Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 34
 1. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● tómstundir ● ÚTBÚNAÐUR Áður en lagt er í gönguferð er nauðsynlegt að huga að búnaðinum sem hafa skal með sér. Á þessum árstíma er allra veðra von og þannig er það reyndar yfirleitt hér á okkar landi, einkum þegar komið er upp í mikla hæð. Á vef Fjallafélagsins er listi yfir fatnað sem mælt er með í dagsgöngu, ásamt öðrum hlutum. Þar eru: Gönguskór, lít- ill bakpoki, jakki úr vind- og vatnsheldu öndun- arefni, buxur úr vind- og vatnsheldu öndunar- efni, flíspeysa, göngubuxur, hlý nærföt, húfa, vettlingar, göngusokkar, legghlífar, göngu- stafir, myndavél, GSM-sími. Svo er komið að því síðasta á listanum en alls ekki sísta – nesti. Auður Jónsdóttir hefur séð um námskeið í ræktun mat- og kryddjurta síðan 2001. Hún kennir hjá Mími í apríl. „Ég hef heyrt utan að mér að áhugi á svona ræktun hafi auk- ist gríðarlega síðan kreppan skall á, en ég var farin að finna fyrir mjög miklum áhuga fyrir kreppu. Svona ræktun býður upp á svo marga skemmtilega möguleika,“ segir Auður Jónsdóttir garðyrkju- fræðingur, sem sér um námskeið í ræktun mat- og kryddjurta hjá Mími símenntun í apríl. Á námskeiðinu verður fjallað um staðsetningu, mótun og upp- byggingu matjurtagarðsins og farið yfir ræktun einstakra tegunda mat- og krydd- jurta, bæði algengra sem fá- gætra. Þá fræðast þeir sem námskeiðið sækja um gróður- setningu, skiptirækt- un, safnhauga- gerð, áburðar- gjöf, helstu meindýr og sjúkdóma og ýmislegt fleira. Auður hefur séð um námskeið af þessu tagi allt frá árinu 2001, meðal annars hjá Mími og Land- búnaðarháskóla Íslands. Hún seg- ist hafa tekið ástfóstri við rækt- un mat- og kryddjurta eftir að hún kynntist slíkri ræktun af eigin raun. „Áhuginn er stöðugt að auk- ast. Á námskeiðin hjá mér kemur í raun fólk á öllum aldri og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu yngra fólkinu hefur fjölg- að mikið.“ Hún segir í raun og veru ekki vera mjög langt síðan Íslendingar tileinkuðu sér að nota fersk krydd í matargerð. Hér áður fyrr hafi verið mun al- gengara að notast hafi verið við þurrk- uð krydd. „Þetta hefur færst í aukana hjá mjög mörgum, líka hjá fólki sem á ekki garð og ræktar þess í stað úti á svöl- um í pottum og kerjum, sem er ekki síðra. Svalir eru oftast á sólríkum og skjólgóð- um stöðum og því er alveg tilval- ið að nýta þær til ræktunar,“ segir Auður. Á námskeiðinu gefur Auður líka ráðleggingar varðandi það hvern- ig best er að byggja fallega mat- og kryddjurtagarða, sannköll- uð augnayndi. „Sum blóm eru æt og því gráupplagt að blanda þeim með í garðinn. Það er alveg frá- bært að horfa á margar af þessum fallegu plöntum og alls ekki síðra að geta borðað þær líka,“ segir Auður og hlær. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið og skráningu er að finna á heimasíðu Mímis, mimir.is. - kg Gleður bæði augu og bragðlauka „Svona ræktun býður upp á svo marga skemmtilega möguleika,“ segir Auður Jónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● KENNSLA Í DÚKAPRJÓNI Heimilisiðnaðarskólinn stendur reglulega fyrir ýmiss konar áhugaverðum námskeiðum í handavinnu, nýrri sem fornri. Hinn 14. apríl hefst námskeið í dúkaprjóni. Hér áður fyrr var þónokkuð meira um að dúkar væru heimaprjónaðir en kunnáttan hefur oftast glatast milli kynslóða. Á námskeiðinu læra þátttakendur und- irstöðuatriði í dúkaprjóni og vinna verkefni eftir uppskrift. Blúndu- prjón, útaukningar og úrtökur eru meðal verkefna en það er Ásta Kristín Siggadótt- ir textílkennari sem er leiðbeinandi á námskeiðinu. Námskeiðið er alls þrjár kvöldstundir, níu klukkutímar í heild. Páskaveiði íHvammsvík! Nú ber vel í veiði fyrir stangveiðifólk á öllum aldri, því vertíðin hefst í Hvammsvík um páskana. Svæðið verður opið á skírdag, laugardag og annan í páskum á milli kl. 10–18. Við bjóðum veiðikort sem kostar aðeins 1.500 kr., gefur inneign upp á fimm fiska og gildir í allt sumar. Kíktu í Hvammsvík um páskana og komdu þér í veiðigírinn fyrir sumarið! Nánari upplýsingar í síma 695 5123 www.hvammsvik.is | hvammsvik@itr.is Kaffisala n opin! HVAMMSVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.