erfiðustu sem nokkur ríkisstjórn á lýðveldistím- anum hefur staðið frammi fyrir. Við lausn slíkra verkefna er endalaus kattasmölun ekki líkleg til árang- urs. Því miður. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Að smala köttum BIRGIR HERMANNSSON FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.